07 febrúar 2008

123

Síðasta helgi var totally best. Sædís átti tvítugsafmæli og bauð í afmælispartý á snæfellsnesi. Ég, Ágústa, Sigrún og afmælisbarnið tókum forskot á sæluna og lögðum í hann á föstudagskvöldið, á ógeðslega troðnum yaris, haha. Ég og Ágústa þurftum meiraðsegja að fara með sængurnar okkar í Rúmfó og vakúmpakka þeim þar (við eigum enga ryksugu) til að þær kæmust í pínuponsulitla bílinn. Sængurnar urðu pínulitlar og harðar, algjör snilld.
Fórum á rúntinn, fengum okkur smá bjór og prófuðum drykkjuspilið sem við gáfum Sædísi, sem var mjööög skemmtilegt. Sigrúnu fannst það samt örugglega skemmtilegast af okkur öllum samt. Svo kúrðum við allar fjórar saman í tveimur rúmum settum saman.
Á laugardaginn kíktum við sko í búðir! Já, það eru nokkrar búðir í Snæfellsbæ. Svo komu fleira fólk í sveitina, það var heilmikið djamm, singstar að sjálfsögðu, drykkjuspilið var líka dregið fram þar sem afmælisbarnið tapaði. Sigrún var samt dettandi gellan, það var mikið hlegið að henni þegar hún datt beint fram fyrir sig í snjóinn aftur og aftur. Krútt sko.
Spöruðum svo svefnpláss um nóttina, "spooning" var málið og við vorum þrjú með sængina mína. Það var pínu kalt samt, og þröngt. Einhverjir sáfu uppá borði og á gólfinu.
Ógeðslega góð helgi samt.

Svo er þorrablótið á Tanganum næstu helgi, er geggjað spennt. Ég elska þorrablót.

Ég hef ekkert fleira að skrifa um. Ætti að vera farin að sofa.

-Fanney

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home