08 apríl 2007

Blogg dagsins

Kominn tími á blogg. Páskafríið er alveg að klárast og ég er miður mín. Fékk líka svo lítið frí afþví ég var alltaf að vinna. Kaupfélagið er besti vinur minn þessa dagana. Mun líklegast eyða öðru sumri þar, læst inni allan daginn og missi af sumrinu. Fokk hvað ég ætla samt að fara í útilegur um hverja helgi, hver er geim?
Föstudaginn fyrir rúmri viku kíktum við suður, héldum óvænta veislu fyrir ömmu mína á Grillinu á Hótel Sögu. Hún er orðin 75 ára og ennþá rosasæt. Allavega mættum við öll sem teljumst tæknilega séð sem "afkomendur" hennar. Hún varð svo hissa þegar hún sá okkur að við héldum fyrst að hún væri að fá hjartaáfall. Þetta var rosalega fínn matur, sex rétta máltíð takk fyrir! Reyndar voru þrír fyrstu réttirnir fiskiforréttir, og fiskur er ekki besti vinur minn. Þannig að ég púllaði bara mötuneytið á þetta og reyndi að láta líta út fyrir að ég hefði smakkað... sem ég gerði ekki. Dádýrið sem var í aðalrétt var samt geðveikt gott (það eru til dádýr í kvh, prófið), og svo voru tveir eftirréttir. Úff.
Þrátt fyrir að hafa verið að vinna like brjálæðingur allan miðvikudaginn ákvað ég að skella mér á ball í víðihlíð. Karl Ásgeir var driver, og kíktum líka í smá fyrirpartí hjá Helgu. Það er hægt að segja að ég hafi fengið mér aðeins of mikið í glas, og afleiðingarnar af því eru víst mjög flottar rassamyndir sem ég hef samt ekki ennþá fengið að sjá.
Annars hafa kvöldin farið í rúnt að mestu leyti, og ég og Lára ætluðum bara að hafa það rólegt á tangarúntinum í gærkvöldi. Það var ball á Blönduósi, en við nenntum ekki og ég átti engan pening og svona. Eeen mér var mútað til að vera driver. Reddað mér bíl, borgað mér pening, og borgað fyrir mig inn á ballið! Já, ég fékk sko að keyra nýja og sæta Hondu á Blöbbann. Ég og Lára vorum team edrú og stóðum okkur nokkuð vel. Ég fékk svo lítinn fyrirvara fyrir þetta að ég var ennþá bara í fötunum sem ég hafði verið að vinna í allan daginn, og fékk nokkur komment vegna rangs klæðaburðar, hahaha. Ég hafði aldrei keyrt sjálfskiptan bíl áður (fyrir utan þegar ég keyrði súbbann okkar heim úr kaupfélaginu, og pabba þykir svo vænt um bílinn að hann var með tárin í augunum), en þetta reddaðist. Kallarnir afturí voru samt að drepast úr gelgju, og það gekk eitthvað brösuglega að komast bæði af stað og til baka...
Annars ætla ég aldrei aftur edrú á ball. Það var skrítið að sjá alla blindfulla og dettandi, slefandi, strákarnir að slást og stelpurnar grenjandi... ég vil frekar bara vera með!

Mér finnst páskaegg ógeðsleg.

-fneyd.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hehe... jú ég er alveg geim í nokkrar útilegur í sumar sko.. annars fékk ég hræðilega mikið ógeð á páskaeggjum á sunnudaginn líka.. náttla þunnur að borða.. :/
een allavega.. verum í bandi með þessar útilegur.. :P

10/4/07 20:12  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey! mig langar líka í útilegur... Kanski svona aðra þingvallarferð, nema nóttu lengri og með aðeins sterkari drykkjum:) Það væri svoldið sætt.

11/4/07 22:47  
Anonymous Nafnlaus said...

við ætlum sko að skella okkur í Reykjahlíð í sumar!

19/4/07 17:00  

Skrifa ummæli

<< Home