18 september 2006

Birkir Þór er ágætur


Góðan dag. Bara komin vika síðan ég bloggaði síðast og ég tók ekki eftir neinu. Síðasta vikan hérna á vistinni var ágæt svosem, vakið fram eftir nóttu til að horfa á Rock Star og kúrt hjá Birki. Ekki slæmt.
Blogger fer svolítið í taugarnar á mér stundum. Það tekur alltaf nokkra klukkutíma að fá nýju bloggin inn. Vesen. En jah, ekki er það ég sem les þetta, svo það skiptir litlu fyrir mig.
Fór bara heim á Tangann síðustu helgi. Fór út með Ævari og Láru á föstudagskvöldið, og ég og Lára sátum úti langt fram eftir nóttu og töluðum bara. Djöfull er það best. Ég elska Láru.
Á laugardaginn svaf ég bara og fór svo í æfingarakstur með pabba. Það er ekkert svalara en að fara á rúntinn með pabba í framsætinu á ljóta Renaultinum. Gaman að segja frá því að mér gekk alveg þónokkuð vel. Allavega miðað við hvað ég fer sjaldan að keyra. Vonum bara að ég nái prófinu þegar að því kemur.
Vá hvað ég hef ekkert að segja. Lalalalala.
Það leið næstum yfir mig í ensku í dag. Það var rosalega gaman. Ég var svo slöpp að ég skrópaði bara í næstu tvo tíma á eftir í tilefni dagsins.
Næstu helgi er ég svo að spá í að skreppa á Akureyri. Djamma pínu með Láru, Jón Gústa og fleiri góðum félögum. Ég á það alveg skilið.
Klipping og litun á miðvikudaginn, veit ekki alveg hvað ég á að láta gera, en það verður eitthvað skemmtilegt.

Blahh ég er svo leiðinlegur bloggari. Sorrí. Skelli inn einni mynd af Steve Sanders úr Beverly Hills 90210 hérna til að bæta ykkur þetta upp. Gleður augað.

-fanneydögg

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já, það er ekki hægt að segja annað en að augað mitt sé mjög glatt í augnablikinu.

20/9/06 14:42  
Blogger fneyd said...

Þú ert líka með svo glöð augu.

20/9/06 18:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Úff, glöð augu.

22/9/06 14:34  

Skrifa ummæli

<< Home