ksjædh
Það er endalaust óveður hérna. Maður er nánast veðurtepptur uppá vist allan daginn og þorir ekki út afþví það er alltaf hríð. Alltaf hríð!
Það var líka ball á föstudaginn á Mælifelli með Bermúda. Það var sko rosalegt. Samt pínu skrítið einhvernveginn. Það voru allir auðvitað blindfullir og asnalegir.
Ég man reyndar ekki eftir neinu merkilegu til að segja frá nema einu. Kannski maður ætti ekkert að vera að gera grín að þessu, en ég get ekki að því gert! Of fyndið.
Jæja, ég sat allavega í sófa uppi í djúpum samræðum við eitthvað fólk(flaskan mín fríð var örugglega ekki langt frá). Þá stökk einhver stelpa á öxlina á mér og fór að hágrenja! Öskraði geðveikt hátt: "Ég elska hann og hann þekkir mig ekki!" margoft og ég sat bara þarna og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Hún hélt áfram að öskra um einhvern gaur, og lá á öxlinni á mér. Síðan komu einhverjar vinkonur hennar og dyravörður og ætluðu að fara með hana út eða eitthvað og leyfa henni að jafna sig, en hún tók það sko ekki í mál! Þau reyndu að toga hana í burtu, en hún ríghélt í hnéð á mér og ég var að renna úr sófanum og þetta var allt rosalega kjánalegt. Örugglega svona "had to be there" fyndið, en ég var þarna og mér fannst það fyndið! Þetta var svo dramatískt nefnilega.
Mér tókst líka að slasa mig. Ég veit ekki alveg hvað ég var að pæla, en ég var einhverstaðar og datt niður tröppur. Í tilefni þess er ég með þennan líka stóra fína marblett á rassinum, og ég er rosalega bólgin líka. Ég sýni marblettinn þeim sem vilja, látið mig bara vita og ég múna. Hah.
Restin af helginni fór bara í rólegheit heima, leyfði Andra að rústa mér í Sing Star og þessháttar.
Og það er ennþá hríð á Króknum. Ég ætla að leggjast í dvala þangað til í vor. Búin að reyna það þrisvar í dag, en vakna alltaf aftur. Get örugglega aldrei sofnað í kvöld, þannig að ég ætla að spila Warcraft frameftir nóttu.
Plön næstu helgar: Gera ekki neitt! Nema kannski smá æfingarakstur, því það eru jú bara fjórar vikur og fimm dagar í bílpróf. Ah!
Nokkrar myndir frá ballinu:



Það var líka ball á föstudaginn á Mælifelli með Bermúda. Það var sko rosalegt. Samt pínu skrítið einhvernveginn. Það voru allir auðvitað blindfullir og asnalegir.
Ég man reyndar ekki eftir neinu merkilegu til að segja frá nema einu. Kannski maður ætti ekkert að vera að gera grín að þessu, en ég get ekki að því gert! Of fyndið.
Jæja, ég sat allavega í sófa uppi í djúpum samræðum við eitthvað fólk(flaskan mín fríð var örugglega ekki langt frá). Þá stökk einhver stelpa á öxlina á mér og fór að hágrenja! Öskraði geðveikt hátt: "Ég elska hann og hann þekkir mig ekki!" margoft og ég sat bara þarna og vissi ekkert hvað ég átti að gera. Hún hélt áfram að öskra um einhvern gaur, og lá á öxlinni á mér. Síðan komu einhverjar vinkonur hennar og dyravörður og ætluðu að fara með hana út eða eitthvað og leyfa henni að jafna sig, en hún tók það sko ekki í mál! Þau reyndu að toga hana í burtu, en hún ríghélt í hnéð á mér og ég var að renna úr sófanum og þetta var allt rosalega kjánalegt. Örugglega svona "had to be there" fyndið, en ég var þarna og mér fannst það fyndið! Þetta var svo dramatískt nefnilega.
Mér tókst líka að slasa mig. Ég veit ekki alveg hvað ég var að pæla, en ég var einhverstaðar og datt niður tröppur. Í tilefni þess er ég með þennan líka stóra fína marblett á rassinum, og ég er rosalega bólgin líka. Ég sýni marblettinn þeim sem vilja, látið mig bara vita og ég múna. Hah.
Restin af helginni fór bara í rólegheit heima, leyfði Andra að rústa mér í Sing Star og þessháttar.
Og það er ennþá hríð á Króknum. Ég ætla að leggjast í dvala þangað til í vor. Búin að reyna það þrisvar í dag, en vakna alltaf aftur. Get örugglega aldrei sofnað í kvöld, þannig að ég ætla að spila Warcraft frameftir nóttu.
Plön næstu helgar: Gera ekki neitt! Nema kannski smá æfingarakstur, því það eru jú bara fjórar vikur og fimm dagar í bílpróf. Ah!
Nokkrar myndir frá ballinu:




8 Comments:
Rosaleg drykkja er á ykkur!
Á samt ekki að koma á ballið um helgina?
Nei
Jáá svo þetta er síðan þín.. ^^
Haha.. gaman að þessu..
En ég sé þig sæta ;**
Kúl blogg btw ^^
Afhverju ætlarðu ekki á ballið um helgina??
Ég á engan pening! Ég held að ég sé líka hætt að drekka framað áramótum eða svo.
Haha!
Ég á í alvörunni engann pening.
Ég eyddi síðustu 80 kr mínum í kakó í hádeginu til að deyja ekki úr kulda í skólanum. Nema Magga gaf mér 30 kr áðan.
Og þú ætlar að mæta á ball, þar sem ég ætla að mæta á ball.
Skrifa ummæli
<< Home