27. apríl
Ég ætti að vera að læra, en ætla að skella inn smá bloggi til að hafa afsökun fyrir því að taka mér pásu. Skólinn er aaalveg að verða búinn, þrír kennsludagar eftir, og svo fer ég í tvö próf. Fyrir utan munnlegt próf í frönsku á morgun og listasögupróf á miðvikudaginn, auk stórrar jarðfræðiritgerðar sem þarf að skila fyrir miðvikudag. Er búin að eiga langt helgarfrí, fór til Keflavíkur á miðvikudaginn og kom ekki heim fyrr en í morgun, til að vinna í dag. Búin að liggja bara í leti; sofa, borða, horfa á dvd (sem ég sofnaði reyndar alltaf yfir), djamma og dansa. Og lærði líka, því má ekki gleyma. Fór líka með Vigga og pabba hans að skjóta á sumardaginn fyrsta, þeir voru að skjóta leirdúfur. Ég prófaði líka, en leyfði mínum dúfum bara að sleppa lifandi.
Annars er það helst í fréttum að ég er komin með framtíðarvinnu... og það í Keflavík! Fæ vinnu í Lyf og heilsu þar, svo það dugar ekkert minna en að flytja í Reykjanesbæ og gerast suðurnesjapakk. Hlakka til að komast úr Reykjavík.
Ég er komin með nýja klippingu, lét kallinn stytta hárið á mér heilmikið og það er æði. Og það er Boston Legal í kvöld sem er líka æði!
48 dagar í að ég fari til Ástralíu!
Annars er það helst í fréttum að ég er komin með framtíðarvinnu... og það í Keflavík! Fæ vinnu í Lyf og heilsu þar, svo það dugar ekkert minna en að flytja í Reykjanesbæ og gerast suðurnesjapakk. Hlakka til að komast úr Reykjavík.
Ég er komin með nýja klippingu, lét kallinn stytta hárið á mér heilmikið og það er æði. Og það er Boston Legal í kvöld sem er líka æði!
48 dagar í að ég fari til Ástralíu!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home