11 september 2006

Gay Dancer

Kannist þið við tilfinninguna að fá bara ógeð á öllu? Ég nenni þessu ekki lengur. Ég er komin með ógeð á sjálfri mér og öllu sem ég hef verið að gera upp á síðkastið. Mér tekst aldrei að gera neitt af viti. Ég hugsa alltaf með mér að ég ætli að taka mig á, en geri það aldrei. Ég er strax komin með mesta námsleiða í heimi, þó skólinn sé varla byrjaður. Ég er alltaf þreytt, alltaf utan við mig og mér tekst aldrei aldrei að fylgjast með í tímum.
Ég verð að fara að breyta til. Verð að skipta um skóla eða eitthvað og sjá hvort þetta breytist eitthvað. Ég bara hef engan áhuga á neinu sem ég er að gera í þessum skóla. Mig langar til að skrópa í hvern einasta tíma og fara bara heim á vist og sofa. Ég er alltaf þreytt, sama hvað ég sef mikið. Kannski er ég bara veik eða eitthvað.

Jæja, nóg af væli í dag. Helgin var fín, kíkti á réttarball í Víðihlíð. Ég fékk frábæra pikköpplínu: "Ef þú værir kind... þá værirðu forystukind". Mér fannst hún æði. Frumlegt, og átti vel við hæfi á réttarballi. Ég fékk líka að heyra að ég væri með bláa áru, sem hljómar mjög spennandi.

Það er úrslitaþátturinn í þessu Rockstar dæmi á morgun. Við höfum haldið Rockstar partý í 116 hjá Birki og Gugga síðustu tvær vikur, en ég hef aldrei náð að horfa á þetta allt. Ég sofna bara. Enda er ég alltaf sofandi. Kannski þarf ég bara nýtt hobbí.

Ég er búin að uppgötva minn helsta galla. Ég tala of mikið um sjálfa mig. Þið hljótið að hafa tekið eftir þessu, ég get talað endalaust um sjálfa mig. Einhver byrjar að segja frá einhverju sem kom fyrir hann, og þá kem ég: "Já, ég blablablabla..." og tekst að snúa umræðunum að mér. Ég held ég þurfi að gera eitthvað í þessu. Ég get ekki ímyndað mér annað en að fólk taki eftir þessu. Vel á minnst, ég fæ útborgað í vikunni. Og þá ætla ég í klippingu og litun. Ætla að fá mér mullet, það verður töff.

Ég er farin að leita mér að lífi. Vinsamlegast afsakið þetta leiðinlega blogg.

-Fanney Dögg.

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég elska þig:*

11/9/06 22:41  
Blogger fneyd said...

Ekki slæmt.

12/9/06 08:01  
Anonymous Nafnlaus said...

það er ekkert annað.. gaman að sjá þig á ballinu:D

12/9/06 10:28  
Anonymous Nafnlaus said...

jájá partýin hjá okkur eru best:P

12/9/06 15:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Mamma þín er best

13/9/06 11:20  

Skrifa ummæli

<< Home