Reykvíkingur?
Jæja, ég er flutt suður. Fyllti gulu hættuna af pappakössum á sunnudaginn og brunaði suður. Fyrst skellti ég mér þó á 17. helgar ball í Víðihlíð á laugardagskvöldinu, en þetta var eitthvað glatað ball og ég var sko komin heim fyrir þrjú. Það hefur aldrei gerst áður. Ég nennti ekki einusinni að detta í það.
En jæja, ég er allavega búin með tvo daga sem formlegur MH-ingur. Ég er ekki alveg búin að venjast þessum skóla, ég er ennþá eins og asni með kort af skólanum og eitthvað og veit ekki neitt. Þetta reddast samt örugglega.
Og það gengur alls ekki svo illa að keyra hérna. Ég er ekki ennþá búin að keyra á neitt eða neinn, hef reyndar verið mjög nálægt því nokkrum sinnum en þá er bara flautað á mig og svona. Ég rata alveg í skólann og til baka, og það dugar mér alveg. Fór svo niður í bæ í dag í klippingu, villtist aaaðeins og nældi mér líka í stöðumælasekt. Já ég er töff.
Gaman að segja frá því að ég er búin að laga á mér hárið. Það er ekki lengur gráleitt og úfið og ógreiðanlegt, heldur fallegt, slétt, snyrtilegt og dökkbrúnt. Kominn tími til sko. Fór á 101 skjöldur og það var gaman. Geggjað sætir og skemmtilegir strákar sem vinna þarna.
Ég er líka komin með vinnu! Er að byrja að vinna hjá Atlantsolíu uppí Kringlu, ég verð öðru hverju uppáþrengjandi gellan sem býður fólki dælulykla. Mér finnst þetta alveg rosalega skemmtileg vinna, tveggja ára þjálfun í afgreiðslubrosinu í kvh bjargar mér alveg.
Háttatími, bæ.
En jæja, ég er allavega búin með tvo daga sem formlegur MH-ingur. Ég er ekki alveg búin að venjast þessum skóla, ég er ennþá eins og asni með kort af skólanum og eitthvað og veit ekki neitt. Þetta reddast samt örugglega.
Og það gengur alls ekki svo illa að keyra hérna. Ég er ekki ennþá búin að keyra á neitt eða neinn, hef reyndar verið mjög nálægt því nokkrum sinnum en þá er bara flautað á mig og svona. Ég rata alveg í skólann og til baka, og það dugar mér alveg. Fór svo niður í bæ í dag í klippingu, villtist aaaðeins og nældi mér líka í stöðumælasekt. Já ég er töff.
Gaman að segja frá því að ég er búin að laga á mér hárið. Það er ekki lengur gráleitt og úfið og ógreiðanlegt, heldur fallegt, slétt, snyrtilegt og dökkbrúnt. Kominn tími til sko. Fór á 101 skjöldur og það var gaman. Geggjað sætir og skemmtilegir strákar sem vinna þarna.
Ég er líka komin með vinnu! Er að byrja að vinna hjá Atlantsolíu uppí Kringlu, ég verð öðru hverju uppáþrengjandi gellan sem býður fólki dælulykla. Mér finnst þetta alveg rosalega skemmtileg vinna, tveggja ára þjálfun í afgreiðslubrosinu í kvh bjargar mér alveg.
Háttatími, bæ.
3 Comments:
Þetta er rosalegt. Íbúðin er best:)
Og er þetta þá SÍÐASTA blogg sumarsins??? hehe
Ég er ánægð með þig Fney! Fékk mér dælulykil um daginn - ætlaði eiginlega ekki að fá mér en gat bara ekki sagt nei við sætu stelpuna þarna í Kringlunni!! Hehe þessi lykill er snilld!!
Kveðja frá Akureyri
Skrifa ummæli
<< Home