20 júní 2007

blogg

Heyrðu já, kominn tími á blogg einu sinni enn.

Að vanda snýst allt líf mitt um yndislega kaupfélagið okkar. Á föstudaginn slitnaði samt ljósleiðari og netkerfið virkaði ekki svo við gátum ekki tekið við kortum. Það var ekkert sérstaklega yndislegt. Mér leið pínu eins og ég væri föst í Jericho þáttunum á skjáeinum (sem eru btw leiðinlegustu þættir í heimi) og heimsendir nálgaðist. Já, frekar vil ég nú kjarnorkusprengju heldur en reiða og stressaða viðskiptavini.
Svo skelltum ég, Björt og Helga Rakel okkur á Akureyri á Bíladaga. Ég og Björt tjölduðum rétt fyrir utan Ak þar sem nánast allir frá Hvammstanga og einhverjir auka voru búnir að planta sér. Jón Gústi og Bjarki mættu líka sem var töff. Þeir redduðu okkur meiraðsegja Guðrúnu Sonju sem var ennþá meira töff. Við grilluðum, drukkum, kíktum í bæinn og vorum töff. Veðrið hefði ekki getað verið yndislegra.
Það var geggjað drama á laugardagskvöldinu, vorum í bænum alla nóttina. Þorvarður lamdi Benjamín sem þurfti að fá fimm spor í augabrúnina, og Elín ætlaði að lemja Björt útaf einhverju fáránlegu. Já, svona er ungviðið í dag. Maður var hættur að kippa sér upp við það þegar einhverjir gaurar voru að taka hvor annan hálstaki og stappa á höfðinu á hvor öðrum við hliðiná manni.
Yndislegt. Útifyllerí eru það eina sanna á sumrin. Ég og Ævar kíktum reyndar inná Kaffi Amor, en það var bara gay í orðsins fyllstu merkingu. Það voru bara hommar þarna inni.
Bíladagar voru samt æði. Yyyndislegt að vera með varðeld á grilli, það fóru nú nokkrir pokar af kolum og meira af grillvökva í það. Það bjargaði okkur þó frá því að frjósa í hel.

Annars er ég byrjuð í aukavinnu á Café Síróp (gamla þinghúsið). Mjög flottur staður, endilega kíkið. Byrjaði í gærkvöldi og það var rosalega gaman. Mann vantar nú alltaf meiri pening. Ég hefði samt gott af meiri tíma, hef varla tíma fyrir kaupfélagið, hvað þá skólann. Þetta reddast samt. Það gerir það alltaf.

Umsóknin mín í MH var samþykkt. Þetta er loksins allt að ganga upp, komin með íbúð og skólavist. Núna þarf ég bara að redda mér vinnu.

Ég er búin að afgreiða nokkrar skemmtilegar týpur síðustu daga. Til dæmis reiða kallinn sem kom til mín: "HVAR ERU ANDSKOTANS RÚSÍNURNAR?!". Og líka rólega kallinn sem týndi allar vörurnar upp úr körfunni sinni í rólegheitum og sagði: "Ég ætla að fá þetta... og þetta... og þetta... og þetta..." og sagði þetta um hverja einustu vöru. Í dag afgreiddi ég svo sparsömu konuna sem kom með fullan poka af klinki og borgaði rúmar fimmhundruð krónur bara með fimmköllum og einakrónum. Og vitiði hvað... alveg slétt 545 hjá henni. Ég var samt heillengi að telja þetta og moka öllu klinkinu upp af borðinu. Spáið samt í því hvað peningur safnast saman. Kannski ætti ég að fara að safna klinki í poka. Fara svo í sjoppuna og segja: "Ég ætla að fá bensín fyrir svooona mikið" og sturta þessu öllu á borðið. Rúst!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home