04 mars 2007

Gula slysið?

Helgin var fín. Föstudagurinn fór í rúnt með sætu fólki. Jón Gústi og Steinar kíktu á Tangadjammið, það var víst eitthvað lítið fjör á Hólmavík. Og eins og flestar helgar upp á síðkastið var ég bara að keyra á meðan flestir aðrir voru að drekka. Mér er svosem sama þannig séð. Þetta er fínt svona. Og að sjálfsögðu var nóg pláss fyrir hrúgu af karlfólki afturí gulu þrumunni.
Ég hlakka samt til þegar Björt fær bílpróf og maður getur farið á rúntinn í rollunni.

Í gærkvöldi kíktum við stelpurnar svo í pottinn á Laugarbakka. Ég, Sunna, Anna og Björt. Það var svo geeeðveikt best. Horfðum á tunglmyrkvann og slöppuðum af. Sunna verður líka feitari með hverjum deginum, enda á hún bara 10 vikur eftir. Geggjað sætt.

Í dag þurfti ég að keyra aftur á Krók. Ég og Björt vorum bara að chilla, og svo var hálka á fjallinu svo ég vandaði mig. Fór varlega og svona, en svo fór bíllinn bara að renna í aðra áttina! Ég náði að rétta hann af, en þá fór hann bara að renna í hina áttina! Kreisí. Endaði á að við fórum útaf á miðju fjallinu og snerum í öfuga átt meiraðsegja. Sniðugt, ha. Sem betur fer var rútan rétt á eftir okkur, og nokkrir af strákunum komu bara út og ýttu kagganum upp á veginn aftur. Sést ekkert á honum frekar en venjulega.
Björt: Þó ég sé alltaf að klúðra einhverju þegar þú ert með mér í bílnum, þá er ég ekki að reyna að drepa þig:P

En vá hvað mér er ekki ætlað að keyra bíl. Ég er enginn glanni eða neitt, ég er annaðhvort bara rosalega óheppin eða einfaldlega lélegur ökumaður. Það hlýtur að vera það fyrra, þar sem mér finnst ég stórkostleg þegar ég er ekki heimsk.
Tvær útafkeyrslur, og tvisvar keyrt á hús. Og bara búin að vera með próf í rúma tvo mánuði. Kannski er þetta met?

Opnir dagar í vikunni, og svo árshátíðin á laugardaginn og þá ætla ég að vera full. Jeeei.

kvfnei.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehe... þetta kemur alltsaman með tímanum... það þarf bara að klára óheppniskvótann og þá kemur ekkert fyrir.. ;-)
það virkaði hjá mér... :-P
een.. flott blogg, sjáumst á Hólmavík 24 mars.. ;-D

7/3/07 13:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Full??? hvað á það að þýða :O ???

7/3/07 16:48  

Skrifa ummæli

<< Home