óbíheiv
Lítið að frétta. Prófin byrjuðu á föstudaginn, þá fór ég og rúllaði upp einhverju þýskuprófi. Kíkti svo aðeins í stórborgina og reyndi að versla eitthvað, það gekk samt eitthvað brösuglega því ég á engan pening. Hitti Helgu Unu líka, það var gaman.
Svo... keypti ég mér bíl! Sætur gulur Hjondæ accent sem ég er búin að vera skotin í í einhvern tíma. Hann er algjört megabeib. Sko, það má alveg vera með hjondæ accident brandara, á meðan það er ekki leiðinlegt. Bannað að segja ljóta hluti. Ókei?
Ég kann reyndar ekki ennþá að kveikja á útvarpinu, og það tók mig og pabba nokkra klukkutíma að finna rúðuopnarana, en annars virðist sambandið alveg vera að ganga upp. Þá verður maður bara að vonast til að ná bílprófinu. Er að fara í bóklega á morgun og er skíthrædd. Svo er ég líka búin að fara í nokkra ökutíma og það gengur ömurlega. Sko, ég get alveg keyrt pabbarenó og litlahjondæ. En það gengur bara ekki upp hjá mér að keyra dísiljeppa. Jeppadraslið vill ekkert hafa mig með og drepur bara á sér eða keyrir útí kant eða á vitlausan vegarhelming og allir þessir takkar rugla mig bara í ríminu og ég finn aldrei ljósin.
Ég ætla samt að fá bílprófið sextánda. Ætla!
Annars er sólarhringurinn orðinn öfugur hjá mér. Hef ekki farið að sofa fyrr en um sex síðustu tvær nætur og þetta er allt komið í drasl. Svaf í tvo og hálfan tíma í nótt (eða morgun eða eitthvað) og skellti mér svo í enskupróf. Ógeðslega stutt próf, litlar þrjár blaðsíður sem ég kláraði á tíu mínútum. Svo þurfti ég að bíða í hálftíma afþví maður þarf að sitja í einhvern 45 mínútna lágmarkstíma. Geggjað að sitja bara og horfa út í loftið á meðan mig dreymdi bara um smá svefn.
Ég er með svo mikla vöðvabólgu og hausverk að ég græt :'/ Íbúfen og paratabs virka ekki, svo ég kvelst bara. Ömó. Auglýsi hér með eftir nuddi og/eða morfíni! Takktakk.
Farin að leggja mig eða læra eða eitthvað. Fjögur próf eftir. Myndir af kagganum koma eftir helgi.
-fnei
Svo... keypti ég mér bíl! Sætur gulur Hjondæ accent sem ég er búin að vera skotin í í einhvern tíma. Hann er algjört megabeib. Sko, það má alveg vera með hjondæ accident brandara, á meðan það er ekki leiðinlegt. Bannað að segja ljóta hluti. Ókei?
Ég kann reyndar ekki ennþá að kveikja á útvarpinu, og það tók mig og pabba nokkra klukkutíma að finna rúðuopnarana, en annars virðist sambandið alveg vera að ganga upp. Þá verður maður bara að vonast til að ná bílprófinu. Er að fara í bóklega á morgun og er skíthrædd. Svo er ég líka búin að fara í nokkra ökutíma og það gengur ömurlega. Sko, ég get alveg keyrt pabbarenó og litlahjondæ. En það gengur bara ekki upp hjá mér að keyra dísiljeppa. Jeppadraslið vill ekkert hafa mig með og drepur bara á sér eða keyrir útí kant eða á vitlausan vegarhelming og allir þessir takkar rugla mig bara í ríminu og ég finn aldrei ljósin.
Ég ætla samt að fá bílprófið sextánda. Ætla!
Annars er sólarhringurinn orðinn öfugur hjá mér. Hef ekki farið að sofa fyrr en um sex síðustu tvær nætur og þetta er allt komið í drasl. Svaf í tvo og hálfan tíma í nótt (eða morgun eða eitthvað) og skellti mér svo í enskupróf. Ógeðslega stutt próf, litlar þrjár blaðsíður sem ég kláraði á tíu mínútum. Svo þurfti ég að bíða í hálftíma afþví maður þarf að sitja í einhvern 45 mínútna lágmarkstíma. Geggjað að sitja bara og horfa út í loftið á meðan mig dreymdi bara um smá svefn.
Ég er með svo mikla vöðvabólgu og hausverk að ég græt :'/ Íbúfen og paratabs virka ekki, svo ég kvelst bara. Ömó. Auglýsi hér með eftir nuddi og/eða morfíni! Takktakk.
Farin að leggja mig eða læra eða eitthvað. Fjögur próf eftir. Myndir af kagganum koma eftir helgi.
-fnei
3 Comments:
þú átt eftir að rúlla þessu prófi upp!!!!
Við skulum nú vona það. Annars fer ég að gráta, án gríns.
Drasl ég þarf að cera í klukkutíma í prófi og þá má ég skila!!!
Skrifa ummæli
<< Home