23 maí 2007

blogg frá klárustu manneskju í heimi

Einkunnir, einkunnir, einkunnir! Dásamlegar einkunnir!

ENS403 - 10
ENS503- 10
FRA203- 10
GRT103- 10
ÞÝS303- 9
ÞÝS403- 9
DAN303- 8
ÍSL403- 7
SAG303- 5 (rúst... rétt drullaðist yfir)

Annars er ég alveg þónokkuð sátt. Hefði kveikt í húsinu hjá ákveðnum skalla ef ég hefði fengið lægra í íslensku, og finnst fyndið að ég hafi náð sögu. Bullaði eitthvað í prófinu, kláraði heilt próf á 20 mínútum og sagði kennaranum að þetta hefði bara verið svo skítlétt. Haha.

Búin með 92 einingar, 48 eftir. Sem eru alls ekki mikið, svo ég verð bara stúdent næsta vor. Ætla líka að taka tvo eða þrjá áfanga í fjarnámi í sumar, og þá verður bara chill næsta ár í bænum. Bíð bara eftir að umsóknin mín í MH verði samþykkt, það er eins gott að ég komist inn þar, því ég vissi ekkert hvað ég ætti að setja í varaval og setti fyrstu skólana í stafrófinu... og það eru ekki beint skólar sem ég vil hafa á stúdentsskírteininu mínu.

Það ættu að vera forréttindi að þekkja mig.

Fney - of gáfuð fyrir krókinn.

20 maí 2007

...

Aaah, búin að yfirgefa vistina fyrir fullt og allt! Skellti mér í próf í frönsku (sem ég btw gjörsamlega rúllaði upp) og í sögu (sem ég rúllaði ekki upp) á þriðjudaginn, skrúbbuðum "the crib" og ég brunaði heim. Þannig að núna er ég bara að vinna í kaupfélaginu flesta daga, sem er svosem ágætt. Skárra en margt annað, geri ég ráð fyrir.
Í gærkvöldi skelltum við Sareir okkur í Staðarskála til að kaupa okkur nammi, fyrst það var búið að loka sjoppunni á tanganum (glötuð búlla sko), og rákumst þar á Björt og Önnu sem voru að koma af vakt á hótelinu. Fyndið. Í bakaleiðinni stoppuðum við svo í sveitinni hjá Grétu, sem sýndi okkur búfénaðinn. Sætar rollur þar. Ég og eitt lítið sætt fullkomið lamb bundumst heitum ástarböndum. Ó, ég vildi að við gætum eytt lífinu saman. Hittum líka litla kjúklinga og hvolp og líka geðveikt stóran og feitan hund.
Látið Grétu einhverntímann segja ykkur söguna af lambinu Gæfu, hún var að segja okkur frá henni í matsalnum um daginn og ég grenjaði úr hlátri næstu klukkutímana. Fáránlegt.

Ég er í fríi næstu helgi, sem er einmitt löng helgi, og ætla í útilegu. Mér er alveg sama hvert, mig langar bara til að keyra út í rassgat, sofa í skítugu litlu tjaldi, grilla og drekka bjór. Hver er geim?

-Fanney

14 maí 2007

liek omg

Úff bara tvö próf eftir, og svo er þessu öllu lokið. Er að reyna að læra undir söguprófið, en það er ekkert sérstaklega sniðugt að lesa allt efni í heilum áfanga bara fyrst daginn fyrir próf. Hefði kannski átt að spá í þetta fyrr. Nennti ekki að gera markmiðsspurningarnar, þannig að ég fékk bara þær sem Stella gerði til að lesa yfir þær, en svo eru svörin við sumum spurningunum bara "Þegar stórt er spurt er lítið um svör". Frábært, hahahaha.
Löng helgi hjá mér, pakkaði bara öllu draslinu mínu niður á fimmtudaginn og var komin heim á Tangann í tæka tíð fyrir Granna. Frábær tímasetning. Tölvan mín kom einmitt úr viðgerð þá, svo ég er betur sett en fyrir viku.
Ég er bara búin að taka því rólega núna, búin að beila á tveimur júróvisjónpartíum einsog sannt gamalmenni og hanga heima. Var reyndar að vinna á laugardaginn, svo ég vonast til að fá smá pening í vikunni.

Annars erum við búin að panta ferðina til London. Ég, mamma, Gunna Mæja og Anna Dröfn förum út 10. ágúst, og Silverchair tónleikarnir eru um kvöldið. Gistum á flottu hóteli í miðbænum og verslum örugglega heilmikið. Þetta verður geggjað.

10 maí 2007

frk terroristi

Jæja, komin heim í langt helgarfrí í bili. Fékk bílinn minn aftur síðustu helgi. Kominn á sumardekk með álfelgunum og meiraðsegja loksins búið að líma brettið yfir númeraljósin aftur. Ógsla sætur. Hann er líka ökufær aftur.
Búin í sjö prófum. Búið að ganga mjög vel hingað til, nema kannski í íslensku, en ég bjóst ekki við öðru. Dönskuprófið var reyndar fáránlega langt, þótt við hefðum ekki haft neitt námsefni alla önnina og þetta átti að vera bara hálft próf... kennarinn gleymdi víst tímamörkunum. Ég er ógeðslega ósátt út í dönskukennarann minn núna, þar sem hún skeindi sér á ritgerðinni minni. Án gríns, þá skrifaði hún "Copy/paste?" á spássíuna. Jánei ég stel ekki ritgerðum, NASISTI. Ég fórnaði nætursvefni mínum, líkamlegri heilsu og geðheilsu fyrir þessa ritgerð, og þetta fæ ég í staðinn. Frábært.
Tölvan mín var líka að koma úr viðgerð í morgun. Ákvað að gefa upp andann síðustu helgi og neitaði að gera nokkurn skapaðan hlut, en eftir þónokkrar heimsóknir í Tengil þá virkaði hún aftur. Sem betur fer, ég var farin að hárreyta mig af fráhvarfseinkennum þegar ég þurfti að vera tölvulaus alla vikuna. Prófaði aðeins þessar skítugu vistartölvur til þess allra nauðsynlegasta, en oj ég kem ekki nálægt þeim aftur.

Það helsta í fréttum þessa dagana er að Sunna Mary og Ævar eignuðust fullkominn lítinn sætan strák um helgina, og eru þar með orðin fullgildir foreldrar. Til hamingju elskurnar!

Kosningar um helgina, og ég fæ ekki að vera með. Algjör skandall.

02 maí 2007

Jæja, söngkeppninni loksins lokið. Fór fram úr björtustu vonum, og þetta var rosalega skemmtilegt. Skelli inn myndum við tækifæri.
Svo var ball með Geirmundi eftirá, sem var líka skemmtilegt. Ég var reyndar orðin alltof full, svo ég fór bara snemma heim úr eftirpartýinu.
Sunnudagurinn var ekki jafn skemmtilegur, þar sem heilsan var ekki upp á sitt besta. Úff.

Annars er ég búin að vera bíllaus í viku. Litla krúttið mitt brotnaði á leiðinni til Hvammstanga um daginn á Þverárfjallsvegi rétt hjá Blönduósi, og ég þurfti að skilja hann eftir. Elsku Mr. Yellow. Vorum fastar úti í sveit með bilaðan bíl í símasambandsleysi og geggjað vesen. Hittum sem betur fer geggjað sætan bónda á næsta bæ sem leyfði okkur bara að hanga heima hjá sér meðan við biðum eftir mömmu, og hann gaf okkur líka ís.

Sumarið er loksins komið, það er enginn vafi á því. Sólskin og hiti alla helgina - svo ljúft. Prófin eru líka byrjuð. Búin í tveimur prófum sem voru bæði þýska. Elska þýsku. Rústaði þessum prófum, og geri ráð fyrir að enskuprófin á föstudaginn eigi eftir að ganga svipað vel.

Skrítið samt að eiga aldrei eftir að fara í tíma í þessum skóla aftur. Og eftir tvær vikur mun ég yfirgefa þessa skítugu vist að eilífu og flytja í Kaupfélagið á Hvammstanga. Vúhú!


-Fann-gay