08 október 2006

Fokking fokking fokk!

Síðasta vika var ágæt. Ég vakti til hálf fjögur eina nóttina við að læra, geðveikt hörð. Svo fór ég í próf úr efninu daginn eftir og klúðraði því gjörsamlega. Ég óttast að þurfa að horfast í augu við fall í fyrsta skipti á ævi minni. Það er samt ekki mér að kenna, kennarinn í þessu er heimskasta fífl sem til er. Og ég meina það. Ekkert persónulegt, en ég hefði bara ekkert á móti því að hafa almennilega kennara.
Nóg af því.
Föstudagskvöldið og laugardagurinn fór í að rúnta á Tanganum á Almerunni. Svo var feitt stóðréttaball í Víðihlíð á laugardagskvöldið, og auðvitað lét ég mig ekki vanta. Það mættu nánast allir (nema Ævar og Sunna sem voru að plebbast í bænum), okkur tókst jafnvel að plata Birki með á ball! Það var villt fjör. Sumir urðu ofurölvi, en í þetta skiptið var ég ekki þar á meðal! Sumir fóru bara snemma heim vegna ofdrykkju, haha. Grey. Sumum tókst að láta brjóta í sér tönn. Ég hagaði mér bara vel, þar sem ég þurfti að vakna snemma morguninn eftir. Beilaði á eftirpartý og læti. Ég mætti meiraðsegja í Backstreet Boys bolnum mínum á ballið, þó hann hafi fengið að fjúka vegna hita þegar leið á kvöldið. Hann vakti reyndar ekki jafn mikla lukku og ég hafði vonast til.
Auðvitað var pakkfullt og maður hitti slatta af fólki sem maður kannaðist við. Meðal annars hitti ég fjórðabekkjarkennarann minn, ég var btw geðveikt skotin í honum í fjórða bekk. Ég og einhverjar stelpur vorum alltaf að rífast um hver fengi að leiða hann þegar við vorum í gönguferðum, hahaha. Dásamlegt. Ég kynntist líka sænskum emogoth með eyeliner sem heitir Tóbías og vinnur við að mjólka beljur. Það gerist ekki betra en það! Hef aldrei lent í öðru eins.
Vaknaði bara snemma í morgun, við svosem ágæta heilsu. Keyrðum svo í bæinn og fórum í skírn- og veislu hjá nýjasta meðlimi Tungufjölskyldunnar. Mér leiðist svo mikið í svona fjölskylduboðum. Allir svo smeðjulegir eitthvað, spyrja mann kurteislega hvernig manni finnist skólinn og svoleiðis, auðvitað svara ég að hann sé bara fínn þó hann sé það alls ekki. Til að gera allt verra eru svo þúsundir lítilla öskrandi skítugra krakka hlaupandi um allt. Ehh. Ég var svo pirruð og þreytt og bitur að mig langaði að grenja. Sem betur fer stoppuðum við bara í tvo tíma og fórum svo aftur heim.
Miðannarprófavikan er að byrja. Ég er hrædd. Ég er samt svo ótrúlega löt að ég er ekki byrjuð að læra fyrir prófið sem er á morgun. Ætla að vakna snemma og reyna að lesa eitthvað, þótt ég verði örugglega bara aumingi og sef áfram.
Ég er búin að ákveða að vera edrú næstu helgi. Kominn tími á það. Ég held ég sé búin að drekka hverja einustu helgi síðan einhverntímann í ágúst. Fer í fimmtugsafmæli í bænum og læti, ætla bara að taka því rólega og jafnvel versla aðeins.
Jæja, þetta dugar í bili, njótið.
Btw, Hafdís, þú veist að ég get aldrei talað við þig aftur, því miður. Þú hlýtur að skilja, þetta var bara of rangt.
Leyfi nokkrum myndum frá helginni að fjúka hérna með.

-Fanney.


Lára ástin mín.


Birkir og ég í góðum gír! (Við kunnum þetta...)


Ég og Anna... ó beibí!


Fokkjá.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahaha!

9/10/06 13:22  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha!

9/10/06 13:22  

Skrifa ummæli

<< Home