31 desember 2006

o

Hah. Ég verð að segja ykkur sögu. Ég og Lára og Björt fórum á rúntinn í gærkvöldi og ákváðum að taka smá tsjill á Merkurhringnum. Við vorum eitthvað að spjalla og fjör, og svo segja stelpurnar: "Hey, Fanney, þú ert að fara útaf". Ég segi bara "Ó", og svo öskrum við afþví við fórum helvítis útaf veginum hægra megin! Þetta er einhver kúkamalarvegur , og ég náði næstum að komast aftur upp á veginn, en svo varð brattara niður, og dekkin hægra megin voru bara útaf og við vorum geðveikt skakkar og festumst þarna. Geðveikt klúður. Vissum ekkert hvað við áttum að gera, svo Lára hringdi í pabba sinn og eitthvað, og þegar hann kom hringdi hann í bróður sinn, en það gat enginn gert neitt svo það þurfti að hringja í Björgunarsveitina! Án gríns.
Það þurfti að halda við bílinn hægra megin á meðan það var hjálpað okkur út, svo hann myndi ekki velta. Björgunarsveitarbíllinn þurfti svo að draga bílinn upp, þversum.
Síðan fórum við bara aftur á rúntinn :D
Ég er ömurlegur ökumaður. Búin að hafa skírteinið í eina og hálfa viku, ég er búin að keyra á alla kanta bæjarins, drepa á bílnum þúsund sinnum, spóla einsog asni alltof oft, og nú keyrði ég útaf! Sem betur fer slösuðumst við ekkert, vorum líka bara á 30 eða eitthvað, og bíllinn er í fínu lagi. Núna fékk hann aðeins að standa undir nafni greyið, sem gula slysið.

Annars hefur jólafríið einkennst af vinnu allan daginn, leiðinlegir viðskiptavinir vælandi yfir því að við megum ekki brjóta reglur, eða yfir því að það sjáist í nærbuxurnar hans Birkis. Án gríns, þá fór einhver kona að tosa upp um hann buxurnar í gær! Hún var eitthvað reið.
Það var líka fín kona sem missti tveggja lítra appelsínflösku í gær, það var risa pollur fyrir framan goskælinn. Þá þurftum við sko að skúra.

Jólin voru ágæt, ég fékk fullt af fallegum gjöfum. Ég fékk meðal annars mjög nytsaman hlut, sem er plokkari með innbyggðu vasaljósi. Jahá, nú get ég sko farið að plokka augabrúnirnar í myrkri!

Ég er að horfa á leiðinlegasta þátt í heimi. Þessi þáttur nefnist Kryddsíld (nafnið bendir meiraðsegja til hve ömurlegur þáttur þetta er) og allt árið kvíði ég fyrir því að sjá þennan þátt. Og núna var verið að velja sjálfan Ómar Ragnarsson mann ársins. Mér finnst það aðeins of langt gengið, fyrir mér er hann bara lúði ársins. Kúkaði gjörsamlega á sig í þessu Kárahnjúkadæmi öllu. Fréttakonan er líka eitthvað skrítin í framan.

Já, það er gamlársdagur. Keypti nokkrar sætar rakettur (fékk gjafabréf í flugeldasöluna í jólagjöf frá Kaupfélaginu) sem ég ætla að sprengja í kvöld, og svo skal djamma. Fyrst partý og svo verður eitthvað knall í Félagsheimilinu. Það verður fjör.

-fnannenydoog

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hahahahahahahah!

kjáni

7/1/07 21:13  

Skrifa ummæli

<< Home