Góðan dag
Jæja, tími þessa bloggs er runninn upp. Eftir að hafa þjáðst í rúma viku vegna netleysis hérna í skólanum náði ég loksins að redda þessu.
Já, skólinn er byrjaður aftur. Svo sannarlega. Ég er samt aldrei í neinum tímum afþví það passaði ekkert inná stundatöfluna mína.
Ég og Stella fengum íbúðina aftur, sem kom okkur á óvart. Það er reyndar allt í drasli hérna núna. Ég bíð bara eftir að Stellu detti í hug að taka til afþví ég nenni því ekki.
Busaballið var í Miðgarði á föstudaginn, það var fínt. Mig var reyndar byrjað að svima áður en ég byrjaði að drekka, svo ég var örugglega einsog asni að styðja mig við vegginn alltaf.
Á laugardaginn komu Lára, Jón Gústi og Marcel og náðu í mig. Við fórum á Akureyri(ég var svo drulluþunn að ég hélt að bílferðin yrði mitt síðasta) og ég skoðaði nýju íbúðina sem Lára og Jón Gústi voru að byrja að leigja. Hún er ógó sæt. Einsog þau :D
Helgin mín var semsagt alveg þónokkuð góð.
Fer bara heim næstu helgi, ætla að reyna að vinna eitthvað. Ég er orðin blönk. Það er líka réttarball og eitthvað skemmtilegt, skelli mér líklegast á það.
Og já, þetta blogg er sérstaklega tileinkað Jón Gústa, fyrst hann sagði við mig að bloggið mitt hefði bjargað lífi hans síðasta vetur. Það var fallega gert af honum.
Þetta er nóg í bili, ætla að setja myndir og eitthvað drasl hérna inn.
Fanneydögg.
Já, skólinn er byrjaður aftur. Svo sannarlega. Ég er samt aldrei í neinum tímum afþví það passaði ekkert inná stundatöfluna mína.
Ég og Stella fengum íbúðina aftur, sem kom okkur á óvart. Það er reyndar allt í drasli hérna núna. Ég bíð bara eftir að Stellu detti í hug að taka til afþví ég nenni því ekki.
Busaballið var í Miðgarði á föstudaginn, það var fínt. Mig var reyndar byrjað að svima áður en ég byrjaði að drekka, svo ég var örugglega einsog asni að styðja mig við vegginn alltaf.
Á laugardaginn komu Lára, Jón Gústi og Marcel og náðu í mig. Við fórum á Akureyri(ég var svo drulluþunn að ég hélt að bílferðin yrði mitt síðasta) og ég skoðaði nýju íbúðina sem Lára og Jón Gústi voru að byrja að leigja. Hún er ógó sæt. Einsog þau :D
Helgin mín var semsagt alveg þónokkuð góð.
Fer bara heim næstu helgi, ætla að reyna að vinna eitthvað. Ég er orðin blönk. Það er líka réttarball og eitthvað skemmtilegt, skelli mér líklegast á það.
Og já, þetta blogg er sérstaklega tileinkað Jón Gústa, fyrst hann sagði við mig að bloggið mitt hefði bjargað lífi hans síðasta vetur. Það var fallega gert af honum.
Þetta er nóg í bili, ætla að setja myndir og eitthvað drasl hérna inn.
Fanneydögg.
1 Comments:
en gaman, fanney aftur komin í heiminn.
Skrifa ummæli
<< Home