02 maí 2007

Jæja, söngkeppninni loksins lokið. Fór fram úr björtustu vonum, og þetta var rosalega skemmtilegt. Skelli inn myndum við tækifæri.
Svo var ball með Geirmundi eftirá, sem var líka skemmtilegt. Ég var reyndar orðin alltof full, svo ég fór bara snemma heim úr eftirpartýinu.
Sunnudagurinn var ekki jafn skemmtilegur, þar sem heilsan var ekki upp á sitt besta. Úff.

Annars er ég búin að vera bíllaus í viku. Litla krúttið mitt brotnaði á leiðinni til Hvammstanga um daginn á Þverárfjallsvegi rétt hjá Blönduósi, og ég þurfti að skilja hann eftir. Elsku Mr. Yellow. Vorum fastar úti í sveit með bilaðan bíl í símasambandsleysi og geggjað vesen. Hittum sem betur fer geggjað sætan bónda á næsta bæ sem leyfði okkur bara að hanga heima hjá sér meðan við biðum eftir mömmu, og hann gaf okkur líka ís.

Sumarið er loksins komið, það er enginn vafi á því. Sólskin og hiti alla helgina - svo ljúft. Prófin eru líka byrjuð. Búin í tveimur prófum sem voru bæði þýska. Elska þýsku. Rústaði þessum prófum, og geri ráð fyrir að enskuprófin á föstudaginn eigi eftir að ganga svipað vel.

Skrítið samt að eiga aldrei eftir að fara í tíma í þessum skóla aftur. Og eftir tvær vikur mun ég yfirgefa þessa skítugu vist að eilífu og flytja í Kaupfélagið á Hvammstanga. Vúhú!


-Fann-gay

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home