07 nóvember 2007

Róm

(Myndirnar eru litlar og sumstaðar bara á mæspeis linkum, blogger myndakerfið er að skíta á sig)

Rómarferðin var fín. Fórum frá Íslandi á sunnudagsmorgni í hríð (fluginu var meiraðsegja seinkað vegna snjókomunnar) og lentum í Róm í glampandi sólskini og 25°c hita. Ekki slæmt. Komum okkur fyrir á hótelinu sem var frekar spes staður með frekar spes lykt. Við gerðum nokkurnveginn allt sem er möst að gera í Róm. Byrjuðum á að skoða Péturskirkjuna sem var geggjað töff. Eða reyndar skoðuðum við bara Péturstorgið, það var einhver messa í kirkjunni sem var blastað út á torgið og kardínálar í rauðum kjólum voru útum allt og fullt af nunnum og svona. Rákumst samt ekki á páfann, hann var víst á túr og hélt sig bara heima.
Free Image Hosting at www.ImageShack.us
Péturskirkjan, svona sæt og fín (getið smellt á myndina til að stækka hana).
Free Image Hosting at www.ImageShack.us
Aðalkardínálinn (við hittum hann aftur eitt kvöldið á piazza navona þar sem hann var að reykja súkkulaðijónu)

Við fórum líka í musei vaticano sem var mjög fínt. Hittum fullt af frægum gaurum þar, plús að við tékkuðum á sixtínsku kapellunni, feis!
Free Image Hosting at www.ImageShack.us
Þessi gaur lét sig ekki vanta, þó hann væri eilítið upptekinn í einhverju slönguveseni.
Free Image Hosting at www.ImageShack.us
Anubis mætti líka í fjörið.
Free Image Hosting at www.ImageShack.us
Þessi var ekki alveg jafn hress, enda hafði hann verið dauður í 5000 ár eða svo. Samt krútt.

Við fórum í hestvagnaferð á öðrum deginum, þar sem einhver ítalskur foli sýndi okkur allt aðalstöffið í miðbænum.
Free Image Hosting at www.ImageShack.us
Hérna erum við gellurnar svona líka ferskar í hestvagninum, og má sjá í Pantheon hofið fyrir aftan okkur.

Létum okkur ekki vanta í Colosseum þó það væri grenjandi rigning. Okkur var boðið upp á mjög góða skoðunarferð á ensku með guide og svona; allur hópurinn fékk rosa flottar talstöðvargræjur til að geta hlustað á kellinguna tala um hringleikahúsið á meðan við röltum í gegnum það. En vá þessi kelling talaði sko alverstu ensku sem ég hef nokkurn tímann heyrt, við skildum ekki orð af því sem hún sagði, og þegar hún var búin að dásama einhvern vegg í 10 mínútur og var farin að verða aðeins of innileg við þessa frááábæru múrsteina í veggnum gáfumst við upp og stungum af.
Free Image Hosting at www.ImageShack.us
Og þetta er Colosseum, sem var ekki alveg eins innanfrá og við höfðum ímyndað okkur. Aðeins öðruvísi en í The Gladiator, en samt mjög töff.
Mynd
Tröppurnar í Colosseum voru HRYLLINGUR! Ég hélt að ég færi að gráta, ég bjóst við að rúlla bara niður og mölva á mér hausinn á marmaranum. Ég ríghélt mér bara í handriðið og Björt fannst ég vera aumingi.
Mynd
Við hittum líka þennan geðveikt sæta skylmingaþræl. Hann var fullur og fjölþreifinn, en samt algjört hönk ;)

Við létum okkur heldur ekki vanta á djamminu; djömmuðum með tveimur hópum af contiki krökkum á hótelbarnum, spes að kynnast krökkum sem maður á örugglega aldrei eftir að hitta aftur. Ástralar, Nýsjálendingar, Suðurafríkanar... skemmtilegt lið.

Rétt hjá hótelinu okkar var svo bar sem var opinn allan sólarhringinn. Þar eyddum við nokkrum evrum og klukkutímum og vinguðumst við barþjónana og fastakúnnana.
Mynd
Þessi gamli var ALLTAF að vinna þarna. Hann var frá Sikileyjum og vildi sko bara selja okkur Sikileyskt hvítvín, haha. Svo vildi hann fá smá sopa sjálfur. Sæti sæti.

Ítölsku karlmennirnir voru einstakir. Við máttum hvergi fara án þess að það væri kallað "Ciao bella!" á eftir okkur, sumir þeirra stukku nánast útúr bílum á ferð til að kalla á okkur og reyna að ná athygli okkar. Mjög fyndið. Þeir fíla sko náhvítar stelpur eins og okkur.

Mynd
Ég og Björt fengum okkur eins peysur!

Við náðum góðum tökum á rómverska lestarkerfinu, bæði úthverfalestunum og metro, og fannst mjög spes að vera þar á kvöldin og það voru bara sofandi rónar út um allt á stöðvunum. Fórum á óperusýningu í St. Paul's kirkjunni Within the walls, sem var mjög flott. Frábærir söngvarar að syngja nokkrar frægustu aríur heimsins. Þar hittum við meiraðsegja Íslendinga, haha. Það var reyndar smá truflandi hvað það heyrðist mikið í þrumuveðrinu og löggu og- sjúkrabílunum inn í kirkjuna. Ekki alveg að gera sig.

Í augnablikinu man ég ekki hvað við gerðum fleira. Fluginu heim var frestað endalaust; vorum fastar í check-in röðinni á Fiumichino flugvelli í meira en tvo tíma, og þegar við loksins gátum tékkað okkur inn var alltaf verið að fresta fluginu meira. Glatað. Komum svo heim í rok og rigningu og kuldinn var að gera útaf við okkur.

Var að vinna síðustu helgi í Smáralind, og það voru krakkadagar. Ég ætla ALDREI aftur að vinna þegar það eru svona krakkadagar. Algjör hryllingur. Heill laugardagur, fimm tímar. Öskrandi krakkar allstaðar, gervisnjór, karaókí keppni (ég heyrði oops i did it again og livin la vida loca þrjátíu sinnum sungið falskt á tveimur tímum), bjarni töframaður að syngja teletubbies lagið (??) og margt sem var svo slæmt að ég get ekki einusinni hugsað til þess.
Svo mætti ég á sunnudeginum, ánægð með að þessu væri lokið, en nei! Nákvæmlega sama prógrammið var aftur þá. Mig langaði að gráta. Hljóðkerfið var svo hátt stillt að ég þurfti að öskra á viðskiptavinina til að þeir myndu heyra í mér, og hver getur tekið mark á öskrandi sölumanni með gervisnjó í hárinu?

Það styttist í sweet eighteen og jólafrí. Ég verð í kvh um jólin, bíðið spennt.

-fanney