23 september 2008

09

Ég var í Krónunni um daginn, og var að kaupa mér eitthvað ómerkilegt, þegar ég var böstuð fyrir peningafölsun. Ein pólsk á kassanum sá algjörlega í gegnum mig, og kallaði í yfirmann sem hélt líka að ég væri með falsaðan þúsundkall. Málið var í rauninni að ég var bara með svo gamlan þúsundkall, hann var ekki einusinni með gullrönd og svoleiðis. Vatnsmerkið bjargaði mér úr vandræðunum, en ég var heillengi að sannfæra fólkið um að þetta væri alvöru peningur. En þetta var lífsreynsla.
Bílaleitin gengur ekki alveg að óskum, vorum í fríi í gær og fórum með Robba tengdó á hverja einustu bílasölu í Reykjavík en fundum ekki margt, prufukeyrðum nokkra, gerðum tilboð í einn en seljandinn vildi tíkalli meira sem við viljum ekki borga fyrr en hann finnur smurbókina sem var auglýst að fylgdi bílnum. Og það vill svo enginn kaupa bílinn minn, þó þetta sé að sjálfsögðu gæðabíll á spottprís.
Ljósanótt er búin, það var grenjandi rigning en við fengum lánaða regnhlíf merkta Stella Artois sem var að sjálfsögðu hámark töffleikans. Flugeldasýningin var flott og það var ógeðslega mikið af fólki í bænum. Það var meiraðsegja endalaus biðröð (þó troðningurinn hafi ekki átt mikið skylt við röð en vottever) en ég er sem betur fer vip á paddy's og þurfti ekki að bíða neitt það lengi, haha.

Við fórum svo norður síðustu helgi, keyrðum á Hvammstanga á föstudagskvöldið, vöknuðum kl 7 um morguninn á laugardeginum til að keyra á Ísafjörð með þeim gömlu, í tilefni þess að Anna Lára systir var að gifta sig. Athöfnin var falleg og maturinn og kakan í veislunni voru gúrmet, svo ég skemmti mér alveg ágætlega fyrir utan það að ég missti allan matseðilinn niður á kjólinn minn, sem er frekar svekkjandi þar sem hann kostaði milljón og er úr einhverju silki og má ekki fara í þvottavél. Á leiðinni til baka á sunnudeginum sprakk svo dekk undan súbbanum, enda eru vegirnir þarna drasl, svo við vorum rúma sex tíma frá Ísafirði til Hvammstanga. Og þá áttum við Viktor eftir að keyra suður líka. Mér finnst ekki það gaman að sitja í bíl.

Annars ætla ég að halda áfram að horfa á One Tree Hill.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home