mr. hvamestange
Miðannarprófavika. Sex próf fyrir mig núna, og bara tvö eftir. Ég er búin að rúlla þessu upp hingað til, og býst ekki við öðru á morgun.
Annars var söngkeppni FNV í síðustu viku, Butt Plug slógu í gegn, en unnu samt ekki. Annað sætið verður að duga. Annars var Birkir geggjað sexí með gerviyfirvaraskeggið.
Það var mikið fjör á vistinni eftir keppnina, svo mikið fjör að hálf vistin fékk áminningu daginn eftir. Vel gert, vel gert. Brunavarnakerfið var líka í gangi alla nóttina, afþví einhver gáfnaljós sprautuðu úr slökkvitækjum um allan ganginn á annarri hæð, og úr brunaslöngum á fyrstu og þriðju. Ekkert sérstaklega töff.
Ég fór líka heim síðustu helgi og eyddi henni í að rúnta. Tangarúntur er bestur, sérstaklega með jafn sætu fólki og Björt, Önnu og Karli. Við vorum samt eina fólkið í bænum, það sást ekki ein manneskja úti eftir ellefu. Draugabær.
Ég er búin að vera föst í bókum alla vikuna. Helgin fór í Íslandsklukkuna hans Laxness (kallið mig föðurlandssvikara en ég veit ekkert leiðinlegra en Laxness!), þriðjudagurinn í A Star Called Henry (graðir Írar sem drepa hvor aðra með tréfótum) og gærdagurinn fór í A Country of Last Things (fáránlega léleg bók, það er eins og höfundurinn hafi ekki lesið yfir hana áður en hún var send í prentun).
Skítlétt grunnteikning og franska svo á morgun. Nenni ekki að læra.
Ég hlakka til að fara heim á morgun og geta borðað eitthvað gott. Ég bíð spennt eftir matareitruninni og salmónellunni úr þessum kúk sem er verið að gefa okkur í mötuneytinu.
Tíkall fyrir þann sem nennir að berja Stephanie Forrester í hausinn með tréfót.
-Fnei
Annars var söngkeppni FNV í síðustu viku, Butt Plug slógu í gegn, en unnu samt ekki. Annað sætið verður að duga. Annars var Birkir geggjað sexí með gerviyfirvaraskeggið.
Það var mikið fjör á vistinni eftir keppnina, svo mikið fjör að hálf vistin fékk áminningu daginn eftir. Vel gert, vel gert. Brunavarnakerfið var líka í gangi alla nóttina, afþví einhver gáfnaljós sprautuðu úr slökkvitækjum um allan ganginn á annarri hæð, og úr brunaslöngum á fyrstu og þriðju. Ekkert sérstaklega töff.
Ég fór líka heim síðustu helgi og eyddi henni í að rúnta. Tangarúntur er bestur, sérstaklega með jafn sætu fólki og Björt, Önnu og Karli. Við vorum samt eina fólkið í bænum, það sást ekki ein manneskja úti eftir ellefu. Draugabær.
Ég er búin að vera föst í bókum alla vikuna. Helgin fór í Íslandsklukkuna hans Laxness (kallið mig föðurlandssvikara en ég veit ekkert leiðinlegra en Laxness!), þriðjudagurinn í A Star Called Henry (graðir Írar sem drepa hvor aðra með tréfótum) og gærdagurinn fór í A Country of Last Things (fáránlega léleg bók, það er eins og höfundurinn hafi ekki lesið yfir hana áður en hún var send í prentun).
Skítlétt grunnteikning og franska svo á morgun. Nenni ekki að læra.
Ég hlakka til að fara heim á morgun og geta borðað eitthvað gott. Ég bíð spennt eftir matareitruninni og salmónellunni úr þessum kúk sem er verið að gefa okkur í mötuneytinu.
Tíkall fyrir þann sem nennir að berja Stephanie Forrester í hausinn með tréfót.
-Fnei
1 Comments:
ó já ég var sko sexy...
Skrifa ummæli
<< Home