beeiiil
Ég er algjör bloggbeiler. Allavega...
Í síðustu viku fór ég á hestbak með íþróttaáfanganum. Haha, miðað við hvernig það fór í fyrra ákvað ég að fara varlega, og lét Stellu teyma undir mér. Það var rosalegt.
Síðustu helgi fór ég á Akureyri á djammið og hitti Láru og Jón Gústa og Marcel. Fór líka með Óla í Sjallann á föstudagskvöldinu á Dr. Mister & Mr. Handsome. Það var töff. Á laugardeginum var bara tekið því rólega og djammað meira, og svo endaði allt í rooosalegu drama seinna um kvöldið. Úff.
Þessi vika hefur verið ágæt, ég sef allan daginn á milli þess sem ég kannski nenni að mæta í skólann. Þessi skóli er að gera útaf við mig úr leiðindum. Ég held ég sé að falla í íslensku. Ég er með frjálsa mætingu, svo ég hef bara mætt í fjóra tíma eða eitthvað það sem af er önninni. Reyndar efast ég sterklega um að ég sé að missa af einhverju í þessum tímum. Það eru alltaf einhver ferðalög og eitthvað, á minjasafnið og á Hóla og eitthvað sem kemur námsefninu nákvæmlega ekkert við. Leiðinlegt!
Ég er aftur byrjuð að prjóna. Næstum búin með eina húfu handa Birki, hún verður vafalaust rosalega flott. Þannig, núna má ég örugglega vera ein af svölu krökkunum. Ég er komin með hobbí.
Metakvöld NFNV var á miðvikudaginn. Ævar vann pilsnerdrykkjukeppnina, það kom engum á óvart.
Það er frí í skólanum í dag (ég hefði hvorteðer bara þurft að fara í einn tíma) svo ég kom heim á Tangann í gær. Það er ágætt, fór út að hitta Láru og Sunnu og Ævar. Síðan voru ljósin slökkt í bænum og það varð dimmt.
Ég held ég beili bara á laufskálaréttaballi á morgun. Djamma bara hérna á Tanganum í staðinn, það verður gaman.
Btw, þið þurfið ekki að segja mér það, ég veit það. Ég er leiðinlegasti bloggari í heimi.
Farin að gera eitthvað rosalega óuppbyggilegt,
-fanneydögg
Í síðustu viku fór ég á hestbak með íþróttaáfanganum. Haha, miðað við hvernig það fór í fyrra ákvað ég að fara varlega, og lét Stellu teyma undir mér. Það var rosalegt.
Síðustu helgi fór ég á Akureyri á djammið og hitti Láru og Jón Gústa og Marcel. Fór líka með Óla í Sjallann á föstudagskvöldinu á Dr. Mister & Mr. Handsome. Það var töff. Á laugardeginum var bara tekið því rólega og djammað meira, og svo endaði allt í rooosalegu drama seinna um kvöldið. Úff.
Þessi vika hefur verið ágæt, ég sef allan daginn á milli þess sem ég kannski nenni að mæta í skólann. Þessi skóli er að gera útaf við mig úr leiðindum. Ég held ég sé að falla í íslensku. Ég er með frjálsa mætingu, svo ég hef bara mætt í fjóra tíma eða eitthvað það sem af er önninni. Reyndar efast ég sterklega um að ég sé að missa af einhverju í þessum tímum. Það eru alltaf einhver ferðalög og eitthvað, á minjasafnið og á Hóla og eitthvað sem kemur námsefninu nákvæmlega ekkert við. Leiðinlegt!
Ég er aftur byrjuð að prjóna. Næstum búin með eina húfu handa Birki, hún verður vafalaust rosalega flott. Þannig, núna má ég örugglega vera ein af svölu krökkunum. Ég er komin með hobbí.
Metakvöld NFNV var á miðvikudaginn. Ævar vann pilsnerdrykkjukeppnina, það kom engum á óvart.
Það er frí í skólanum í dag (ég hefði hvorteðer bara þurft að fara í einn tíma) svo ég kom heim á Tangann í gær. Það er ágætt, fór út að hitta Láru og Sunnu og Ævar. Síðan voru ljósin slökkt í bænum og það varð dimmt.
Ég held ég beili bara á laufskálaréttaballi á morgun. Djamma bara hérna á Tanganum í staðinn, það verður gaman.
Btw, þið þurfið ekki að segja mér það, ég veit það. Ég er leiðinlegasti bloggari í heimi.
Farin að gera eitthvað rosalega óuppbyggilegt,
-fanneydögg
5 Comments:
Var slökkt á ljósunum á hvammstanga?! omg!
Það var ekki slökkt ljósið í bænum, bara svona annað slagið. Hahah. Stundum gekk maður á fólk og bíla og datt um götuna, og sumstaðar var maður eins og á hábjörtum degi.
það var ekki slökkt heima hjá mér. þetta er ósanngjarnt.
Það var v´sit slökkt í bænum en það var svo mikið að heimaljósum að það breytti engu, ég var í Grafarvogi og þar sást það og svo sást það á Akranesi
er þetta "það" sem Helga talar um einhvða hræðilegt?
Ég skildi ekki það sem Helga sagði. Og það sást nú einhver munur í bænum. Það var slökkt eiginlega í öllum heimahússum, það voru bara fyrirtækja skilti og fyrirtæki sem voru með kveikt á ljósum
Skrifa ummæli
<< Home