...
Kannski maður reyni að blogga aðeins. Árshátíðin var þarsíðustu helgi og var bara þónokkuð fín. Við gelgjurnar tókum allan daginn í að gera okkur sætar, en það gerir nú allt miklu skemmtilegra. Maturinn var fínn, skemmtiatriðin hress og ballið, tjah, fullt. Það var alls konar vitleysa í gangi, en það er bara skemmtilegra. Svo voru Benjamín og vinir hans með eftirpartí sem sló alveg í gegn.
Svo tókst mér að verða veik aftur. Fyrir tveimur vikum var ég veik í þrjá daga, og svo aftur þrjá daga í síðustu viku. Er ennþá slöpp og með hálsbólgu. Svo var næstum liðið yfir mig í þýsku í dag, rosa fjör.
Ég mátti ekki fara heim á bílnum um helgina. Mamma og pabbi komust að því að ég hefði verið tekin fyrir of hraðan akstur, og jah, það var sko ekki til að auka traust þeirra á mér. Ég held þau séu alveg við það að klippa í sundur ökuskírteinið mitt.
En jæja, helgin var svosem ágæt. Það var brjáluð hríð og vesen, og ég bíllaus, svo ég tók því bara rólega. Var líka að vinna á laugardeginum. Vantar pening. Fyrst ég þurfti að fara með rútunni heim um helgina, á ég engan pening fyrir mat þessa vikuna. Svekk.
Við þurfum reyndar aðeins að skreppa á Tangann í kvöld, sjáum hvernig það gengur, þar sem það var allt hálfófært í gær.
Svo var einhver verkfærasala í félagsheimilinu, við kíktum í gær og ég gjörsamlega missti mig. Keypti fullt af strigum ódýrt, trönur, kærasta og nýja akrýlliti... Þannig að mér á ekkert eftir að leiðast á næstunni.
-fney.d
Svo tókst mér að verða veik aftur. Fyrir tveimur vikum var ég veik í þrjá daga, og svo aftur þrjá daga í síðustu viku. Er ennþá slöpp og með hálsbólgu. Svo var næstum liðið yfir mig í þýsku í dag, rosa fjör.
Ég mátti ekki fara heim á bílnum um helgina. Mamma og pabbi komust að því að ég hefði verið tekin fyrir of hraðan akstur, og jah, það var sko ekki til að auka traust þeirra á mér. Ég held þau séu alveg við það að klippa í sundur ökuskírteinið mitt.
En jæja, helgin var svosem ágæt. Það var brjáluð hríð og vesen, og ég bíllaus, svo ég tók því bara rólega. Var líka að vinna á laugardeginum. Vantar pening. Fyrst ég þurfti að fara með rútunni heim um helgina, á ég engan pening fyrir mat þessa vikuna. Svekk.
Við þurfum reyndar aðeins að skreppa á Tangann í kvöld, sjáum hvernig það gengur, þar sem það var allt hálfófært í gær.
Svo var einhver verkfærasala í félagsheimilinu, við kíktum í gær og ég gjörsamlega missti mig. Keypti fullt af strigum ódýrt, trönur, kærasta og nýja akrýlliti... Þannig að mér á ekkert eftir að leiðast á næstunni.
-fney.d
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home