12 október 2006

Nöldur dagsins


Jæja, miðannarprófavikan er að líða undir lok. Mér er búið að ganga alveg ágætlega svosem, og mér hefur gengið alveg frábærlega miðað við að ég nenni aldrei að læra neitt. Státa af góðri níu í frönsku, og fallegri sjöu í íþróttum. Restin er ekki komin inn. Ég fékk líka 6,9 í prófi úr Brennu-Njáls sögu. Feis! Við erum loksins búin með þessa helvítis bók og nú þarf ég aldrei að snerta hana aftur. Jaa, nema ég falli, og það er frekar ólíklegt.
Og afþví við erum búnar að vera svona duglegar, splæsi ég á pítsu í kvöld. Eða, þúveist, mamma splæsir reyndar.
Tvö próf á morgun (sem ég á btw eftir að rúlla upp einsog öllum hinum) og svo fer ég heim, og svo fer ég til Reykjavíkur. Fimmtugsafmæli hjá frænku minni og læti annað kvöld.
Það er svo kjánalegt að vera aldrei í tímum þessa vikuna. Maður sefur til hádegis, fer svo í eitt próf og er svo bara að horfa út í loftið restina af deginum. Mér tekst aldrei að gera neitt af viti. Ég er reyndar búin að prjóna einn vettling, og er byrjuð á hinum. Þeir eru frekar ljótir, bæði í laginu og á litinn, þannig að þið getið búist við að fá þá í jólagjöf. Ég á engan pening, svo að allir fá vettlinga frá mér. Þeir eru misfallegir, þeir leiðinlegu fá ljótustu vettlingana. Þessa með lykkjuföllunum og því.
Það eru ekki til takmörk fyrir því hvað ég er orðin löt. Ég hef ekki einusinni nennt að mála mig alla vikuna. Ég held að það hafi aldrei gerst áður.
Lsældjfæ weifhæqfqwælf lqkwjfælkfjædlsif ég er svo leiðinlegur bloggari.

-Fanney Dögg


ps... ástarkveðjur til láru og jóngústa, kisskiss

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

mér líst ansi vel á þetta lamb þarna hjá þér:D

12/10/06 23:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, þetta er sko algjör fjörkálfur.

12/10/06 23:12  
Anonymous Nafnlaus said...

Já, ég verð að viðurkenna það, þetta er ansi álitlegt lamb þarna.

14/10/06 23:20  

Skrifa ummæli

<< Home