Blöstum Backstreet Boys saman.
Jæja, ég er að reyna að muna að blogga hérna oftar (þó ég viti alveg að það les þetta enginn).
Síðasta helgi var fín, fór á stóðréttaball í Vesturhópsskóla á laugardaginn og djammaði... aðeins. Fullt af fólki þarna, allavega miðað við að þetta var í skóla lengst út í sveit. Ég var reyndar ekki í neitt rosalega góðu ástandi á leiðinni heim, rúllaði útúr bílnum og ætlaði bara að drepast útá götunni með bílalestina fyrir aftan, hah. Hrós helgarinnar fer til Jóns, fyrir að nenna að vera driver fyrir okkur bytturnar, og að hafa ekki stungið okkur af þar sem við lágum í vegarkantinum. Jess. Allavega tókst mér að lifa þynnkuna af, eitthvað sem ég hélt ég gæti ekki gert þennan sunnudag.
Miðannarprófin eru í næstu viku, það verður ógnvekjandi. Ég er skíthrædd um að falla í íslensku. Við erum ekki í neinu nema Njálu núna, ég er búin að lesa hana en skil bókstaflega ekki neitt. Án gríns, ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað bókin er. Ef einhver á góðar glósur eru þær vel þegnar! En allavega, mig langar ekki að falla í þessum áfanga. Það er svo hallærislegt.
Í fyrsta skipti á önninni þarf ég að læra heima í þessarri viku. Og ég þarf ekki að læra neitt lítið. Frábært. Ég get ekki einusinni lært þetta.
Þannig að þessi vika fer í að vera pirruð afþví ég kann ekki að lesa fornsögur. Og þess á milli ætla ég að grenja. Gott plan.
-FaneyDög
Síðasta helgi var fín, fór á stóðréttaball í Vesturhópsskóla á laugardaginn og djammaði... aðeins. Fullt af fólki þarna, allavega miðað við að þetta var í skóla lengst út í sveit. Ég var reyndar ekki í neitt rosalega góðu ástandi á leiðinni heim, rúllaði útúr bílnum og ætlaði bara að drepast útá götunni með bílalestina fyrir aftan, hah. Hrós helgarinnar fer til Jóns, fyrir að nenna að vera driver fyrir okkur bytturnar, og að hafa ekki stungið okkur af þar sem við lágum í vegarkantinum. Jess. Allavega tókst mér að lifa þynnkuna af, eitthvað sem ég hélt ég gæti ekki gert þennan sunnudag.
Miðannarprófin eru í næstu viku, það verður ógnvekjandi. Ég er skíthrædd um að falla í íslensku. Við erum ekki í neinu nema Njálu núna, ég er búin að lesa hana en skil bókstaflega ekki neitt. Án gríns, ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað bókin er. Ef einhver á góðar glósur eru þær vel þegnar! En allavega, mig langar ekki að falla í þessum áfanga. Það er svo hallærislegt.
Í fyrsta skipti á önninni þarf ég að læra heima í þessarri viku. Og ég þarf ekki að læra neitt lítið. Frábært. Ég get ekki einusinni lært þetta.
Þannig að þessi vika fer í að vera pirruð afþví ég kann ekki að lesa fornsögur. Og þess á milli ætla ég að grenja. Gott plan.
-FaneyDög
4 Comments:
http://www.flensborg.is/sveinn/Skrar/PPT/Njala_1_files/frame.htm
http://www.flensborg.is/sveinn/Skrar/PPT/Njalusp_files/frame.htm
http://www.flensborg.is/sveinn/Skrar/303/gagnv-prof.htm
http://www.flensborg.is/sveinn/Skrar/303/Njala-efni.htm
http://www.flensborg.is/sveinn/Skrar/303/Njáls-efni2.htm
http://www.flensborg.is/sveinn/Skrar/303/Njala-ath.htm
http://www.fva.is/harpa/isl483/kraekjur.html
Eitthvað drasl sem er búið að hjálpa mér að skilja bókina:)
Og persónulegt uppáhald!;)
http://www.dilettante.info/downloads/viking_kittens.swf
HAHA!
Ooooog... Það kommennta fleiri á þinni síðu en minni...
Þannig hættu að væla...
Þú fékkst átján komment þarna um daginn þegar ég féll fyrir rússanum!
omg stelpur! rífumst um hver fékk fæstu kommentin
Skrifa ummæli
<< Home