20 maí 2007

...

Aaah, búin að yfirgefa vistina fyrir fullt og allt! Skellti mér í próf í frönsku (sem ég btw gjörsamlega rúllaði upp) og í sögu (sem ég rúllaði ekki upp) á þriðjudaginn, skrúbbuðum "the crib" og ég brunaði heim. Þannig að núna er ég bara að vinna í kaupfélaginu flesta daga, sem er svosem ágætt. Skárra en margt annað, geri ég ráð fyrir.
Í gærkvöldi skelltum við Sareir okkur í Staðarskála til að kaupa okkur nammi, fyrst það var búið að loka sjoppunni á tanganum (glötuð búlla sko), og rákumst þar á Björt og Önnu sem voru að koma af vakt á hótelinu. Fyndið. Í bakaleiðinni stoppuðum við svo í sveitinni hjá Grétu, sem sýndi okkur búfénaðinn. Sætar rollur þar. Ég og eitt lítið sætt fullkomið lamb bundumst heitum ástarböndum. Ó, ég vildi að við gætum eytt lífinu saman. Hittum líka litla kjúklinga og hvolp og líka geðveikt stóran og feitan hund.
Látið Grétu einhverntímann segja ykkur söguna af lambinu Gæfu, hún var að segja okkur frá henni í matsalnum um daginn og ég grenjaði úr hlátri næstu klukkutímana. Fáránlegt.

Ég er í fríi næstu helgi, sem er einmitt löng helgi, og ætla í útilegu. Mér er alveg sama hvert, mig langar bara til að keyra út í rassgat, sofa í skítugu litlu tjaldi, grilla og drekka bjór. Hver er geim?

-Fanney

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home