23 apríl 2007

gimme some luvin'

Ég er geðveikt að beila á þessu bloggi. Eeen það er öllum sama hvorteðer, svo það breytir engu. Lítið að frétta af mér þessa dagana. Fórum á aðra söngvarakeppnisæfingu síðasta miðvikudag og það gekk alls ekki svo illa. Svo er keppnin sjálf næsta laugardag og ég er geggjað spennt. Allir eiga að mæta, þetta verður í Félagsheimilinu á Hvammstanga á laugardagskvöldið, og svo ball með Geirmundi Valtýs á eftir. Geeeggjað fjör!
Svo var bara löng helgi sem ég eyddi í svefn og lærdóm. Sjálfboðaliðar óskast til að vinna söguverkefni og dönskuritgerð fyrir mig. Plís, ég nenni þessu ekki sjálf.
Sama sagan með mig líka, ég er þreytt allan daginn, get ekki vaknað á morgnana, get ekki haldið mér vakandi í þeim fáu tímum sem ég drulla mér í, og sef svo fram á kvöld. Veit ekki hvað ég á að gera í þessu.
Bara fjórir dagar eftir, og svo er skólinn búinn. Bara próf eftir. Ég er reyndar í svona þúsund prófum, en þau verða sem betur fer mín síðustu í þessum skóla. Bara fimm þýskutímar eftir.

Annars er ég byrjuð að telja niður dagana. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að ég ætla að skella mér á Silverchair tónleika í Lundúnum í ágúst. Draumurinn er að rætast! Ég og mamma ætlum að skella okkur í helgarferð og njóta dásamlegrar tónlistar. Og að sjálfsögðu verður maður að kíkja eitthvað í búðir og eyða aleigunni í himeskar flíkur. Þetta verður svo best. Sjá stólinn loksins með berum augum... aaah.

-Fanney.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ababbbab. Ég skoða alltaf bloggið þitt.. :O Frábært að þú skulir vera að fara á þessa tónleika;) Annars í hvaða skóla ertu að fara í :O?

25/4/07 09:09  
Blogger fneyd said...

Heyrðu ég ætla að skella mér í MH ef allt gengur upp.

25/4/07 09:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hef unun af síðunni þinni. Þ.e.a.s. þegar hún er uppfærð:)

26/4/07 19:04  
Blogger fneyd said...

Danke schön!

26/4/07 21:40  

Skrifa ummæli

<< Home