18 apríl 2008

57 dagar!

Það er föstudagur, og vikan leið svo hratt að ég er hálf utan við mig. Ég og Viggi fórum á Tangann síðustu helgi, söngvarakeppnin og ball, rosa fjör. Eyddum allri helginni í leti og lúxus.
Hef það bara fínt, ein og hálf vika eftir af skólanum, og svo tvö lokapróf. Er þónokkuð bjartsýn á að ná öllu, þannig að ég hlýt að útskrifast. Segjum það allavega.
Veðrið er yndislegt, sumarið er að koma, og það styttist í að ég fari til Ástralíu. Er rosa spennt. Á reyndar eftir að splæsa í bakpoka og ferðatryggingu. Þetta er allt svo dýrt! En þetta er örugglega þess virði, þó ég eigi eftir að lifa á núðlum næstu tvö árin á meðan ég borga upp yfirdráttinn. Þyrfti helst að fá mér líka einhvern ódýran mp3 spilara til að stytta mér stundirnar í löngum flugum og rútuferðum.

Er ekki ennþá búin að finna mér sumarvinnu, það er glatað. Og ég veit ekki hvað ég á að fá mér í kvöldmat.

kvfanney

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home