11 desember 2006

4mm


Jæja, prófin loksins að taka enda, ég á bara tvö eftir. Það er mánudagur, en síðustu prófin mín eru á fimmtudaginn og föstudaginn, svo ég verð bara að hanga eitthvað. Fjögur próf semsagt búin, og mér er bara búið að ganga ágætlega. Ég held ég hafi rúllað stærðfræðinni upp í morgun, og ég sem var byrjuð að undirbúa mig fyrir fall í gærkvöldi. Sko kéllinn.
Ég tók bóklega bílprófið í síðustu viku og náði. Það gladdi mitt litla hjarta. Svo er verklega bara á miðvikudaginn, ég er hrædd.
Helgin var ágæt, fór á rúntinn með Helgu Rakel og Stellu á föstudagskvöldið, Stella keyrði fína gula bílinn minn fyrst ég má það ekki. Svo kom Jón Gústi líka með og hann fékk líka að keyra, og rifjaði upp gamlar hjondæ-minningar. Og btw, hjondæinn minn er aflmeiri en almeran hans Jóns, feis!
Á laugardaginn tók við laufabrauðsgerð þar sem ég stóð mig með sóma. Keyrði líka útí Tungu með pabba og við kíktum aðeins á ömmu sem var rosalega hress að vanda.
Á sunnudaginn þvoði ég bílinn minn og síðan kom frost og hann fraus, haha. Greyið. Njaah, hann lifir þetta af. Ekkert sem hjondæ ræður ekki við...
Síðasta prófið næsta föstudag, ég verð 17 ára á laugardag (rúst! það er svo gaman að vera desemberbarn), það fer eftir því hvort ég nái bílprófinu eða ekki hvort ég djammi eitthvað í tilefni aldursins. Vonandi næ ég því og þá verð ég bara að keeeeyra endalaust. Allavega þangað til á mánudaginn þegar ég byrja að vinna í Kaupfélagi kjörbúð. Það er svo gaman.
Ég nenni ekki að gefa ykkur meira blogg í bili, hafið það gott og sendið mér góðar hugsanir á miðvikudaginn. Ég mun þarfnast þess.

-FanneiD

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er svo kúl bíll, með topplúgu og alles

12/12/06 15:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Gússígússí, guli bíll

12/12/06 19:20  
Anonymous Nafnlaus said...

ég hef mikkla trú á því að þú náir þessu... og ég veit að þú getur það... og kúl gulur bíll.. gast ekki valið fanneyjar meiri bíl ég lofa... hihi... sjáumst sæta...:D

12/12/06 23:18  

Skrifa ummæli

<< Home