23 ágúst 2007

Reykvíkingur?

Jæja, ég er flutt suður. Fyllti gulu hættuna af pappakössum á sunnudaginn og brunaði suður. Fyrst skellti ég mér þó á 17. helgar ball í Víðihlíð á laugardagskvöldinu, en þetta var eitthvað glatað ball og ég var sko komin heim fyrir þrjú. Það hefur aldrei gerst áður. Ég nennti ekki einusinni að detta í það.

En jæja, ég er allavega búin með tvo daga sem formlegur MH-ingur. Ég er ekki alveg búin að venjast þessum skóla, ég er ennþá eins og asni með kort af skólanum og eitthvað og veit ekki neitt. Þetta reddast samt örugglega.

Og það gengur alls ekki svo illa að keyra hérna. Ég er ekki ennþá búin að keyra á neitt eða neinn, hef reyndar verið mjög nálægt því nokkrum sinnum en þá er bara flautað á mig og svona. Ég rata alveg í skólann og til baka, og það dugar mér alveg. Fór svo niður í bæ í dag í klippingu, villtist aaaðeins og nældi mér líka í stöðumælasekt. Já ég er töff.

Gaman að segja frá því að ég er búin að laga á mér hárið. Það er ekki lengur gráleitt og úfið og ógreiðanlegt, heldur fallegt, slétt, snyrtilegt og dökkbrúnt. Kominn tími til sko. Fór á 101 skjöldur og það var gaman. Geggjað sætir og skemmtilegir strákar sem vinna þarna.

Ég er líka komin með vinnu! Er að byrja að vinna hjá Atlantsolíu uppí Kringlu, ég verð öðru hverju uppáþrengjandi gellan sem býður fólki dælulykla. Mér finnst þetta alveg rosalega skemmtileg vinna, tveggja ára þjálfun í afgreiðslubrosinu í kvh bjargar mér alveg.

Háttatími, bæ.

16 ágúst 2007

fyrsta blogg sumarsins...

...eða svona næstum því.

Jæja, hinir langþráðu Silverchair tónleikar voru síðasta föstudagskvöld og voru dásamlegir. Ég og Anna mættum í Brixton Academy(sem er btw tónleikahöll sem er einsog hún sé klippt útúr romeo og juliet leikmynd) í nýjum kjólum og klöppuðum eins og vitleysingar, auk þess að spjalla við sætu bretana við hliðiná okkur í bestu sætum á svölunum. Þeir sögðu ekkert nema "marvelous" enda voru þeir alveg gríðarlega breskir.
Forever like red hituðu upp, og voru alls ekki slæmir. Silverchair voru samt bestir. Daniel Johns hef
ur aldrei verið flottari og bræddi hjörtu allra í höllinni. Ég hélt ég myndi fara að gráta af gleði þegar þeir tóku Emotion Sickness (eða ókei, ég fór reyndar að gráta í alvörunni... tvisvar). Setlistinn einkenndist mest af Young Modern lögum, þó þeir hafi tekið Emotion Sickness og Ana's song bara fyrir mig. Ég get ekki haft fleiri orð um þessa tónleika, þar sem ég kann engin nógu fullkomin orð til að lýsa þessu. Ég bara elska Silverchair og ætla pottþétt aftur á tónleika með þeim.
Mynd í eigu Linn Arvidson, neyvaa.livejournal.com


Við eyddum fjórum dögum í London sem var aaalltof lítið. Veðrið var samt yndislegt, brjálaður hiti og sól allan tímann. Versluðum heilmikið, finnst ég samt alls ekki hafa keypt nóg. Fórum í London Eye og sáum allt þaðan sem máli skiptir í London, hallirnar og Big Ben og allt það. Fórum líka í Madame Tussaud's vaxmyndasafnið og hittum fullt af frægu fólki. Ég smellti einum á Spiderman, slúðraði við Madonnu og stóð við hliðiná Angelina Jolie án þess að fatta það. Það var ógeðslega mikið af fólki þarna inni, og þá fór ég að spá: "afhverju er þessi glataði túristi í síðkjól?". Þegar ég horfði betur á hana var það bara Angelina í vaxformi. Hallærislegt, ha. Þar fórum við líka í skemmtilega taxilestarferð um sögu london, og svo í bíó þar sem stuttteiknimynd var sýnd í loftinu. Það var skrítið.
Fórum líka í Victoria & Albert listasafnið sem var geeeðveikt. Það er risastórt h
ús með gati í miðjunni með tjörn og allt. Svo var 50 m há eftirlíking af einhverjum turni bara inní safninu, það fannst mér rosalega spes.

Mér fannst allt yndislegt við London. Subbulegu litríku leigubílarnir, neðanjarðarlestirnar sem var alltaf sjóðandi hiti í, fólkið segir ekkert nema "excuse me", "sorry" og "marvelous" og eru yfirkurteis og eru alltaf geim í að standa í biðröð, ofvöxnu dagblöðin, channel 4, eldgömlu húsin, tannlausu indverjarnir að troða upp á mann götublöðu... langar þangað aftur.

BBC tók svo viðtal við mig á Heathrow á mánudaginn, fóru að spyrja mig útí álit mitt á loftslagsbreytingunum, flugvélum og mótmælendunum. BBC kallinn var svo ósammála mér að það var næstum fyndið, honum fannst ég augljóslega grunnhyggnasta manneskja í heimi afþví ég var ekki til í að hætta að nota flugvélar. Kommon, ég ætla ekki að vera föst á Íslandi að eilífu. Ég held samt að hann hafi klippt mig úr fréttunum.

Hótelið okkar var mjög flott, fjögurra stjörnu með heilsuklúbb og spa og öllu, nema það var ekki alveg tilbúið og það voru endalaust iðnaðarmenn að smíða og föndra í lobbíinu. Lyfturnar voru líka báðar bilaðar, sem betur fer vorum við bara á annarri hæð. Brunabjallan fór líka í gang ALLAR þrjár næturnar sem við vorum þarna. Það var mjög spes.
Svo þurfti maður að nota heilsuklúbbslyftuna til að komast í heilsuklúbbinn, og hún var andsetin. Mig og Önnu langaði í heita pottinn og það tók okkur óralangan tíma að komast þangað, lyftan fór alltaf á einhverjar vitlausar hæðir, og hún fraus nokkrum sinnum og það var svo fyndið. Við komumst samt í pottinn!


Það er svo langt síðan ég bloggaði að ég veit ekki hvað ég er búin að gera síðan. Fór suður eina helgina með
Björt þar sem við eyddum aleigu okkar í eitthvað drasl, það var gaman. Var að vinna alla versló. Heyrðu já svo var Unglist þarna einhverntímann, fantasían var best, ég var að mála Áka í Body Paint. Ævar og Karl Ásgeir unnu okkur samt, en það var bara afþví ég reddaði þeim einhverjum klúrum karlastrengjum úr klámbúð. Subbustrákar.

Áki sem Spiderman, geeeggjað flottur.

Og allir í sýningunni; Áki, Sunna Marý, Ævar og Karl Ásgeir (besta framkoman), Lára, Björt, Carolyn, og Lilja (flottasta módelið).


Svo voru auðvitað stomp og tónleikar í Borgarvirki. Ég var í stompinu, það var ískalt og ég er ekkert smá taktlaus (hvað var ég aftur að gera þarna?) svo þetta var frekar asnalegt. Fengum samt nokkur hrós, en sumir halda því fram að þau hafi einungis verið kaldhæðni.
Svo var ball með Sniglabandinu, ótrúlega mikið af fólki, ég var í mjög háhæluðum skóm og datt í það, en fótbrotnaði ekki! Snilld. Reyndar var veskinu mínu stolið. Það var ekkert í því nema bíllyklarnir og myndavélin mín. Ég sakna veskisins mest, það var fullkomið. Þessi gay þjófur hélt dömuveskinu eftir og myndavélinni (og í henni voru bara myndir af hálfnöktum gaurum síðan úr bodypaintinu), en skilaði lyklunum inn í næsta hjondæ sem hann sá! Kommon. Hvert er æska landsins að fara, pfft.

Ég hætti í kaupfélaginu á morgun. Sem betur fer, ég nenni ekki að vera þarna lengur. Og ég nenni ekki heldur að baka köku handa þeim, þau hafa ekki gott af því. Brynja átti afmæli í dag og kom með þriggja hæða hlussutertu í dag sem kláraðist strax. Kannski ég verði bara plebbi og splæsi í eina bakarísköku í kaffinu á morgun, og jafnvel rjóma með. Meiru nenni ég ekki.
Þarf svo að drífa mig í að klára að pakka öllu niður, ætla svo á ball í víðihlíð á laugardaginn, og flytja svo suður á sunnudaginn. Á svo að mæta í MH á nýnemafund á mánudaginn. Þori því ekki. Veit ekki einusinni hvar þessi skóli er eða hvernig hann lítur út, þarf að redda mér korti og merkja leiðina þangað. Er búin að fá stundatöfluna mína, en starfsfólkið þarna er eitthvað rosalega nískt á tímana mína, skráði mig í 25 einingar en fékk bara 9. Þarf að láta laga það, annars verð ég aldrei stúdent. Og ég vil verða stúdent í vor, nenni þessarri vitleysu ekki lengur. Veit reyndar ekkert hvað ég á að gera þá, verð að finna mér eitthvað sniðugt. Veit ekki hvort ég nenni strax í háskóla, þetta verður að koma í ljós.

Og þá er ég búin að blogga. Takk fyrir.