03 janúar 2008

bl007


Ég blogga nánast aldrei lengur, en ég er á Tanganum og er of þreytt til að standa upp, en þarf að halda mér vakandi til að horfa á Despó á eftir. Í tilefni þess, kæru vinir, fáið þið blogg. Ég verð líka að vera eins og hinir og fara aðeins yfir síðasta ár í grófum dráttum.

Eyddi fyrra hluta ársins á Sauðárkróki, þar sem ég stundaði nám við hina merku menntastofnun, FNV. Var nýkomin með bílpróf og fannst ég svalasta manneskjan í sveitinni á gula kagganum mínum. Það gerðist ósköp fátt til að byrja með, ég rúntaði heilmikið á milli þess sem ég lét sjá mig í skólanum svona tvisvar í viku. Svo var þorrablótið á Hvammstanga í febrúar, það var rosa fjör og alltof mikið drukkið.
Það sannaðist í mars að akstur er kannski ekki mín sterkasta hlið, því þá var ég tekin fyrir hraðakstur og flaug útaf í hálku á Þverárfjalli(bíllinn flaug í alvörunni, og endaði á kaf í skafli), á innan við viku. Og þá var mér búið að takast að keyra tvisvar útaf og keyra á tvö hús, á rúmum tveimur mánuðum. Þvílíkt afrek. Skömmu seinna tókst mér einnig að villast á leiðinni frá Sauðárkróki að Varmahlíð, tvisvar.
Eyddi páskafríinu í Kaupfélaginu, sem var ekki alveg nógu skemmtilegt. Fór samt á tvö böll, var sauðdrukkin og klæðlaus á öðru þeirra, en edrú driver með 5þúskjell í vasanum á hinu.
Í lok apríl tókum ég, Stella og Sareir þátt í söngkeppni Húnaþings vestra, tókum Twist&Shout og slógum svo sannarlega í gegn, sérstaklega með vélmennadansinum. Urðum frægar á einu kvöldi. Á leiðinni á eina æfinguna tókst mér þó að rústa bílnum mínum smá. Í glaðasólskini á ferð okkar yfir Þverárfjallið, minn helsta óvin, heyrðust allt í einu miklir skruðningar. Þá hafði gormurinn í einum demparanum brotnað og stungist inn í dekkið. Smá úps þar. Það var ekkert símasamband, og það voru nokkrir kílómetrar í næsta bæ. En þangað gengum við samt sem áður, og hittum gamlan sætan kall sem leyfði okkur að hringja, og gaf okkur ís og appelsín. Það var rosaleg lífsreynsla.
Í byrjun maí fjölgaði í vinahópnum þegar Sunna og Ævar unguðu út, afkvæmi þeirra fékk nafnið Hafsteinn og er rosa sætur strákur.
Önninni lauk loksins, fékk fínustu einkunnir, þar á meðal 10 í fjórum áföngum og 9 í tveimur. Yfirgaf Krókinn fyrir fullt og allt, og sá ekki eftir því. Byrjaði aftur í Kaupfélaginu eftir skólann og fannst það rosa gaman. Það var meiraðsegja staffapartí hjá Brynju sem var osom, við grilluðum og spiluðum krikket og liðið mitt vann, og svo fórum við í partí og kó þegar það fór að rigna og liðið mitt tapaði. Ég hafði aldrei áður tapað í partí og kó, ég og Anna erum ðí últimeit tsjampjons. Mig langar aftur í staffapartí hjá kaupfélaginu.
Hápunktur júní var þó líklegast Bíladagar á Akureyri. Heil helgi á prívattjaldsvæði með bjór og varðeld á grilli, útifyllerí í miðbænum. Geeeðveikt gaman.
Unglist tók svo við í lok júlí, og ég fékk að mála Áka megabeib í body paint keppninni. Hann var spiderman með geðveikt sætan rass, og allir litlu krakkarnir dýrkuðu hann og héldu að hann væri í alvöru spiderman. Híhí. Það var líka stomp í Borgarvirki í skítakulda, ég var með af ástæðu sem ég skil ekki enn, enda er ég taktlausasta manneskja sem fyrirfinnst. Við fengum samt hrós... alveg tvö, og þau voru reyndar bæði kaldhæðni. En samt, hrós er hrós. Í lok hátíðarinnar var svo ball með Sniglabandinu sem var mikið fjör á.
Aðra helgina í ágúst fór ég svo til London í fríðu föruneyti Önnu Drafnar, auk mömmu og Gunnumæju. Við byrjuðum að fara á Silverchair tónleika sem voru algjörlega langbestir, og ekki skemmdu sætu tjallarnir við hlið okkar útsýnið. Þeir voru totally "marvellous". Höfðum bara fjóra daga í borginni og gerðum það besta úr þeim og skoðuðum allt sem skylda er að sjá; fórum í London eye og sáum hallirnar og dómkirkjurnar og Big Ben þaðan, fórum á Madame Tussaud's og á Victoria&Albert listasafnið... auk þess sem við versluðum heilmikið. Þessi borg er dásamleg. Ég náði líka einu af lífstakmörkum mínum, sem var að fara í viðtal hjá BBC.
Í lok sumars flutti ég svo til Reykjavíkur, og ég og Ágústa hófum sambúð okkar í Laugardalnum. Ég byrjaði í MH, sem ég fílaði þónokkuð vel, þó ég sé hrædd við sumt fólkið þar. Byrjaði svo fljótlega að vinna hjá Atlantsolíu og mokaði inn pening þar, sem hvarf þó jafnóðum.
Ein hræðilegasta lífsreynsla sem ég hef lent í var í september, þegar ég fór í endajaxlatöku. Ég grét og grét og grét í stólnum, og var gellan sem öskrar og hræðir fólkið á biðstofunni. Þegar ég var hætt að vera öskrandi gellan var ég blóðuga gellan. Þarna fékk ég líka fyrstu sauma sem ég hef fengið.
Í lok október fórum ég, Ágústa og Björt svo til Rómar. Fengum bara hugmynd: "hey, förum til rómar" og pöntuðum miða og hótel. Og svo lentum við í Róm og þá vorum við meira: "já... hvað gerum við núna?". Annars var þessi ferð æðisleg, veðrið var dásamlegt og ítalarnir sjóðheitir. Við drukkum mikið af bjór, og enná meira af sikileysku hvítvíni. Við djömmuðum með áströlum, nýsjálendingum og suðurafríkönum, auk þess sem við djömmuðum með uppáhaldsþjóninum okkar á uppáhaldsstaðnum okkar, honum Elvis, á hrekkjavöku.
Skoðuðum nokkur merkustu mannvirki mannkynssögunnar; Pantheon, Colosseum, Péturskirkjuna... fórum líka í Vatíkanssafnið og Sixtínsku kapelluna, á óperutónleika í S. Paolo entro le mura kirkjunni í brjáluðu þrumuveðri... dásamlegt.
Nóvember fór svo að mestu í leti, svelti og kúr með kæró eftir að hafa eytt aleigunni á Ítalíu. Það var fínt samt. Ég og Ágústa keyptum allar jólagjafir og jólaskraut á einu bretti, sem kom sér vel. Það kom desember og ég var bara í tveimur prófum og kom heim til að vinna í Kaupfélaginu... að sjálfsögðu. Ég varð loksins átján, enda kominn tími til. Ég og Jón Gústi fögnuðum afmælunum okkar í námslokapartíi hjá Stellu, það var rosa fjör sem endaði á barnum. Já, nú kemst ég nefnilega á barinn, og þar með er öðru takmarki náð. Tveimur dögum seinna fór ég svo og lét gamlan draum rætast; fékk mér gat í miðsnesið. Nú er ég harðasta manneskjan í bænum.
Fékk alveg tvo daga í jólafrí sem ég var ekki alveg sátt við. Árinu lauk svo og nýtt byrjaði á balli í félagsheimilinu, sem var mjööög skemmtilegt.

Blogga meira eftir ár.

-Fanney

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home