bd
Hæ.
Skólinn er byrjaður, síðasta önnin mín og þetta er sæmó. Er bara í valáföngum fyrir utan tvær einingar, haha. Er að læra ítölsku og finnst það æði, dömpaði þýskunni. Sakna þýskunnar, en leiðir okkar þurftu að skilja :(
Er í fínum áföngum annars, nema er ekki alveg viss með einhvern fjölmiðlafélagsfræðiáfanga sem ég skil ekki alveg afhverju ég er í. Ég hlýt að hafa verið há þegar ég valdi þetta, sjiii.
Btw, enskukennarinn minn er í sömu ítölskutímum og ég... hahaha, finnst það æðislegt.
Svo er ég hætt að vinna hjá Atlantsolíu. Gafst upp á sunnudaginn og ákvað að ég væri bara hætt. Er algjörlega komin með ógeð af að reyna að kynna fólki frábæra afslætti af eldsneyti og það bara drullar yfir mig í staðinn. Svo eru það líka óhæfu foreldrarnir sem halda að ég sé að reka barnapössun afþví þau vilja ekki hugsa sjálf um klístruðu krakkana sína. Hvað þá rónarnir sem eiga enga vini og halda að ég hafi ekkert skárra að gera í vinnunni en að hlusta á þá röfla um óóótrúlega ómerkilega hluti. Það var einmitt einn á sunnudaginn sem nöldraði í hálftíma um bílinn hennar hálfsystur sinnar, en hún átti víst gamlan og notaðan kóreskan Subaru Lancer (!) sem var alltaf að bila og bla bla bla, risastórt samsæri hjá Ingvari Helgasyni... hin hálfsystir hans gerði ekki þau mistök, hún keypti sér sko nýjan bíl. Hann var eitthvað ósáttur við Kaupþing líka og var á leiðinni þangað þegar hann ákvað að hella hjarta sínu yfir mig í staðinn.
Ég er samt komin með nýja vinnu. Lyf og heilsa í Kringlunni hringdu í mig strax á mánudaginn og buðu mér í óformlegt viðtal og ég byrja þar á morgun. Ég er eftirsótt sko... þó ég hafi ekki hugmynd um hvernig á að vinna í apóteki. Það reddast samt.
Mig langaði í eitthvað gott í kvöldmat áðan en það var ekkert til og ég nennti ekki í búð. Þannig að ég bakaði mér muffins, og samkvæmt uppskrifabókinni er hver muffins 212 kkal... spennó, ha? Og hver kalóría er þess virði, namminamm sko.
Þetta var blogg dagsins, takk fyrir mig.
Skólinn er byrjaður, síðasta önnin mín og þetta er sæmó. Er bara í valáföngum fyrir utan tvær einingar, haha. Er að læra ítölsku og finnst það æði, dömpaði þýskunni. Sakna þýskunnar, en leiðir okkar þurftu að skilja :(
Er í fínum áföngum annars, nema er ekki alveg viss með einhvern fjölmiðlafélagsfræðiáfanga sem ég skil ekki alveg afhverju ég er í. Ég hlýt að hafa verið há þegar ég valdi þetta, sjiii.
Btw, enskukennarinn minn er í sömu ítölskutímum og ég... hahaha, finnst það æðislegt.
Svo er ég hætt að vinna hjá Atlantsolíu. Gafst upp á sunnudaginn og ákvað að ég væri bara hætt. Er algjörlega komin með ógeð af að reyna að kynna fólki frábæra afslætti af eldsneyti og það bara drullar yfir mig í staðinn. Svo eru það líka óhæfu foreldrarnir sem halda að ég sé að reka barnapössun afþví þau vilja ekki hugsa sjálf um klístruðu krakkana sína. Hvað þá rónarnir sem eiga enga vini og halda að ég hafi ekkert skárra að gera í vinnunni en að hlusta á þá röfla um óóótrúlega ómerkilega hluti. Það var einmitt einn á sunnudaginn sem nöldraði í hálftíma um bílinn hennar hálfsystur sinnar, en hún átti víst gamlan og notaðan kóreskan Subaru Lancer (!) sem var alltaf að bila og bla bla bla, risastórt samsæri hjá Ingvari Helgasyni... hin hálfsystir hans gerði ekki þau mistök, hún keypti sér sko nýjan bíl. Hann var eitthvað ósáttur við Kaupþing líka og var á leiðinni þangað þegar hann ákvað að hella hjarta sínu yfir mig í staðinn.
Ég er samt komin með nýja vinnu. Lyf og heilsa í Kringlunni hringdu í mig strax á mánudaginn og buðu mér í óformlegt viðtal og ég byrja þar á morgun. Ég er eftirsótt sko... þó ég hafi ekki hugmynd um hvernig á að vinna í apóteki. Það reddast samt.
Mig langaði í eitthvað gott í kvöldmat áðan en það var ekkert til og ég nennti ekki í búð. Þannig að ég bakaði mér muffins, og samkvæmt uppskrifabókinni er hver muffins 212 kkal... spennó, ha? Og hver kalóría er þess virði, namminamm sko.
Þetta var blogg dagsins, takk fyrir mig.
2 Comments:
Þú ert mögnuð.... og auðvitað eftirsótt í vinnu.. hvað annað??? Ég er að fá mér kotasælu... það eru nú ekki margar kaloríur í henni skal ég þér segja, enda verð ég svo mjó næst þegar þú sérð mig að þú þarft að gera þig rangeygða til að sjá mig... bara ein mjó lína á vappi skohhh... já
Og já... þetta var ég, Brynja, sem kommentaði þarna um daginn..hehe
Skrifa ummæli
<< Home