16 desember 2006

Gula slysið?

Man einhver hvaða dagur er í dag? Óskið mér til hamingju og gefið mér eitthvað fallegt.

Prófin búin í dag. Ég tók einhver sex próf og gekk vel í þeim öllum. Vona að einkunnirnar láti sjá sig bráðum. Þá ætla ég að segja "FEIS!" við alla tossana sem fá lægra en ég.

Annars seinkar því víst eitthvað að ég geti farið á rúntinn. Get ekki reddað mér skírteininu fyrr en í næstu viku, en það ætti varla að breyta miklu.

Ég braut skál í matsalnum í dag, það var geggjað töff. Ég sýndi enn og aftur að ég er svalasta manneskjan á vistinni :D

Ég byrja að vinna í KVH á mánudag. Rosalegt fjör.

Ég ætla ekki að blogga aftur fyrr en ég er búin að fara góðan rúnt með nýja ökuskírteinið. Tsjá.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þetta var pottþétt svalasta skálabrot sem ég hef á æfinni séð. Hahaha!

17/12/06 14:13  

Skrifa ummæli

<< Home