07 nóvember 2006

Blogg dagsins

Þetta er blogg dagsins. Það er nú frá litlu að segja samt. Í þarsíðustu viku varð ég fárveik. Gat varla borðað dögum saman og hélt í alvörunni að nú væri ég að deyja. Ég held ég hafi aldrei verið svona veik áður. Það er að segja alvöru veik, ekki þunn.
Í síðustu viku... gerði ég ekki neitt. Allavega ekki neitt sem var þess virði að muna eftir. Og nú síðustu helgi var ég að vinna á laugardaginn. Það var skrítið. Ég hafði samt ekki gleymt neinu, mundi ennþá númerin og svoleiðis skemmtilegheit. Ógsla gaman. Svo hitti ég Björt nokkrum sinnum líka, það var ágætt. Það var líka óveður, ég gat ekki sofið heila nótt afþví það var svo fáránlega hvasst og ég bjóst við að fá bíla fljúgandi inn um gluggann á hverri stundu. Svo er bara snjór á Króknum. Ég hata snjó.
Annars held ég að tían mín í þýsku haldist ekki út önnina, þar sem ég get ómögulega munað kennimyndir sterkra sagna og er gjörsamlega búin að kúka á mig í síðustu prófum. Svekk!
Plönin fyrir næstu helgi eru líklegast ball og fyllerí, það verður best :D
Mér leiðist ógeðslega mikið í skólanum. Ég varð líka ógeðslega hrædd í nótt.
Sagan búin.

fögg.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

:) ég elska þig

10/11/06 23:10  
Blogger fneyd said...

fokking róni!

11/11/06 05:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu að meina hestamanna ballið?

12/11/06 23:32  
Anonymous Nafnlaus said...

Djók ruglaðist

12/11/06 23:33  

Skrifa ummæli

<< Home