30 janúar 2007

...


Kannist þið við það að sitja í tíma, manni finnst að maður hafi verið í þessum eina tíma í margar vikur því þetta er svo lengi að líða, en svo er tíminn bara hálfnaður? Þýska í hnotskurn hjá mér. Hjarta mitt grætur sex sinnum í viku þegar för minni er heitið í stofu 205.
Mér er líka svo illt í munninum, er að fá endajaxla og þeir meiða mig svo mikið.

Það getur ekkert glatt mig á þessum tímum, nema við vinnum Danina á eftir. Rétt í þessu var nærmynd á fésið á einum Dananum, hann var grenjandi eins og smástelpa. Það ætti að lofa góðu.

Þorrablót á Tanganum um helgina.

-fney


ps: straight lines singúllinn kemur út á föstudaginn, tékk it át!

23 janúar 2007

...

Mér finnst ekkert gaman að blogga. Einusinni fannst mér það gaman, en það er liðin tíð.
Annars er ósköp lítið að frétta. Mér tókst að vera veik í þrjá daga í síðustu viku, það var ekkert rosalega gaman. Missti af úr skólanum og vesen. Um síðustu helgi keyrði ég svo heim á þeim gula. Það var gaman. Eða nei, það var ekkert rosalega gaman. Það var samt gaman að hafa bílinn heima. Helgina áður var ég nefnilega ekki með bílinn, svo ég þurfti að fá renóinn lánaðan þegar ég og Andri skruppum útí sjoppu. Mér finnst renóinn ekkert skemmtilegur. Hann er svo stór og stífur og fullur af allskonar múrdrasli.
En jæja, síðustu helgi fór ég heim á mínum elskulega bíl. Mig langaði í grænmetislasagne svo ég skellti mér í eldamennsku. Það var best. Á laugardeginum nennti ég ekki að gera neitt, nema ég eldaði aftur grænmetislasagne (ég get gefið ykkur uppskriftina ef þið viljið!), og Andri og Kiddi elduðu eitthvað annað fyrir sig. Svo fórum við að horfa á Star Wars! Þetta er kannski ekki eitthvað sem maður á að vera að segja fólki frá, en allavega höfðum við Star Wars maraþon. Ógsla töff. Ég gafst reyndar upp eftir fjórar og fór bara að sofa. Þó Harrison Ford hafi verið ferskur og sætur fyrir 30 árum, nennti ég ekki að horfa á þessar gömlu. Strákarnir horfðu á þær allar og voru víst að til kl 9 um morguninn. Ég er of mikill ræfill til að vaka allar nætur. Mér finnst ekki einusinni gaman lengur að fara á fyllerí.
Þorrablótin nálgast samt óðum, geri ráð fyrir að maður fái sér aðeins neðan í því þá. Ég ætla samt að taka því aðeins rólegar en á Þorrablótinu í fyrra, það er víst. Veit samt ekki hvort ég nenni á nein önnur en bara heima á Tanganum.

Gaman að segja frá því að ég er búin að mæta í alla tímana mína þessa vikuna. Það er afrek. Reyndar er bara þriðjudagur, eeeen. Afrek samt sem áður.
Það er yndisleg bökunarlykt hérna, var að baka smákökur :D

Ísland vann Frakkland í gær, góður leikur. Ég tapaði fyrir Söreir í jatsí í gær, ekki jafn góður leikur.

66 dagar, 9 klst, 51 mín og 11 sek í að Young Modern komi út. Hah. Og nei, ég reiknaði þetta ekki út, það er niðurteljari á chairpage. Ég er ekki einusinni viss hvaða dagur þetta verður.

Annars, hafið það gott. Lotsa lövs.

-fanneydögg

11 janúar 2007

,,,

Jæja, komið nýtt ár, og fjórða önnin mín í fnv byrjuð. Ég er í einhverjum skitnum 25 einingum, en er í alveg þrem áföngum utanskóla, sögu 303 og ensku og íslensku 403. Er líka að taka tvo þýskuáfanga, það verður eitthvað fróðlegt. Tek líka enga stærðfræði þessa önnina sem er ósköp ljúft. Í vor verð ég semsagt búin með 90 einingar, gæti semsagt klárað stúdentinn á þremur árum ef ég myndi halda áfram hér í fjölbraut... en ég ætla ekki að gera það :D
Fer miklu frekar bara suður og klára á þrem og hálfu.
Lítið að frétta. Vann og vann og vann allt jólafríið, svo ég á smá pening aukreitis. Stór hluti af honum samt farinn í bensín, nammi og skólabækur svo ég er aftur orðin fátæk.
Áramótin voru ágæt. Fór á ball á Tanganum sem var svosem fínt, ég var bara svo þreytt að ég gafst nánast upp og var bara beiler.
Gerði mér líka ferð í höfuðborgina síðustu helgi og hélt áfram að eyða laununum mínum.
Núna erum ég og Gulur bara flutt á vistina. Honum finnst það ágætt, nema þegar það er kalt og lásarnir frjósa. Það er ekkert rosalega gaman. Ég gaf honum samt ný rúðuþurrkublöð áðan.
Ég er ekki enn búin að keyra útaf hér í Skagafirðinum, og það eru ekki komnar gular rispur á neina bíla hérna. Sko kjéllinn! Ég ætla samt að skilja eftir gula rönd á bílnum hans Auðuns bráðum, hann á það skilið.
Björt er líka mætt á Krókinn, sem er töff.


Þetta ár verður ágætt, einsog einn kennarinn minn orðaði það: "Þetta er Bond árið, 007...". Írlandsferðin okkar stelpnanna, ég flyt suður og verð loksins 18 ára. Getur ekki verið svo slæmt.


-fanneydögggg