26 mars 2007

word

Bara fjórir dagar í páskafrí, kíki suður á föstudaginn, verð svo að vinna eitthvað í næstu viku að reyna að skrapa saman smá klinki. Eftir páskafríið eru bara tvær og hálf vika eftir af skóla, og svo bara próf. Ég er búin að ákveða að nú sé komið sumar. Eða allavega vor. Fínt veður núna, miðað við hvað það var mikið skítaveður í síðustu viku (ég og Anna urðum veðurtepptar í bílnum mínum fyrir utan vistina, og straujuðum næstum á okkur fésin með hurðinni í Shell).
Annars er allt ágætt að frétta. Silverchair eru í fullu fjöri, og núna er hægt að hlusta á alla Young Modern plötuna á mæspeisinu þeirra.

Þverárfjallið fór illa í rigningunum í síðustu viku. Á vinnukaflanum er varla vegur lengur, þetta er bara drulla og grjót, en mest er samt af holum. Mér fannst ég vera í einum af torfærukeppnunum sem eru stundum á Blönduósi á sumrin. Er meiraðsegja að spá í að skrá mig og gulu hættuna í keppni, þar sem maður rúllaði þessu svona líka vel upp.

Bloggkvótinn búinn.

-Fanney.

20 mars 2007

í hvaða húsi kveiki ég næst?

Ég er ekki alveg sátt núna. Ætlaði í Skaffó í gær, en þegar ég kom út á bílastæðið hjá vistinni var búið að setja miða á framrúðuna mína: "Þú hefur lagt í merkt stæði, vinsamlegast færðu bílinn" eða eitthvað í þá áttina. Einmitt. Ég myndi kannski sætta mig við það ef ég hefði lagt í fokking merkt stæði, en það gerði ég ekki. Þannig að ég fékk að skafa frosinn pappír af framrúðunni hjá mér. Vistarstjórinn fékk sko að heyra í mér. Ég lagði mig sérstaklega fram um að tala eins mikið niður til hans eins og ég gat, í von um að hann myndi skammast sín fyrir mistökin. Ég vona að ég hafi eyðilagt alla vikuna fyrir honum.
Ég er líka ekkert rosalega sátt við einn strákinn í Blönduóslöggunni. Hann laug svo feitast að mér að ég á aldrei eftir að fyrirgefa honum. Ég ætla að senda kvörtunarbréf í von um að hann verði flengdur. Ekki fast samt, hann er svo sætur.

Það er vont veður.

19 mars 2007

...

Kannski maður reyni að blogga aðeins. Árshátíðin var þarsíðustu helgi og var bara þónokkuð fín. Við gelgjurnar tókum allan daginn í að gera okkur sætar, en það gerir nú allt miklu skemmtilegra. Maturinn var fínn, skemmtiatriðin hress og ballið, tjah, fullt. Það var alls konar vitleysa í gangi, en það er bara skemmtilegra. Svo voru Benjamín og vinir hans með eftirpartí sem sló alveg í gegn.
Svo tókst mér að verða veik aftur. Fyrir tveimur vikum var ég veik í þrjá daga, og svo aftur þrjá daga í síðustu viku. Er ennþá slöpp og með hálsbólgu. Svo var næstum liðið yfir mig í þýsku í dag, rosa fjör.
Ég mátti ekki fara heim á bílnum um helgina. Mamma og pabbi komust að því að ég hefði verið tekin fyrir of hraðan akstur, og jah, það var sko ekki til að auka traust þeirra á mér. Ég held þau séu alveg við það að klippa í sundur ökuskírteinið mitt.
En jæja, helgin var svosem ágæt. Það var brjáluð hríð og vesen, og ég bíllaus, svo ég tók því bara rólega. Var líka að vinna á laugardeginum. Vantar pening. Fyrst ég þurfti að fara með rútunni heim um helgina, á ég engan pening fyrir mat þessa vikuna. Svekk.
Við þurfum reyndar aðeins að skreppa á Tangann í kvöld, sjáum hvernig það gengur, þar sem það var allt hálfófært í gær.
Svo var einhver verkfærasala í félagsheimilinu, við kíktum í gær og ég gjörsamlega missti mig. Keypti fullt af strigum ódýrt, trönur, kærasta og nýja akrýlliti... Þannig að mér á ekkert eftir að leiðast á næstunni.

-fney.d

09 mars 2007

asdf is my middle name

Þessi vika er búin að vera ágæt. Einkunnirnar úr miðannarprófunum eru búnar að vera að hlaðast upp, og vitiði hvað? Ég fékk 10 í bæði ens403 og ens503. Algjört rúst, þar sem ég er í 403 utanskóla, og byrjaði ekki í 503 fyrr en mánuður var búinn af önninni. 9 í frönsku og þýsku og svo var restin eitthvað aðeins lægra. Ég er samt ekki ennþá búin að fá úr íslensku, þó það séu tvær vikur síðan ég tók prófið úr því. Iss. Léleg þjónusta.
Opnu dagarnir byrjuðu á miðvikudaginn, fór á eitthvað ömurlegt jóganámskeið. Það var geðveikt erfitt að hlæja ekki, því þetta var svo asnalegt. Svo var ég á skartgripanámskeiði í gærmorgun, þar sem við lærðum að búa til hálsmen úr þæfðum ullarboltum. Ég gerði mjög fallegt hálsmen, sem ég á aldrei eftir að geta skilið við mig, hahaha.
Svo var háskólakynning á Akureyri í gær, og ég og Anna ákváðum að nýta ferðina. Tókum Eyþór líka með okkur(sem betur fer, því annars hefðum við endað á Egilsstöðum), og yfirgáfum sólríkan og hlýjan Skagafjörðinn fyrir rigninguna í Eyjafirði. Frábært. Ég fékk að prófa að keyra á ljósum og tvöföldum akreinum í fyrsta skiptið. Það var erfitt. Fór meiraðsegja tvisvar á öfuga akrein á móti umferð... klaufa ég. Samt gerðist ekkert slæmt, það voru engir bílar, svo ég slapp. Hringtorgin vöfðust aðeins fyrir mér, en það reddaðist.
Háskólakynningin var ágæt, ég á örugglega aldrei eftir að geta ákveðið skóla. Ætli það verði samt ekki annaðhvort HÍ eða Bifröst fyrir valinu. Bara eitt og hálft ár í að ég byrji í háskóla, þetta verður rosalegt.
Eftir kynninguna fórum við aðeins í búðir, borðuðum á Subway, rákumst meiraðsegja á Marcel á göngugötunni. Kíktum síðan á vistina í heimsókn til Karls og Benjamíns. Mig langar í vistina þeirra, okkar er svo ógeðsleg. Hah, ég og Anna fundum meiraðsegja herbergið hans Þorsteins sem var með okkur í grunnskóla og fórum í óvænta heimsókn. Hann virtist reyndar ekkert rosalega glaður að sjá okkur, skil ekki hvað var í gangi þar...
Fórum á rúntinn á Akureyri, sem var rosalega gaman þar sem þeir hafa rúnthring, á meðan það er bara rúntgata á Króknum og Tanganum :o
Tókum Karl með okkur í bíó á Smoking Aces. Ágætis mynd.

Í dag var æsispennandi fyrirlestur um "Líf eftir dauðann". Ég var skíthrædd við gaurinn sem hélt þetta, hann var geðveikt geðsjúklingslegur talandi um drauga, sumarlandið, sólarlandið og svo einhverja litla ljósálfa með vængi... Kommon, hve ruglað getur fólk verið.

Árshátíðin er á morgun, fullt af fólki að koma á ballið. Þessvegna ætla ég að vera á Króknum um helgina. Mér finnst geðveikt skrítið að vera hérna á föstudagskvöldi, þegar ég er venjulega heima með familíunni. Ég er líka ekki frá því að smá heimþrá sé að gera vart við sig.

Btw, ég þurfti að keyra út í Varmahlíð áðan að ná í Karl sem kom með rútunni, og ég villtist á leiðinni þangað. Tvisvar. En hey, ég fór þó ekki útaf!

-Fnei.

04 mars 2007

Gula slysið?

Helgin var fín. Föstudagurinn fór í rúnt með sætu fólki. Jón Gústi og Steinar kíktu á Tangadjammið, það var víst eitthvað lítið fjör á Hólmavík. Og eins og flestar helgar upp á síðkastið var ég bara að keyra á meðan flestir aðrir voru að drekka. Mér er svosem sama þannig séð. Þetta er fínt svona. Og að sjálfsögðu var nóg pláss fyrir hrúgu af karlfólki afturí gulu þrumunni.
Ég hlakka samt til þegar Björt fær bílpróf og maður getur farið á rúntinn í rollunni.

Í gærkvöldi kíktum við stelpurnar svo í pottinn á Laugarbakka. Ég, Sunna, Anna og Björt. Það var svo geeeðveikt best. Horfðum á tunglmyrkvann og slöppuðum af. Sunna verður líka feitari með hverjum deginum, enda á hún bara 10 vikur eftir. Geggjað sætt.

Í dag þurfti ég að keyra aftur á Krók. Ég og Björt vorum bara að chilla, og svo var hálka á fjallinu svo ég vandaði mig. Fór varlega og svona, en svo fór bíllinn bara að renna í aðra áttina! Ég náði að rétta hann af, en þá fór hann bara að renna í hina áttina! Kreisí. Endaði á að við fórum útaf á miðju fjallinu og snerum í öfuga átt meiraðsegja. Sniðugt, ha. Sem betur fer var rútan rétt á eftir okkur, og nokkrir af strákunum komu bara út og ýttu kagganum upp á veginn aftur. Sést ekkert á honum frekar en venjulega.
Björt: Þó ég sé alltaf að klúðra einhverju þegar þú ert með mér í bílnum, þá er ég ekki að reyna að drepa þig:P

En vá hvað mér er ekki ætlað að keyra bíl. Ég er enginn glanni eða neitt, ég er annaðhvort bara rosalega óheppin eða einfaldlega lélegur ökumaður. Það hlýtur að vera það fyrra, þar sem mér finnst ég stórkostleg þegar ég er ekki heimsk.
Tvær útafkeyrslur, og tvisvar keyrt á hús. Og bara búin að vera með próf í rúma tvo mánuði. Kannski er þetta met?

Opnir dagar í vikunni, og svo árshátíðin á laugardaginn og þá ætla ég að vera full. Jeeei.

kvfnei.

01 mars 2007

mr. hvamestange

Miðannarprófavika. Sex próf fyrir mig núna, og bara tvö eftir. Ég er búin að rúlla þessu upp hingað til, og býst ekki við öðru á morgun.
Annars var söngkeppni FNV í síðustu viku, Butt Plug slógu í gegn, en unnu samt ekki. Annað sætið verður að duga. Annars var Birkir geggjað sexí með gerviyfirvaraskeggið.
Það var mikið fjör á vistinni eftir keppnina, svo mikið fjör að hálf vistin fékk áminningu daginn eftir. Vel gert, vel gert. Brunavarnakerfið var líka í gangi alla nóttina, afþví einhver gáfnaljós sprautuðu úr slökkvitækjum um allan ganginn á annarri hæð, og úr brunaslöngum á fyrstu og þriðju. Ekkert sérstaklega töff.
Ég fór líka heim síðustu helgi og eyddi henni í að rúnta. Tangarúntur er bestur, sérstaklega með jafn sætu fólki og Björt, Önnu og Karli. Við vorum samt eina fólkið í bænum, það sást ekki ein manneskja úti eftir ellefu. Draugabær.
Ég er búin að vera föst í bókum alla vikuna. Helgin fór í Íslandsklukkuna hans Laxness (kallið mig föðurlandssvikara en ég veit ekkert leiðinlegra en Laxness!), þriðjudagurinn í A Star Called Henry (graðir Írar sem drepa hvor aðra með tréfótum) og gærdagurinn fór í A Country of Last Things (fáránlega léleg bók, það er eins og höfundurinn hafi ekki lesið yfir hana áður en hún var send í prentun).
Skítlétt grunnteikning og franska svo á morgun. Nenni ekki að læra.
Ég hlakka til að fara heim á morgun og geta borðað eitthvað gott. Ég bíð spennt eftir matareitruninni og salmónellunni úr þessum kúk sem er verið að gefa okkur í mötuneytinu.

Tíkall fyrir þann sem nennir að berja Stephanie Forrester í hausinn með tréfót.

-Fnei