23 janúar 2007

...

Mér finnst ekkert gaman að blogga. Einusinni fannst mér það gaman, en það er liðin tíð.
Annars er ósköp lítið að frétta. Mér tókst að vera veik í þrjá daga í síðustu viku, það var ekkert rosalega gaman. Missti af úr skólanum og vesen. Um síðustu helgi keyrði ég svo heim á þeim gula. Það var gaman. Eða nei, það var ekkert rosalega gaman. Það var samt gaman að hafa bílinn heima. Helgina áður var ég nefnilega ekki með bílinn, svo ég þurfti að fá renóinn lánaðan þegar ég og Andri skruppum útí sjoppu. Mér finnst renóinn ekkert skemmtilegur. Hann er svo stór og stífur og fullur af allskonar múrdrasli.
En jæja, síðustu helgi fór ég heim á mínum elskulega bíl. Mig langaði í grænmetislasagne svo ég skellti mér í eldamennsku. Það var best. Á laugardeginum nennti ég ekki að gera neitt, nema ég eldaði aftur grænmetislasagne (ég get gefið ykkur uppskriftina ef þið viljið!), og Andri og Kiddi elduðu eitthvað annað fyrir sig. Svo fórum við að horfa á Star Wars! Þetta er kannski ekki eitthvað sem maður á að vera að segja fólki frá, en allavega höfðum við Star Wars maraþon. Ógsla töff. Ég gafst reyndar upp eftir fjórar og fór bara að sofa. Þó Harrison Ford hafi verið ferskur og sætur fyrir 30 árum, nennti ég ekki að horfa á þessar gömlu. Strákarnir horfðu á þær allar og voru víst að til kl 9 um morguninn. Ég er of mikill ræfill til að vaka allar nætur. Mér finnst ekki einusinni gaman lengur að fara á fyllerí.
Þorrablótin nálgast samt óðum, geri ráð fyrir að maður fái sér aðeins neðan í því þá. Ég ætla samt að taka því aðeins rólegar en á Þorrablótinu í fyrra, það er víst. Veit samt ekki hvort ég nenni á nein önnur en bara heima á Tanganum.

Gaman að segja frá því að ég er búin að mæta í alla tímana mína þessa vikuna. Það er afrek. Reyndar er bara þriðjudagur, eeeen. Afrek samt sem áður.
Það er yndisleg bökunarlykt hérna, var að baka smákökur :D

Ísland vann Frakkland í gær, góður leikur. Ég tapaði fyrir Söreir í jatsí í gær, ekki jafn góður leikur.

66 dagar, 9 klst, 51 mín og 11 sek í að Young Modern komi út. Hah. Og nei, ég reiknaði þetta ekki út, það er niðurteljari á chairpage. Ég er ekki einusinni viss hvaða dagur þetta verður.

Annars, hafið það gott. Lotsa lövs.

-fanneydögg

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér heyrist þú bara vera á góðri leið með að verða þunglynd:)

24/1/07 08:50  
Blogger fneyd said...

Já, bráðum ætla ég að byrja að skera mig. Það verður geggjað.

24/1/07 12:38  

Skrifa ummæli

<< Home