jez
Kannski er loksins kominn tími á smá blogg.
Þorrablótið var fyrir tveimur vikum, þar var villt. Mjög gaman. Ég var blindfull en tókst samt að standa í fæturnar í fínu hælaskónum mínum. Þegar ég kom heim eftir ballið fór ég að sofa í herberginu mínu, en svo vaknaði ég um morguninn í sófanum inn í stofu. Ég veit ekki alveg hvað var í gangi þar.
Síðustu viku hafa svo bara verið rólegar. Kem heim um helgar og rúnta á Tanganum, mestmegnis með Björt (við horfum á stjörnurnar, geggjað rómó), og á virkum dögum geri ég mitt besta til að mæta í skólann. Bætti meiraðsegja við mig einum áfanga í viðbót um daginn, ensku 503. Er reyndar mánuði á eftirá, en það reddast alveg.
Aksturinn gengur mjög vel. Ég get keyrt á milli Tanga og Króks í hvaða veðri sem er, án þess að valda slysum. Mér tókst samt að keyra á blómabúðina á Króknum um daginn, það var pínu fyndið. Sést samt ekkert á kagganum eins og venjulega. Var líka óhugnanlega nálægt því að skemma eitt skilti í Miðfirðinum í gær. Greyið.
Stella varð 18 í vikunni, svo ég, Anna og Sareir bökuðum geggjaða köku. Með áletrun, nammi, kertum og öllu. Það eru nú bara tíu mánuðir í að ég verði 18.
Svo er Ágústa að fara til Danmerkur á morgun. Ég er geðveikt abbó. Hún ætlar samt að senda mér póstkort.
Þorrablótið var fyrir tveimur vikum, þar var villt. Mjög gaman. Ég var blindfull en tókst samt að standa í fæturnar í fínu hælaskónum mínum. Þegar ég kom heim eftir ballið fór ég að sofa í herberginu mínu, en svo vaknaði ég um morguninn í sófanum inn í stofu. Ég veit ekki alveg hvað var í gangi þar.
Síðustu viku hafa svo bara verið rólegar. Kem heim um helgar og rúnta á Tanganum, mestmegnis með Björt (við horfum á stjörnurnar, geggjað rómó), og á virkum dögum geri ég mitt besta til að mæta í skólann. Bætti meiraðsegja við mig einum áfanga í viðbót um daginn, ensku 503. Er reyndar mánuði á eftirá, en það reddast alveg.
Aksturinn gengur mjög vel. Ég get keyrt á milli Tanga og Króks í hvaða veðri sem er, án þess að valda slysum. Mér tókst samt að keyra á blómabúðina á Króknum um daginn, það var pínu fyndið. Sést samt ekkert á kagganum eins og venjulega. Var líka óhugnanlega nálægt því að skemma eitt skilti í Miðfirðinum í gær. Greyið.
Stella varð 18 í vikunni, svo ég, Anna og Sareir bökuðum geggjaða köku. Með áletrun, nammi, kertum og öllu. Það eru nú bara tíu mánuðir í að ég verði 18.
Svo er Ágústa að fara til Danmerkur á morgun. Ég er geðveikt abbó. Hún ætlar samt að senda mér póstkort.
3 Comments:
Hahaha, ég var spömmuð!
Hehe magnaðar myndir hjá þér;)
heeei.. hva segiru.. áttu ekki fullt af myndum af þorrablótinu..! þú ´veerður að senda mér einhverjar myndir. vantar að halda í þessar minningar. :-P
Skrifa ummæli
<< Home