22 nóvember 2006

sdfæj

Hæ.
Síðasta vika var ágæt og helgin jafnvel betri. Ég beilaði á balli á Tanganum á föstudaginn, það var víst rosalegt fjör en mér er alveg sama. Fékk reyndar ekki svefnfrið um nóttina þar sem SUMIR hringdu endalaust í mig alla nóttina og reyna að plata mig í partí. Mig langaði ekkert í partí, mig langaði bara að sofa :D Svo fór ég bara á rúntinn á laugardagskvöldið, mikið fjör og nokkrar dósir tæmdar. Svo var ég bara í æfingarakstri, það lítur út fyrir að ég kunni bara að keyra bíl. Drap sjaldan á renódruslunni og gat bakkað og vesen án þess að skemma eitthvað. Sko kjéllinn!
Ég held ég sé búin að finna bílinn sem ég ætla að kaupa, eða ég kaupi hann ef einhver annar verður ekki á undan mér. Þarf bara að komast suður sem fyrst, og láta einhvern keyra hann heim fyrir mig. Forljótur bíll, en samt svo ótrúlega fallegur og fokkass svalur. Haha. Ég mun slá í gegn á rúntinum á Króknum, svo mikið er víst.
Annars byrja prófin í næstu viku og ég er farin að verða hrædd. Enn einusinni óttast ég fall í stærðfræði, en í þetta skiptið held ég að ég falli í alvörunni. Hornaföll er eitthvað sem heilinn minn neitar að meðtaka, og stærðfræðikennarinn sagði að það væri ekki möguleiki á að ná prófinu ef maður kynni ekki sin, cos og tan. Fjandakornið.
Annars er ósköp lítið að frétta. Björt ætlar að kíkja á Krókinn á morgun og hanga með okkur. Við ætlum að reyna að drepa hana ekki úr leiðindum.
Ég skrópaði ekki í einn einasta tíma á mánudaginn! Það er sko afrek. Reyndar sofnaði ég í tveimur tímum, en það var alveg óvart.
Plön næstu helgar: Ekki neitt! :D Mér finnst best að gera ekki neitt.
Annars er föndrið mitt alveg að gera sig.

Farin að læra eða eitthvað (já einmitt).

-Fdksjfædsdögg.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú ert að læra!

22/11/06 23:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er bara að skólast en þú verður að fara að senda mér linkinn á bílinn þinn!

23/11/06 09:58  

Skrifa ummæli

<< Home