18 september 2007

einn, tveir og...


Ég er skárri, takk fyrir að spyrja. Saumarnir voru teknir í dag og það var ekki svo vont. Skelli samt einni mynd hérna með af útliti mínu sama dag og jaxlarnir voru rifnir úr, þar sem allt var úti í blóði og rosa subbó. Sexí, ha?
Ég hef samt ekkert mikið að segja. Fór á Tangann um daginn og það var rosa gaman, rúntur og ball eins og í þá gömlu góðu daga.

Það er búin að vera rigning hvern einasta dag í þennan mánuð sem ég er búin að búa hérna í Reykjavík. Klikkar ekki. Og bíllinn minn er ekkert hrifinn af rigningu, og spólar bara í pollunum. Greyið litla.

Ætla að ljúka þessu með nokkrum skemmtilegum myndum frá réttarballinu í Víðihlíð.

Sunna og ég

Sunna sæta afmælisbarn

Anna og Áki ofurhottís.
Siggi sófi með sexísvipinnBjört hress og kát


Takk fyrir mig
Kv. Fanney



3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey! Vá! Fallega baðherbergið okkar!

20/9/07 14:27  
Anonymous Nafnlaus said...

Spólar bara í pollunum?!? Góður!

21/9/07 09:43  
Anonymous Nafnlaus said...

sexy jáxlar þjáningar mynd, eins gott að ég sé ekki að fara fljótlega í jaxlatöku... annars bara kvitt kvitt

24/9/07 20:15  

Skrifa ummæli

<< Home