10 maí 2007

frk terroristi

Jæja, komin heim í langt helgarfrí í bili. Fékk bílinn minn aftur síðustu helgi. Kominn á sumardekk með álfelgunum og meiraðsegja loksins búið að líma brettið yfir númeraljósin aftur. Ógsla sætur. Hann er líka ökufær aftur.
Búin í sjö prófum. Búið að ganga mjög vel hingað til, nema kannski í íslensku, en ég bjóst ekki við öðru. Dönskuprófið var reyndar fáránlega langt, þótt við hefðum ekki haft neitt námsefni alla önnina og þetta átti að vera bara hálft próf... kennarinn gleymdi víst tímamörkunum. Ég er ógeðslega ósátt út í dönskukennarann minn núna, þar sem hún skeindi sér á ritgerðinni minni. Án gríns, þá skrifaði hún "Copy/paste?" á spássíuna. Jánei ég stel ekki ritgerðum, NASISTI. Ég fórnaði nætursvefni mínum, líkamlegri heilsu og geðheilsu fyrir þessa ritgerð, og þetta fæ ég í staðinn. Frábært.
Tölvan mín var líka að koma úr viðgerð í morgun. Ákvað að gefa upp andann síðustu helgi og neitaði að gera nokkurn skapaðan hlut, en eftir þónokkrar heimsóknir í Tengil þá virkaði hún aftur. Sem betur fer, ég var farin að hárreyta mig af fráhvarfseinkennum þegar ég þurfti að vera tölvulaus alla vikuna. Prófaði aðeins þessar skítugu vistartölvur til þess allra nauðsynlegasta, en oj ég kem ekki nálægt þeim aftur.

Það helsta í fréttum þessa dagana er að Sunna Mary og Ævar eignuðust fullkominn lítinn sætan strák um helgina, og eru þar með orðin fullgildir foreldrar. Til hamingju elskurnar!

Kosningar um helgina, og ég fæ ekki að vera með. Algjör skandall.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home