tr00
Ég gleymi alltaf að blogga. Er oft búin að skrifa það allt í huganum, en svo fer það eitthvað fyrir ofan garð og neðan. Ekki töff sko.
Ég er allavega búin að skrá mig í þrjá áfanga í sumarskóla Versló; einhvern tolkien áfanga í ensku, íslensku 503 og áfanga í listasögu. Ég er ógeðslega spennt fyrir þessum listasöguáfanga, er byrjuð að lesa bókina og þetta er svo skemmtilegt og áhugavert að ég ræð mér varla. Það er ekki hægt að segja það sama um Íslenskuna. Við eigum að lesa Sjálfstætt fólk eftir Laxness(sem er totally ekki besti vinur minn), og ég reddaði mér bókunum á bókasafninu. Þegar ég tékkaði síðan á bókunum sá ég eiginlega eftir því að hafa ekki bara keypt þær. Það kom nefnilega í ljós að þessar bækur eru úr fyrstu útgáfunni af Sjálfstæðu fólki, og komu út 1934-1935 takk fyrir. Án gríns, þá eru sumar blaðsíðurnar byrjaðar að molna úr elli og ég verð að geta í eyðurnar. Frábært. Kannski maður ætti að redda sér frumútgáfu af biblíunni svona við tækifæri, spennusaga frá árinu 500 þar sem jesús er vondi kallinn og júdas ískarjot sá sæti og skemmtilegi og mæja mey er lesbó.
Mér og Björt leiddist síðustu helgi og okkur langaði í ís. Sjoppan hérna á Tanganum er bara svo glötuð að þegar hún er ekki lokuð þá selur hún ekki ís í vél. Jæja, við ætluðum þá bara að skella okkur á Blönduós til að fá okkur ís. En úps, vorum aðeins of lengi á leiðinni og það var búið að loka blöbbabúllunni þegar við komum þangað. En andskotinn hafi það, ekki ætluðum við að fara heim íslausar, svo við héldum áfram. Já gott fólk, við fórum á Sauðárkrók, keyptum okkur ís og bensín og fórum svo heim aftur. Hve töff getur maður verið.
Við í Kaupfélaginu héldum staffapartí í gær. Fólkið í fæðó á efri hæðinni er alltaf að hafa partí og borða köku, svo við vildum líka partí, sérstaklega afþví anna boss var að hætta í kvh og að byrja að vinna á efri hæðinni hjá erkióvinunum. Brynja reddaði málunum og bauð okkur í grillpartí á Laugarbakka. Það var geggjað fjör, það var gott veður og við spiluðum krikket og liðið mitt vann, og svo fór að rigna og við spiluðum partí og kó og mitt lið tapaði. Ég fór á laugarbakka á bíl, en svo var svo gaman þar að ég var ekki í ástandi til að keyra heim aftur. En mér er alveg sama, þetta var geggjað gaman og mig langar í meira svona fjör. Það er líka svo sætt fólk í kaupfélaginu.
Var að vinna í dag og það var ótrúlega rólegt fyrst og bara chill, en svo fylltist kaupfélagið af fólki með öskrandi börn. Ooog það versnaði. Já, fólkið gaf krökkunum trúðaís með flautu, svo þá var kaupfélagið fullt af öskrandi börnum í sykurvímu, með flautur í þokkabót! Ég hélt ég myndi fá heilablóðfall af pirringi, en ég lifði þetta af. Eintóm illgirni í þessum foreldrum að láta börnin fá útrás í kaupfélaginu, svo þau verði komin með leið á þessum asnalegu flautum þegar þau eru komin heim.
Það er líka annað sem fer mjög í taugarnar á mér í kaupfélaginu. Það er þegar fólk rétt treður sér inn um dyrnar á lokunartíma, það veit að við erum að loka, en er bara svo ótrúlega sjálfselskt og ljótt að það er bara að hanga og skoða og spjalla og svona. Þeim er alveg sama þótt ég þurfi að bíða og bíða og bíða á kassanum og þeim er alveg sama þótt ég sé svöng og mig langi heim að borða matinn hennar mömmu. Hví gerir fólk þetta? Hví kemur það vísvitandi á lokunartíma og flýtir sér ekki einusinni? Ég skil það ekki. Ég er aldrei vond við fólk að ástæðulausu (nema það sé ljótt, eigi það skilið, eða ég sé á þeim tíma mánaðarins). Svona langt myndi ég þó aldrei ganga. Skammist ykkar.
Fyrst ég er nú í kaupfélagssögunum, þá lenti ég í mjög hræðilegum aðstæðum í fyrradag. Ég var á kassa og það kom randafluga inn. Án gríns, þá var þessi fluga svo stór að ég hélt fyrst að hún væri fugl. Afa hennar Söreir fannst flykkið alveg frábært. Ég skrækti bara, dinglaði og dró flíspeysuna yfir höfuðið þangað til flugan fór út. Svo gerðist þetta sama aftur. Í þriðja skiptið fór flugan ekki út. Þá hljóp ég inn á lager og var byrjuð að skjálfa, en ákvað svo að vera bara harða gellan sem hræðist ekkert og ætlaði að reyna að afgreiða nokkur epli. Ég var samt ekki harðari en svo að þegar ég sá fluguna tróð ég mér undir kassann og fór að gráta þangað til flugan fór út. Mér fannst þetta samt svo hallærislega fyndið að ég flissaði á milli ekkasoganna. Ég er semsagt ekkert hörð gella, ég er bara glötuð gella.
Ég er líka að spá að plata mannanafnanefnd í að leyfa mér að taka upp aðra ritmynd af nafninu mínu. Þá myndi ég heita Fanei eða Fannei. Ég er ekki enn búin að sætta mig við nafnið mitt, þegar fólk kallar "Fanney" á mig eða ég les einhverstaðar nafnið mitt, fatta ég aldrei strax að það sé verið að meina mig. Komin næstum átján ár og ég man ekki ennþá hvað ég heiti. En ef ég héti Fanei þá væri þetta allt annað mál. Það er ógleymanlegt.
-Fanei (hin eina sinnar tegundar).
Ég er allavega búin að skrá mig í þrjá áfanga í sumarskóla Versló; einhvern tolkien áfanga í ensku, íslensku 503 og áfanga í listasögu. Ég er ógeðslega spennt fyrir þessum listasöguáfanga, er byrjuð að lesa bókina og þetta er svo skemmtilegt og áhugavert að ég ræð mér varla. Það er ekki hægt að segja það sama um Íslenskuna. Við eigum að lesa Sjálfstætt fólk eftir Laxness(sem er totally ekki besti vinur minn), og ég reddaði mér bókunum á bókasafninu. Þegar ég tékkaði síðan á bókunum sá ég eiginlega eftir því að hafa ekki bara keypt þær. Það kom nefnilega í ljós að þessar bækur eru úr fyrstu útgáfunni af Sjálfstæðu fólki, og komu út 1934-1935 takk fyrir. Án gríns, þá eru sumar blaðsíðurnar byrjaðar að molna úr elli og ég verð að geta í eyðurnar. Frábært. Kannski maður ætti að redda sér frumútgáfu af biblíunni svona við tækifæri, spennusaga frá árinu 500 þar sem jesús er vondi kallinn og júdas ískarjot sá sæti og skemmtilegi og mæja mey er lesbó.
Mér og Björt leiddist síðustu helgi og okkur langaði í ís. Sjoppan hérna á Tanganum er bara svo glötuð að þegar hún er ekki lokuð þá selur hún ekki ís í vél. Jæja, við ætluðum þá bara að skella okkur á Blönduós til að fá okkur ís. En úps, vorum aðeins of lengi á leiðinni og það var búið að loka blöbbabúllunni þegar við komum þangað. En andskotinn hafi það, ekki ætluðum við að fara heim íslausar, svo við héldum áfram. Já gott fólk, við fórum á Sauðárkrók, keyptum okkur ís og bensín og fórum svo heim aftur. Hve töff getur maður verið.
Við í Kaupfélaginu héldum staffapartí í gær. Fólkið í fæðó á efri hæðinni er alltaf að hafa partí og borða köku, svo við vildum líka partí, sérstaklega afþví anna boss var að hætta í kvh og að byrja að vinna á efri hæðinni hjá erkióvinunum. Brynja reddaði málunum og bauð okkur í grillpartí á Laugarbakka. Það var geggjað fjör, það var gott veður og við spiluðum krikket og liðið mitt vann, og svo fór að rigna og við spiluðum partí og kó og mitt lið tapaði. Ég fór á laugarbakka á bíl, en svo var svo gaman þar að ég var ekki í ástandi til að keyra heim aftur. En mér er alveg sama, þetta var geggjað gaman og mig langar í meira svona fjör. Það er líka svo sætt fólk í kaupfélaginu.
Var að vinna í dag og það var ótrúlega rólegt fyrst og bara chill, en svo fylltist kaupfélagið af fólki með öskrandi börn. Ooog það versnaði. Já, fólkið gaf krökkunum trúðaís með flautu, svo þá var kaupfélagið fullt af öskrandi börnum í sykurvímu, með flautur í þokkabót! Ég hélt ég myndi fá heilablóðfall af pirringi, en ég lifði þetta af. Eintóm illgirni í þessum foreldrum að láta börnin fá útrás í kaupfélaginu, svo þau verði komin með leið á þessum asnalegu flautum þegar þau eru komin heim.
Það er líka annað sem fer mjög í taugarnar á mér í kaupfélaginu. Það er þegar fólk rétt treður sér inn um dyrnar á lokunartíma, það veit að við erum að loka, en er bara svo ótrúlega sjálfselskt og ljótt að það er bara að hanga og skoða og spjalla og svona. Þeim er alveg sama þótt ég þurfi að bíða og bíða og bíða á kassanum og þeim er alveg sama þótt ég sé svöng og mig langi heim að borða matinn hennar mömmu. Hví gerir fólk þetta? Hví kemur það vísvitandi á lokunartíma og flýtir sér ekki einusinni? Ég skil það ekki. Ég er aldrei vond við fólk að ástæðulausu (nema það sé ljótt, eigi það skilið, eða ég sé á þeim tíma mánaðarins). Svona langt myndi ég þó aldrei ganga. Skammist ykkar.
Fyrst ég er nú í kaupfélagssögunum, þá lenti ég í mjög hræðilegum aðstæðum í fyrradag. Ég var á kassa og það kom randafluga inn. Án gríns, þá var þessi fluga svo stór að ég hélt fyrst að hún væri fugl. Afa hennar Söreir fannst flykkið alveg frábært. Ég skrækti bara, dinglaði og dró flíspeysuna yfir höfuðið þangað til flugan fór út. Svo gerðist þetta sama aftur. Í þriðja skiptið fór flugan ekki út. Þá hljóp ég inn á lager og var byrjuð að skjálfa, en ákvað svo að vera bara harða gellan sem hræðist ekkert og ætlaði að reyna að afgreiða nokkur epli. Ég var samt ekki harðari en svo að þegar ég sá fluguna tróð ég mér undir kassann og fór að gráta þangað til flugan fór út. Mér fannst þetta samt svo hallærislega fyndið að ég flissaði á milli ekkasoganna. Ég er semsagt ekkert hörð gella, ég er bara glötuð gella.
Ég er líka að spá að plata mannanafnanefnd í að leyfa mér að taka upp aðra ritmynd af nafninu mínu. Þá myndi ég heita Fanei eða Fannei. Ég er ekki enn búin að sætta mig við nafnið mitt, þegar fólk kallar "Fanney" á mig eða ég les einhverstaðar nafnið mitt, fatta ég aldrei strax að það sé verið að meina mig. Komin næstum átján ár og ég man ekki ennþá hvað ég heiti. En ef ég héti Fanei þá væri þetta allt annað mál. Það er ógleymanlegt.
-Fanei (hin eina sinnar tegundar).
3 Comments:
hey við komum í búðina 3 mín eftir lokun, flýttum okkur eins og við gátum og vorum ekkert að spjalla neitt...okkur vantaði bara eikkað til að blanda í... þú hefðir skilið þetta ef þú hefðir verið í okkar sporum ;)
hehehe þetta var mjög fyndið með fluguna og ég er sjálf mjög skellkuð, kv konan á hinum kassanum :)
Aníta hrædd við randaflugur?!?! aldrei!
Skrifa ummæli
<< Home