29 september 2006

beeiiil

Ég er algjör bloggbeiler. Allavega...
Í síðustu viku fór ég á hestbak með íþróttaáfanganum. Haha, miðað við hvernig það fór í fyrra ákvað ég að fara varlega, og lét Stellu teyma undir mér. Það var rosalegt.
Síðustu helgi fór ég á Akureyri á djammið og hitti Láru og Jón Gústa og Marcel. Fór líka með Óla í Sjallann á föstudagskvöldinu á Dr. Mister & Mr. Handsome. Það var töff. Á laugardeginum var bara tekið því rólega og djammað meira, og svo endaði allt í rooosalegu drama seinna um kvöldið. Úff.
Þessi vika hefur verið ágæt, ég sef allan daginn á milli þess sem ég kannski nenni að mæta í skólann. Þessi skóli er að gera útaf við mig úr leiðindum. Ég held ég sé að falla í íslensku. Ég er með frjálsa mætingu, svo ég hef bara mætt í fjóra tíma eða eitthvað það sem af er önninni. Reyndar efast ég sterklega um að ég sé að missa af einhverju í þessum tímum. Það eru alltaf einhver ferðalög og eitthvað, á minjasafnið og á Hóla og eitthvað sem kemur námsefninu nákvæmlega ekkert við. Leiðinlegt!
Ég er aftur byrjuð að prjóna. Næstum búin með eina húfu handa Birki, hún verður vafalaust rosalega flott. Þannig, núna má ég örugglega vera ein af svölu krökkunum. Ég er komin með hobbí.
Metakvöld NFNV var á miðvikudaginn. Ævar vann pilsnerdrykkjukeppnina, það kom engum á óvart.
Það er frí í skólanum í dag (ég hefði hvorteðer bara þurft að fara í einn tíma) svo ég kom heim á Tangann í gær. Það er ágætt, fór út að hitta Láru og Sunnu og Ævar. Síðan voru ljósin slökkt í bænum og það varð dimmt.
Ég held ég beili bara á laufskálaréttaballi á morgun. Djamma bara hérna á Tanganum í staðinn, það verður gaman.

Btw, þið þurfið ekki að segja mér það, ég veit það. Ég er leiðinlegasti bloggari í heimi.
Farin að gera eitthvað rosalega óuppbyggilegt,
-fanneydögg

18 september 2006

Birkir Þór er ágætur


Góðan dag. Bara komin vika síðan ég bloggaði síðast og ég tók ekki eftir neinu. Síðasta vikan hérna á vistinni var ágæt svosem, vakið fram eftir nóttu til að horfa á Rock Star og kúrt hjá Birki. Ekki slæmt.
Blogger fer svolítið í taugarnar á mér stundum. Það tekur alltaf nokkra klukkutíma að fá nýju bloggin inn. Vesen. En jah, ekki er það ég sem les þetta, svo það skiptir litlu fyrir mig.
Fór bara heim á Tangann síðustu helgi. Fór út með Ævari og Láru á föstudagskvöldið, og ég og Lára sátum úti langt fram eftir nóttu og töluðum bara. Djöfull er það best. Ég elska Láru.
Á laugardaginn svaf ég bara og fór svo í æfingarakstur með pabba. Það er ekkert svalara en að fara á rúntinn með pabba í framsætinu á ljóta Renaultinum. Gaman að segja frá því að mér gekk alveg þónokkuð vel. Allavega miðað við hvað ég fer sjaldan að keyra. Vonum bara að ég nái prófinu þegar að því kemur.
Vá hvað ég hef ekkert að segja. Lalalalala.
Það leið næstum yfir mig í ensku í dag. Það var rosalega gaman. Ég var svo slöpp að ég skrópaði bara í næstu tvo tíma á eftir í tilefni dagsins.
Næstu helgi er ég svo að spá í að skreppa á Akureyri. Djamma pínu með Láru, Jón Gústa og fleiri góðum félögum. Ég á það alveg skilið.
Klipping og litun á miðvikudaginn, veit ekki alveg hvað ég á að láta gera, en það verður eitthvað skemmtilegt.

Blahh ég er svo leiðinlegur bloggari. Sorrí. Skelli inn einni mynd af Steve Sanders úr Beverly Hills 90210 hérna til að bæta ykkur þetta upp. Gleður augað.

-fanneydögg

11 september 2006

Gay Dancer

Kannist þið við tilfinninguna að fá bara ógeð á öllu? Ég nenni þessu ekki lengur. Ég er komin með ógeð á sjálfri mér og öllu sem ég hef verið að gera upp á síðkastið. Mér tekst aldrei að gera neitt af viti. Ég hugsa alltaf með mér að ég ætli að taka mig á, en geri það aldrei. Ég er strax komin með mesta námsleiða í heimi, þó skólinn sé varla byrjaður. Ég er alltaf þreytt, alltaf utan við mig og mér tekst aldrei aldrei að fylgjast með í tímum.
Ég verð að fara að breyta til. Verð að skipta um skóla eða eitthvað og sjá hvort þetta breytist eitthvað. Ég bara hef engan áhuga á neinu sem ég er að gera í þessum skóla. Mig langar til að skrópa í hvern einasta tíma og fara bara heim á vist og sofa. Ég er alltaf þreytt, sama hvað ég sef mikið. Kannski er ég bara veik eða eitthvað.

Jæja, nóg af væli í dag. Helgin var fín, kíkti á réttarball í Víðihlíð. Ég fékk frábæra pikköpplínu: "Ef þú værir kind... þá værirðu forystukind". Mér fannst hún æði. Frumlegt, og átti vel við hæfi á réttarballi. Ég fékk líka að heyra að ég væri með bláa áru, sem hljómar mjög spennandi.

Það er úrslitaþátturinn í þessu Rockstar dæmi á morgun. Við höfum haldið Rockstar partý í 116 hjá Birki og Gugga síðustu tvær vikur, en ég hef aldrei náð að horfa á þetta allt. Ég sofna bara. Enda er ég alltaf sofandi. Kannski þarf ég bara nýtt hobbí.

Ég er búin að uppgötva minn helsta galla. Ég tala of mikið um sjálfa mig. Þið hljótið að hafa tekið eftir þessu, ég get talað endalaust um sjálfa mig. Einhver byrjar að segja frá einhverju sem kom fyrir hann, og þá kem ég: "Já, ég blablablabla..." og tekst að snúa umræðunum að mér. Ég held ég þurfi að gera eitthvað í þessu. Ég get ekki ímyndað mér annað en að fólk taki eftir þessu. Vel á minnst, ég fæ útborgað í vikunni. Og þá ætla ég í klippingu og litun. Ætla að fá mér mullet, það verður töff.

Ég er farin að leita mér að lífi. Vinsamlegast afsakið þetta leiðinlega blogg.

-Fanney Dögg.

05 september 2006

Góðan dag

Jæja, tími þessa bloggs er runninn upp. Eftir að hafa þjáðst í rúma viku vegna netleysis hérna í skólanum náði ég loksins að redda þessu.
Já, skólinn er byrjaður aftur. Svo sannarlega. Ég er samt aldrei í neinum tímum afþví það passaði ekkert inná stundatöfluna mína.
Ég og Stella fengum íbúðina aftur, sem kom okkur á óvart. Það er reyndar allt í drasli hérna núna. Ég bíð bara eftir að Stellu detti í hug að taka til afþví ég nenni því ekki.
Busaballið var í Miðgarði á föstudaginn, það var fínt. Mig var reyndar byrjað að svima áður en ég byrjaði að drekka, svo ég var örugglega einsog asni að styðja mig við vegginn alltaf.
Á laugardaginn komu Lára, Jón Gústi og Marcel og náðu í mig. Við fórum á Akureyri(ég var svo drulluþunn að ég hélt að bílferðin yrði mitt síðasta) og ég skoðaði nýju íbúðina sem Lára og Jón Gústi voru að byrja að leigja. Hún er ógó sæt. Einsog þau :D
Helgin mín var semsagt alveg þónokkuð góð.

Fer bara heim næstu helgi, ætla að reyna að vinna eitthvað. Ég er orðin blönk. Það er líka réttarball og eitthvað skemmtilegt, skelli mér líklegast á það.

Og já, þetta blogg er sérstaklega tileinkað Jón Gústa, fyrst hann sagði við mig að bloggið mitt hefði bjargað lífi hans síðasta vetur. Það var fallega gert af honum.

Þetta er nóg í bili, ætla að setja myndir og eitthvað drasl hérna inn.

Fanneydögg.