asdf is my middle name
Þessi vika er búin að vera ágæt. Einkunnirnar úr miðannarprófunum eru búnar að vera að hlaðast upp, og vitiði hvað? Ég fékk 10 í bæði ens403 og ens503. Algjört rúst, þar sem ég er í 403 utanskóla, og byrjaði ekki í 503 fyrr en mánuður var búinn af önninni. 9 í frönsku og þýsku og svo var restin eitthvað aðeins lægra. Ég er samt ekki ennþá búin að fá úr íslensku, þó það séu tvær vikur síðan ég tók prófið úr því. Iss. Léleg þjónusta.
Opnu dagarnir byrjuðu á miðvikudaginn, fór á eitthvað ömurlegt jóganámskeið. Það var geðveikt erfitt að hlæja ekki, því þetta var svo asnalegt. Svo var ég á skartgripanámskeiði í gærmorgun, þar sem við lærðum að búa til hálsmen úr þæfðum ullarboltum. Ég gerði mjög fallegt hálsmen, sem ég á aldrei eftir að geta skilið við mig, hahaha.
Svo var háskólakynning á Akureyri í gær, og ég og Anna ákváðum að nýta ferðina. Tókum Eyþór líka með okkur(sem betur fer, því annars hefðum við endað á Egilsstöðum), og yfirgáfum sólríkan og hlýjan Skagafjörðinn fyrir rigninguna í Eyjafirði. Frábært. Ég fékk að prófa að keyra á ljósum og tvöföldum akreinum í fyrsta skiptið. Það var erfitt. Fór meiraðsegja tvisvar á öfuga akrein á móti umferð... klaufa ég. Samt gerðist ekkert slæmt, það voru engir bílar, svo ég slapp. Hringtorgin vöfðust aðeins fyrir mér, en það reddaðist.
Háskólakynningin var ágæt, ég á örugglega aldrei eftir að geta ákveðið skóla. Ætli það verði samt ekki annaðhvort HÍ eða Bifröst fyrir valinu. Bara eitt og hálft ár í að ég byrji í háskóla, þetta verður rosalegt.
Eftir kynninguna fórum við aðeins í búðir, borðuðum á Subway, rákumst meiraðsegja á Marcel á göngugötunni. Kíktum síðan á vistina í heimsókn til Karls og Benjamíns. Mig langar í vistina þeirra, okkar er svo ógeðsleg. Hah, ég og Anna fundum meiraðsegja herbergið hans Þorsteins sem var með okkur í grunnskóla og fórum í óvænta heimsókn. Hann virtist reyndar ekkert rosalega glaður að sjá okkur, skil ekki hvað var í gangi þar...
Fórum á rúntinn á Akureyri, sem var rosalega gaman þar sem þeir hafa rúnthring, á meðan það er bara rúntgata á Króknum og Tanganum :o
Tókum Karl með okkur í bíó á Smoking Aces. Ágætis mynd.
Í dag var æsispennandi fyrirlestur um "Líf eftir dauðann". Ég var skíthrædd við gaurinn sem hélt þetta, hann var geðveikt geðsjúklingslegur talandi um drauga, sumarlandið, sólarlandið og svo einhverja litla ljósálfa með vængi... Kommon, hve ruglað getur fólk verið.
Árshátíðin er á morgun, fullt af fólki að koma á ballið. Þessvegna ætla ég að vera á Króknum um helgina. Mér finnst geðveikt skrítið að vera hérna á föstudagskvöldi, þegar ég er venjulega heima með familíunni. Ég er líka ekki frá því að smá heimþrá sé að gera vart við sig.
Btw, ég þurfti að keyra út í Varmahlíð áðan að ná í Karl sem kom með rútunni, og ég villtist á leiðinni þangað. Tvisvar. En hey, ég fór þó ekki útaf!
-Fnei.
Opnu dagarnir byrjuðu á miðvikudaginn, fór á eitthvað ömurlegt jóganámskeið. Það var geðveikt erfitt að hlæja ekki, því þetta var svo asnalegt. Svo var ég á skartgripanámskeiði í gærmorgun, þar sem við lærðum að búa til hálsmen úr þæfðum ullarboltum. Ég gerði mjög fallegt hálsmen, sem ég á aldrei eftir að geta skilið við mig, hahaha.
Svo var háskólakynning á Akureyri í gær, og ég og Anna ákváðum að nýta ferðina. Tókum Eyþór líka með okkur(sem betur fer, því annars hefðum við endað á Egilsstöðum), og yfirgáfum sólríkan og hlýjan Skagafjörðinn fyrir rigninguna í Eyjafirði. Frábært. Ég fékk að prófa að keyra á ljósum og tvöföldum akreinum í fyrsta skiptið. Það var erfitt. Fór meiraðsegja tvisvar á öfuga akrein á móti umferð... klaufa ég. Samt gerðist ekkert slæmt, það voru engir bílar, svo ég slapp. Hringtorgin vöfðust aðeins fyrir mér, en það reddaðist.
Háskólakynningin var ágæt, ég á örugglega aldrei eftir að geta ákveðið skóla. Ætli það verði samt ekki annaðhvort HÍ eða Bifröst fyrir valinu. Bara eitt og hálft ár í að ég byrji í háskóla, þetta verður rosalegt.
Eftir kynninguna fórum við aðeins í búðir, borðuðum á Subway, rákumst meiraðsegja á Marcel á göngugötunni. Kíktum síðan á vistina í heimsókn til Karls og Benjamíns. Mig langar í vistina þeirra, okkar er svo ógeðsleg. Hah, ég og Anna fundum meiraðsegja herbergið hans Þorsteins sem var með okkur í grunnskóla og fórum í óvænta heimsókn. Hann virtist reyndar ekkert rosalega glaður að sjá okkur, skil ekki hvað var í gangi þar...
Fórum á rúntinn á Akureyri, sem var rosalega gaman þar sem þeir hafa rúnthring, á meðan það er bara rúntgata á Króknum og Tanganum :o
Tókum Karl með okkur í bíó á Smoking Aces. Ágætis mynd.
Í dag var æsispennandi fyrirlestur um "Líf eftir dauðann". Ég var skíthrædd við gaurinn sem hélt þetta, hann var geðveikt geðsjúklingslegur talandi um drauga, sumarlandið, sólarlandið og svo einhverja litla ljósálfa með vængi... Kommon, hve ruglað getur fólk verið.
Árshátíðin er á morgun, fullt af fólki að koma á ballið. Þessvegna ætla ég að vera á Króknum um helgina. Mér finnst geðveikt skrítið að vera hérna á föstudagskvöldi, þegar ég er venjulega heima með familíunni. Ég er líka ekki frá því að smá heimþrá sé að gera vart við sig.
Btw, ég þurfti að keyra út í Varmahlíð áðan að ná í Karl sem kom með rútunni, og ég villtist á leiðinni þangað. Tvisvar. En hey, ég fór þó ekki útaf!
-Fnei.
2 Comments:
hehe... já það var nú gott að þú skulir ekki hafa farið útaf... en svona í alvöru, er hægt að villast á leiðinni frá krók og í varmahlíð..? eru þetta ekki bara 20 kílómetrar eða e-h
Ja, það fer eftir því í hvaða átt maður fer:P Það eru þrjár leiðir út úr bænum, og ég valdi tvisvar vitlausa...
Skrifa ummæli
<< Home