27 mars 2008

asdf

Ég kláraði páskaeggið mitt loksins áðan. Er búin að vera að vesenast með það í meira en viku, en þetta tókst loksins. Samt besta páskaegg sem ég hef fengið, ekkert rjómasúkkulaðisull, bara alvöru dökkt súkkulaði. Skólinn er byrjaður aftur eftir páskafríið. Fríið var alltof stutt, eyddi alltof miklu af því í vinnunni, en þá verður bara meira fjör þegar ég fæ næsta launaseðil. Þá daga sem ég átti frí eyddi ég mest í Keflavík, kíkti meiraðsegja á djammið á laugardagskvöldið. Það var fínt sko. Fór svo norður á páskadag og átti smá tíma heima að borða mat. Oh ég elska matinn heima. Mamma gaf mér svo nokkrar lambalærissneiðar í nesti, sem bíða eftir mér í frystinum, þangað til ég man eftir að taka þær út.
Er í fríi um helgina, ætla að sofa út og éta rusl. Hlakka mikið til þess.
Ég hef ekkert merkilegt að segja, þar sem ég lifi einstaklega viðburðasnauðu lífi.
Það eru 78 dagar í að ég fari út. Alltof langt, ég get ekkert beðið svona lengi. Er búin að vera að pakka niður og búa til innkaupalista í huganum, en það er víst of snemmt að byrja núna.
Það eru líka minna en tveir mánuðir í að ég útskrifist, eða sjö vikur og tveir dagar. Skólinn er að gera mig taugaveiklaða, mér finnst eins og ég eigi eftir að falla í öllu og aldrei útskrifast. Ritgerðirnar og verkefnin hrannast upp og kennararnir eru að missa vitið og ég held ekki í við þá.
Ég er líka að fara á taugum yfir því að krónan eigi eftir að deyja og peningasafnið mitt dugi í bara tvo skitna ástralska dali. Sem betur fer var ég samt búin að borga öll flugin, tékkaði á londonfluginu áðan og það var búið að hækka um 8700 síðan ég borgaði það. Get ekki séð hvað ástralíuflugið ætti að kosta núna, en það var borgað í pundum svo það hefur hækkað heilmikið örugglega. Farið algjörlega út í rugl. Bensínlítrinn kostar tvö nýru og eitt milta þessa dagana, og það er meira en ég hef efni á. Og núna er ég ekkert viss hvort ég vilji nokkuð koma til baka. Lét mér detta í hug í dag að flytja til Færeyja, en ég fann engar atvinnusíður. Ef einhver veit um skemmtilega vinnu í föröyar má endilega láta mig vita. Ég er framtíðarlaus í augnablikinu og bráðvantar valkosti.

Farin að sofa, skóli í fyrramálið (langar samt miklu meira til að eyða morgundeginum í sófanum hérna heima og horfa á friends).

-Fanney

07 mars 2008

Búin að panta ferðina :D

Fljúgum frá London til Sydney í Ástralíu 15. júní, með millilendingu í Kúala Lúmpúr(já það er alvöru borg!), eyðum rúmum mánuði í að gera einhverja bölvaða vitleysu, og á bakaleiðinni förum við frá Brisbane, 17. júlí, millilendum aftur í Kúala Lúmpúr og lendum svo loksins í London.

Haha, ég er svo spennt, þetta verður tær snilld. Ég er búin að panta að fara til Melbourne og fá að skoða Ramsay Street, annað kemur ekki til mála. Er samt pínu stressuð fyrir fluginu, meira en sólarhrings langt flug og mér finnst alls ekkert gaman að fljúga. Er samt komin með aldur til að svolgra í mig í flugvélinni, ég verð þessi með hvítvínið í litlu flöskunum. Þetta verður rosa fjör.

Alltof langt í þetta samt. Langar að byrja strax að pakka niður, haha.

-Fanney