Aðeins að blogga
Í tilefni þess að ég er ein heima og það er ekkert í sjónvarpinu ætla ég að blogga. Síðustu þrjár helgar hafa verið fjörugar; endalaus partý og djamm. Finnst ég ekki hafa sofið í mörg ár. Partý hjá okkur, staffapartý helgina eftir það, og loksins partý hjá Björt og Sibba síðustu helgi. Þau búa í geðveikt flottu húsi og ég ætla að flytja inn til þeirra. Heitur pottur (innanhúss!), tækjasalur og allt. Klikkað.
Ég og Ágústa gistum hjá þeim á Selfossi eftir partýið, og þurftum svo að mæta í vinnuna daginn eftir, svo við vöknuðum eldsnemma til að keyra aftur í bæinn í brjáluðu veðri. Hellisheiðin var bara opin í tæpan klukkutíma um morguninn, rétt sluppum í gegn. Lentum á eftir einum mokstursbíl sem spólaði bara í hálkunni og komst ekki af stað, haha. Og þá þurfti ég að stoppa og það tók laaangan tíma að komast aftur af stað, fokk mikil hálka. Sáum líka sendiferðabíl sem var hálfur útaf, vóg salt á brúninni og vaggaði fáránlega mikið í vindinum. Ég beið bara eftir að hann tækist á loft. Ég var greinilega besti ökumaðurinn, og á smábíl í þokkabót.
Næstu helgi er planið að fara í djammferð á Rif í heila helgi, Sædís á afmæli og það verður landsbyggðarpartý. Og helgina eftir það fer ég norður á þorrablót. Hlakka geeeðveikt til. Þorrablót á Tanganum eru totally best.
Ég fékk að hætta í félagsfræði í dag. Ég hata félagsfræði, þetta er heimskulegasta og tilgangslausasta fag allra tíma. Meira að segja lífsleikni er merkingameira en asnafélagsfræði. Í staðinn þarf ég samt að taka tvo áfanga í yndislestri í ensku. Restin af önninni á eftir að fara í einungis bóklestur, ég þarf örugglega að hætta að hanga svona mikið í tölvunni, hah. Tólf skáldsögur á ensku eru samt þúsund sinnum skárri en enn ein félagsfræðikenningin.
Komið nóg í bili. kv.f
Ég og Ágústa gistum hjá þeim á Selfossi eftir partýið, og þurftum svo að mæta í vinnuna daginn eftir, svo við vöknuðum eldsnemma til að keyra aftur í bæinn í brjáluðu veðri. Hellisheiðin var bara opin í tæpan klukkutíma um morguninn, rétt sluppum í gegn. Lentum á eftir einum mokstursbíl sem spólaði bara í hálkunni og komst ekki af stað, haha. Og þá þurfti ég að stoppa og það tók laaangan tíma að komast aftur af stað, fokk mikil hálka. Sáum líka sendiferðabíl sem var hálfur útaf, vóg salt á brúninni og vaggaði fáránlega mikið í vindinum. Ég beið bara eftir að hann tækist á loft. Ég var greinilega besti ökumaðurinn, og á smábíl í þokkabót.
Næstu helgi er planið að fara í djammferð á Rif í heila helgi, Sædís á afmæli og það verður landsbyggðarpartý. Og helgina eftir það fer ég norður á þorrablót. Hlakka geeeðveikt til. Þorrablót á Tanganum eru totally best.
Ég fékk að hætta í félagsfræði í dag. Ég hata félagsfræði, þetta er heimskulegasta og tilgangslausasta fag allra tíma. Meira að segja lífsleikni er merkingameira en asnafélagsfræði. Í staðinn þarf ég samt að taka tvo áfanga í yndislestri í ensku. Restin af önninni á eftir að fara í einungis bóklestur, ég þarf örugglega að hætta að hanga svona mikið í tölvunni, hah. Tólf skáldsögur á ensku eru samt þúsund sinnum skárri en enn ein félagsfræðikenningin.
Komið nóg í bili. kv.f
1 Comments:
já sæl fanney. við sjáumst sko hress á þorrablóti...
Skrifa ummæli
<< Home