68 dagar
Ég er svo hallærisleg að ég tel dagana niður, þangað til ég fer til Ástralíu. Er svo fáránlega spennt, geri varla annað en að spá í hvað ég eigi að taka með mér. Ég er háð svo mörgum óþarfa, að yfirleitt þegar ég fer í mjög stutt ferðalög er ég með margar troðfullar töskur. En núna er ég að fara í 5 vikna langa ferð, og má bara hafa með mér 15 kíló. Annars erum við mikið að plana hitt og þetta, förum á brimbrettanámskeið í Byron Bay sem verður mjööög fróðlegt haha, svo ætlum við að fara í svona köfun, þar sem maður syndir með hákörlum og fleiri krúttlegum fiskum. Svo langar mig í zorbing, þar sem maður fer inn í svona stóra plastkúlu og rúllar niður brekku, haha. Ég ætla samt ekki í fallhlífarstökk, það algjörlega kemur ekki til greina. Ekki mín deild sko.
Lítið að frétta héðan samt. Er búin að vera veik, rosa fjör. Fór ekki í skólann í tvo daga, og þegar ég mætti aftur fannst mér meira eins og ég væri búin að missa af tveimur vikum. Má ekki alveg við því. Bara þrjár vikur eftir af kennslu, og svo tvö próf, og svo ætla ég aldrei aftur í menntaskóla. Alveg búin. Er samt alveg jafn týnd og áður í sambandi við þetta "og hvað svo?". Var á háskólakynningu í dag og fannst ég ekki græða neitt frekar en venjulega. Á tonn af bæklingum en finnst ekkert höfða til mín. Það sem mér finnst hljóma skást, er ég svo ekki nógu klár til að komast inní, afþví ég kann ekki stærðfræði.
Eyddi síðustu helgi í Keflavík, eins og oft upp á síðkastið, haha. Skaust bara rétt í Rvk til að fara í vinnuna. Bara tsjill á föstudagskvöldið, en á laugardaginn var grill, partí og svo kíktum við í niðrí bæ. Rosa fjör. Það er líka komið vor og veðrið er búið að vera yndislegt. Ætlaði að taka garðinn í gegn um daginn, nema ég á engin garðverkfæri. Þarf að redda mér svoleiðis, bletturinn er hryllingur. Krakkarnir í hverfinu eru algjörlega óuppaldir, ég kenni þeim um ástandið á garðinum. Eru alltaf að stelast inn í garðinn minn, og ég kom að einhverjum grislingum hérna um daginn að reyna að brjóta grindverkið... lét þá sko heyra það. Það voru líka einhverjir pjakkar hérna í dag að leika sér í ruslageymslunni. Eiga þeir enga foreldra, spyr ég nú bara.
Annars er æðislegur þáttur í gangi á Rúv, ég kveð í bili með mynd frá Gold Coast í Queensland. Þarna verð ég.


Lítið að frétta héðan samt. Er búin að vera veik, rosa fjör. Fór ekki í skólann í tvo daga, og þegar ég mætti aftur fannst mér meira eins og ég væri búin að missa af tveimur vikum. Má ekki alveg við því. Bara þrjár vikur eftir af kennslu, og svo tvö próf, og svo ætla ég aldrei aftur í menntaskóla. Alveg búin. Er samt alveg jafn týnd og áður í sambandi við þetta "og hvað svo?". Var á háskólakynningu í dag og fannst ég ekki græða neitt frekar en venjulega. Á tonn af bæklingum en finnst ekkert höfða til mín. Það sem mér finnst hljóma skást, er ég svo ekki nógu klár til að komast inní, afþví ég kann ekki stærðfræði.
Eyddi síðustu helgi í Keflavík, eins og oft upp á síðkastið, haha. Skaust bara rétt í Rvk til að fara í vinnuna. Bara tsjill á föstudagskvöldið, en á laugardaginn var grill, partí og svo kíktum við í niðrí bæ. Rosa fjör. Það er líka komið vor og veðrið er búið að vera yndislegt. Ætlaði að taka garðinn í gegn um daginn, nema ég á engin garðverkfæri. Þarf að redda mér svoleiðis, bletturinn er hryllingur. Krakkarnir í hverfinu eru algjörlega óuppaldir, ég kenni þeim um ástandið á garðinum. Eru alltaf að stelast inn í garðinn minn, og ég kom að einhverjum grislingum hérna um daginn að reyna að brjóta grindverkið... lét þá sko heyra það. Það voru líka einhverjir pjakkar hérna í dag að leika sér í ruslageymslunni. Eiga þeir enga foreldra, spyr ég nú bara.
Annars er æðislegur þáttur í gangi á Rúv, ég kveð í bili með mynd frá Gold Coast í Queensland. Þarna verð ég.



0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home