,,,
Jæja, komið nýtt ár, og fjórða önnin mín í fnv byrjuð. Ég er í einhverjum skitnum 25 einingum, en er í alveg þrem áföngum utanskóla, sögu 303 og ensku og íslensku 403. Er líka að taka tvo þýskuáfanga, það verður eitthvað fróðlegt. Tek líka enga stærðfræði þessa önnina sem er ósköp ljúft. Í vor verð ég semsagt búin með 90 einingar, gæti semsagt klárað stúdentinn á þremur árum ef ég myndi halda áfram hér í fjölbraut... en ég ætla ekki að gera það :D
Fer miklu frekar bara suður og klára á þrem og hálfu.
Lítið að frétta. Vann og vann og vann allt jólafríið, svo ég á smá pening aukreitis. Stór hluti af honum samt farinn í bensín, nammi og skólabækur svo ég er aftur orðin fátæk.
Áramótin voru ágæt. Fór á ball á Tanganum sem var svosem fínt, ég var bara svo þreytt að ég gafst nánast upp og var bara beiler.
Gerði mér líka ferð í höfuðborgina síðustu helgi og hélt áfram að eyða laununum mínum.
Núna erum ég og Gulur bara flutt á vistina. Honum finnst það ágætt, nema þegar það er kalt og lásarnir frjósa. Það er ekkert rosalega gaman. Ég gaf honum samt ný rúðuþurrkublöð áðan.
Ég er ekki enn búin að keyra útaf hér í Skagafirðinum, og það eru ekki komnar gular rispur á neina bíla hérna. Sko kjéllinn! Ég ætla samt að skilja eftir gula rönd á bílnum hans Auðuns bráðum, hann á það skilið.
Björt er líka mætt á Krókinn, sem er töff.
Þetta ár verður ágætt, einsog einn kennarinn minn orðaði það: "Þetta er Bond árið, 007...". Írlandsferðin okkar stelpnanna, ég flyt suður og verð loksins 18 ára. Getur ekki verið svo slæmt.
-fanneydögggg
Fer miklu frekar bara suður og klára á þrem og hálfu.
Lítið að frétta. Vann og vann og vann allt jólafríið, svo ég á smá pening aukreitis. Stór hluti af honum samt farinn í bensín, nammi og skólabækur svo ég er aftur orðin fátæk.
Áramótin voru ágæt. Fór á ball á Tanganum sem var svosem fínt, ég var bara svo þreytt að ég gafst nánast upp og var bara beiler.
Gerði mér líka ferð í höfuðborgina síðustu helgi og hélt áfram að eyða laununum mínum.
Núna erum ég og Gulur bara flutt á vistina. Honum finnst það ágætt, nema þegar það er kalt og lásarnir frjósa. Það er ekkert rosalega gaman. Ég gaf honum samt ný rúðuþurrkublöð áðan.
Ég er ekki enn búin að keyra útaf hér í Skagafirðinum, og það eru ekki komnar gular rispur á neina bíla hérna. Sko kjéllinn! Ég ætla samt að skilja eftir gula rönd á bílnum hans Auðuns bráðum, hann á það skilið.
Björt er líka mætt á Krókinn, sem er töff.
Þetta ár verður ágætt, einsog einn kennarinn minn orðaði það: "Þetta er Bond árið, 007...". Írlandsferðin okkar stelpnanna, ég flyt suður og verð loksins 18 ára. Getur ekki verið svo slæmt.
-fanneydögggg
4 Comments:
Fáðu þér lásasprey.
Annars bríturðu lykilinn að lokumm inn í skránni.
Ég ælta að fá mér lásasprey við tækifæri:)
Ég á lásasprey, það virkaði ekki.
æji krúttlegi gulur og krúttlega Fanney :D þið eruð svo sæt saman!!
sakna ykkar á rúntinn á hvammstanga..
Bara stemming á króknum!!! EN ekki segja að ég hafi bjargað þér þegar þú varst fyrir sunnan síðast
Skrifa ummæli
<< Home