10 júní 2007

lel

Kominn tími á nýtt blogg eftir góða viku. Vinna vinna vinna, í sæta kaupfélaginu. Kaupfélagið verður meiraðsegja ennþá sætara í næstu viku, því þá þarf ég ekki að vera neitt á kassa. Get samt ekki munað eftir neinum skemmtilegum atvikum. Við stelpurnar grilluðum heima hjá Ágústu í gærkvöldi og ég sötraði nokkra bjóra sem var kósí. Kíkti líka aðeins á rúntinn með Birki, en hann er afar fær rúntari.
Ég og Ágústa skelltum okkur svo í road trip í dag, já ég keyrði mr. yellow til höfuðborgarinnar. Það gekk nokkuð vel, nema að ég gjörsamlega missti taktinn í Borgarnesi og keyrði eins og fimm ára krakki sem mér fannst samt fyndið. Svo þegar við vorum að borga í göngin ætlaði ég að rétta lúgugaurnum kort, en missti það og það datt á stéttina fyrir utan og mér fannst það svo fyndið að ég gat ekki hætt að hlæja, og þurfti að fara út og ná í það og allir á eftir okkur í röðinni hötuðu mig geðveikt afþví ég var að tefja. Lúgukallinum fannst þetta ekki jafn fyndið og spurði: "Já er þetta svona hlægilegt?". Húmorslaus.

Kíktum aðeins í búðir og skoðuðum svo íbúðina okkar. Já, við fundum hina fullkomnu íbúð á langholtsvegi og skrifuðum strax undir. Mig langar að flytja inn núna strax. Er strax byrjuð að spá hvað ég ætla að geyma hvar. Ógsla spennt! Sæta húsið mitt.

Háttatími.
-fannei

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hvenær á samt að skella sér í útilegu...? :O call mee...!

12/6/07 16:35  
Anonymous Nafnlaus said...

ó! fallegafallegafallega íbúð:)

Já, hahahha, göngin, ég hafði ekki hlegið svona mikið síðan í lok maí;)

12/6/07 21:54  

Skrifa ummæli

<< Home