Búin að panta ferðina :D
Fljúgum frá London til Sydney í Ástralíu 15. júní, með millilendingu í Kúala Lúmpúr(já það er alvöru borg!), eyðum rúmum mánuði í að gera einhverja bölvaða vitleysu, og á bakaleiðinni förum við frá Brisbane, 17. júlí, millilendum aftur í Kúala Lúmpúr og lendum svo loksins í London.
Haha, ég er svo spennt, þetta verður tær snilld. Ég er búin að panta að fara til Melbourne og fá að skoða Ramsay Street, annað kemur ekki til mála. Er samt pínu stressuð fyrir fluginu, meira en sólarhrings langt flug og mér finnst alls ekkert gaman að fljúga. Er samt komin með aldur til að svolgra í mig í flugvélinni, ég verð þessi með hvítvínið í litlu flöskunum. Þetta verður rosa fjör.
Alltof langt í þetta samt. Langar að byrja strax að pakka niður, haha.
-Fanney
Haha, ég er svo spennt, þetta verður tær snilld. Ég er búin að panta að fara til Melbourne og fá að skoða Ramsay Street, annað kemur ekki til mála. Er samt pínu stressuð fyrir fluginu, meira en sólarhrings langt flug og mér finnst alls ekkert gaman að fljúga. Er samt komin með aldur til að svolgra í mig í flugvélinni, ég verð þessi með hvítvínið í litlu flöskunum. Þetta verður rosa fjör.
Alltof langt í þetta samt. Langar að byrja strax að pakka niður, haha.
-Fanney
3 Comments:
OH MY GOD... djöfull ert þú heppin.. mig hefur alltaf langað að fara til Ástralíu... og ég myndi ekki sleppa ramsey street heldur.. hehe. En hvað kostar svona ferð ef ég mætti spyrja???
Ég þori nú ekki að gefa upp neinar tölur, ef mamma rækist á þetta :P Eeen, það verður ekki ódýrara allavega. Förum á stúdentafargjöldum, á ódýrustu dagsetningunum á ódýrasta tímabilinu, því í júní og júlí er hávetur þarna.
Þetta er slatti, en samt pottþétt þess virði :D Og þú kemur bara með næst!
HELL YEAH... það væri ég sko til í. Ég er alltaf að reyna að fá Guja til að allavega íhuga það að fara EINHVERNTÍMANN til Ástralíu... en NEI.. EKKI til í dæminu... þannig að ég fer bara með þér í staðinn.
Skrifa ummæli
<< Home