21 desember 2006

N

Jæja, einkunnirnar komnar í hús. Sumar mjög góðar, en aðrar ekki alveg jafn góðar. Yfirhöfuð gekk mér samt vel, sérstaklega miðað við að ég lærði sama og ekki neitt fyrir þessi próf. Ég landaði allavega feitum tíum í ensku og frönsku. Erik Fissers hlýtur að vera eitthvað skotinn í mér. Níu í þýsku, sem er svosem ásættanlegt. Átta í stærðfræði, sem er örugglega hæsta einkunn sem ég hef nokkurntímann fengið í því fagi. Man ekki hvað ég fékk í restinni, en það var ekkert merkilegt.
Ég er loksins komin með ökuskírteinið og hef verið að spæna upp malbikið á götum bæjarins síðan.
Ég spóla reyndar svolítið stundum og á það til að drepa á bílnum, en það reddast. Sérstaklega þar sem ég er á sætasta bílnum í bænum.
Byrjuð að vinna í kaupfélaginu aftur, það er ágætt. Nema það er nákvæmlega EKKERT búið að vera að gera þessa vikuna, afþví það eru svona fjörtíu manns að vinna þarna. Ömó að sitja bara inná lager og glápa útí loftið eða ráfa stefnulaust um búðina og leita að einhverju sem hægt er að fylla á. Og maður finnur aldrei neitt. Ég rata ekki einusinni þarna, það er alltaf verið að breyta og færa allt.
En ég get allavega hangsað í vinnunni í ágætis félagsskap þar sem Björt og Birkir eru að vinna líka. Þau voru líka fyrsta fólkið sem ég pikkaði upp í hjondæ megabeibið mitt.
Ég þarf að vera á kassa á morgun alveg frá eitt til sjö, takk fyrir. Á föstudegi fyrir jól. Þetta verður eitthvað áhugavert. Þessvegna ætlaði ég snemma að sofa þarsem ég hafði engin plön fyrir kvöldið, en ég fæ svo engan svefnfrið. Í fyrsta lagi, Andri ákvað að misþyrma trommunum í bílskúrnum. Hann snertir aldrei þessar trommur hérna heima, en svo, EINMITT þegar ég ætlaði snemma að sofa fyrir erfiðan dag, ákveður hann að prófa hve fast hann geti lamið þær án þess að gera gat á skinnið. Vá, takk kærlega. Hann er kominn í jólafrí þannig að ég ætla að vekja hann klukkan átta í fyrramálið, bara til að hefna mín. Í öðru lagi, fólk er stanslaust að hringja í mig. Ég svara náttúrulega ekki, þar sem ég er "sofandi", en þetta eyðileggur samt fyrir mér svefninn afþví ég vakna og pirrast og verð reið og hendi símanum í vegginn. Í þriðja lagi, pabbi er alltaf að kalla eitthvað á mig. Hann kallar bara: "Fanney!" og þá svara ég, en neei, þá kemur ekkert meira. Bara bögg.
Hættið að vera svona leiðinleg við mig! Ég vil bara sofa. Það verður örugglega brjálað að gera á morgun, og svo verð ég líka að vinna frá tvö til ellefu á þorláksmessu. Ég þarf minn svefn!
Smá tilkynning hér til viðskiptavina KVH: Ef þið ætlið að vera með bögg og kjaft og leiðindi og skæting, ekki gera það við mig. Ég er ekki að vinna þarna svo þið getið látið erfiða daginn ykkar bitna á mér. Ef einn enn öskrar á mig útaf einhverju sem ég get ekkert gert í, þá kveiki ég í húsinu hjá viðkomandi. Eða lykla allavega bílinn hans. Án gríns.
Lenti í einhverri ljótri kellingu í dag. Hún var með kjaft við mig BARA til að vera með kjaft. Auðvitað má ég ekkert svara á móti, ég þarf bara að brosa og vera kurteis. Ömó. Ég hefði helst viljað sparka í sköflunginn á henni, en neei ég þarf að sleikja mig upp við hana í staðinn. Frábært. Þetta er ömurlegasta vinna í heimi. En samt, þetta er vinnan mín og ég fæ borgað, svo ég reyni. Ég hef samt takmarkaða þolinmæði í viðbót, svo hagið ykkur.
Já, ég er reiður og bitur unglingur.

Annars var mamma að koma heim, ég ætla að plata hana til að gefa mér nammi.

Síja.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gott að plata mömmur til að gefa sér nammi!!! :P

23/12/06 23:59  
Anonymous Nafnlaus said...

hvernig setur maður eiginlega kommnet hérna!?! ég er svo heimsk! almáttugur, er það ekki bara einn takki? ég er búin að ýta á þá alla,,

31/12/06 13:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að þetta hafi komið núna?

En hverslags? afhverju varstu að keyra út af?
Heyrðu sæta min, við sjáumst í kvöld..

31/12/06 13:34  

Skrifa ummæli

<< Home