30 júní 2008

kafa kafa kafa

Herna erum vid enn eina ferdina a Travel Bugs ad snikja fritt net. Vid hofum lika verid dugleg ad gefa teim vidskipti svo vid eigum tad alveg skilid. Hofum komid hingad a hverjum einasta degi og starfsfolkid herna er farid ad tekkja okkur og heilsar okkur uta gotu, hehe. Vid aetludum ad fara a strondina i dag, tvi vid forum fra Byron a morgun, en svo var bara skyjad i morgun. Tad er ekki buid ad sjast sky herna i allavega ta viku sem vid hofum verid herna, svo tetta er frekar svekkjandi. Vona ad tad se solrikt i Surfers svo madur geti eytt nokkrum dogum a strondinni.
Strakarnir foru i fallhlifastokk um daginn, teir eru brjaladir. Eg skil ekki hvad faer folk til ad stokkva ut ur flugvel i 14000 feta haed, en jaeja, eg la bara a strondinni og nadi mer i sma lit a medan teir hengu nedan ur fallhlifum. Teir lifdu tetta samt af, sem kom mer soldid a ovart. Um daginn leigdum vid lika svona litil rafmagnshjol, choppers, og forum upp ad vitanum a Cape Byron sem er austasti oddi astralska meginlandsins. Madur ser bara 180 gradu sjondeildarhring sem er mjog toff, og tad er mikid af hvolum herna sem vid saum vel fra hofdanum. Tessi hjol voru samt ekki min sterkasta hlid, eg helt alltaf ad eg vaeri ad detta og tordi ekki ad gefa almennilega i.
A laugardaginn vorum vid buin ad panta ferd til Nimbin og vorum mjog spennt, en svo var bara haett vid ferdina okkar. Vorum ekki alveg satt, en fengum sem betur fer endurgreidslu.
I gaer forum eg og Aiden i kofunartima. Maettum i Dive Centre fyrir hadegi, horfum a video um helstu oryggisatridin, svo vorum vid dressud upp i blautgalla og fotblodkur og fengum surefniskuta a bakid, lodabelti og allt tad, og aefdum okkur i sundlauginni med einkakennaranum okkar. Eftir hadegi forum vid svo med bat ut ad Julien Rocks sem eru nokkur smasker herna uti i floanum, og tad er mikid af sjavarlifi tar. Eg var skithraedd, fyrst tordi eg ekki ad fara utur batnum aftvi mer fannst svo ognvekjandi ad lata mig detta afturabak. Svo var eg lika a morkum tess ad haetta vid aftvi eg tordi ekki ad fara nidur a botninn, vid heldum semsagt i svona reipi sem la fra hafsbotninum og upp ad bauju a yfirbordinu og madur sa ekkert nema svart fyrir nedan sig. Eg righelt i kennarann minn eg var svo hraedd, en let mig hafa tad. Kofunin var i svona 20-30 minutur og vid forum mest nidur a kannski 8 metra dypi. Tad var otrulega mikid af litrikum saetum fiskum og alum og svoleidis, alveg aedislegt. Vid saum lika nokkra hakarla, baedi Wobbegong sem lita ekkert ut eins og hakarlar og eru naeturfiskar og liggja bara a botninum i felulitum a daginn og sofa, og svo Grey Nurse sem eru frekar storir hakarlar og eru i utrymingarhaettu greyin. Tegar vid saum Grey Nurse hakarla, vid saum einhverja tvo eda trja, turftum vid ad krjupa eda setjast a botninn og bida a medan teir faeru framhja. Tad var einn sem var alveg 2 metrar a lengd eda eitthvad, og hann var bara kjurr og horfdi a okkur i fimm minutur. Eg var svo hraedd, og hugsadi bara um hvort ferdatryggingin min naedi yfir hakarlabit hehe. Vid komumst samt heil utur tessu, enda eru tessir hakarlar ekkert mjog arasargjarnir nema madur se med bogg. Va tetta var samt svo gedveikt. Madur synti bara med fiskunum og teim var alveg sama og heldu bara ad madur vaeri einn af teim. Eg var samt glod tegar tetta var buid, eg var svo a taugum um ad surefniskuturinn myndi haetta ad virka eda eitthvad. Svo forum vid adeins ad skoda okkur um med svona snorkle vid klettana, saum nokkra fiska og skjaldboku sem var mjog saet og Aiden var skithraeddur vid.
Annars hofum vid farid a bar herna sem heitir Cheeky Monkeys a hverju einasta kvoldi sidan vid komum, nema i gaerkvoldi reyndar. Tetta er geggjadur stadur, hraeodyr matur, madur er ad fa stora maltid a 3 dollara og vid hofum ekki enntha fengid matareitrun svo tetta er agaetis matur. Odyr bjor lika a happy hour, mikid af turistum og tilbodum og fjori. Nema a laugardagskvoldid, ta tokst mer tad meistaraverk ad missa simann minn i klosettid. Eg hugsadi bara; "fimm sekundna reglan!" og nadi honum uppur og skoladi hann adeins i vaskinum, en hann virkar eiginlega ekki. Tegar eg kveiki a honum sest ekkert a skjanum og hann titrar bara endalaust og eg tordi eiginlega ekki ad fikta neitt i honum aftvi tar eru risastorir gastankar vid hlidina a herberginu okkar sem vid erum frekar hraedd vid. Tannig ad eg turfti ad kaupa mer nyjan sima sem var soldid svekkjandi.
Hostelid okkar er agaett, vid sofum i kojum sem eru ogedslega otaegilegar, og tad verdur alltaf iskalt i herberginu okkar a nottunni. Eg gat ekki sofid neitt herna fyrr en eg for i mottokuna til ad snikja aukateppi, og teir gafu mer saeng. Strakunum er samt enntha iskalt aftvi teir vilja ekki saeng, aftvi taer eru med myndum af hofrungum a og teim finnst tad ekki nogu toff. Asnar. Mer er allavega ekki lengur kalt og tad er fint. Eg keypti mer graenan banana fyrir viku, og er alltaf ad bida eftir ad hann verdi gulur, en tad er svo kalt i herberginu ad hann verdur ekkert gulur sem er frekar glatad.
A morgun er tad svo rutuferd til Surfers Paradise, sem er i Queensland. Vid hofum bara verid i New South Wales hingad til, svo tetta er sma tilbreyting. Tar eru vist flottar strendur og flottar budir, tannig ad tad verdur agaett.
Ef einhver vill senda mer sms eda eitthvad, ta eru mamma og viktor med astralska numerid mitt. Og ferdin er naestum tvi halfnud! Eg kem til Islands degi fyrr en eg aetladi, aftvi eg nenni ekki ad gista i London eina nott og hanga tar allan daginn eftir aftvi flugid fer ekki fyrr en seint um kvoldid. Eg kem ta heim 18. juli sem verdur fint, eg er buin ad sakna viktors mikid, og hann var svo einmana einn heima ad einn vinur hans er fluttur inn timabundid i aukaherbergid hehe.

-Fanney

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

gaman að geta fylgst með þér, vonandi verður þú ekki komin með sundfit milli tánna af öllu sjávarsportinu.

30/6/08 16:55  

Skrifa ummæli

<< Home