17 febrúar 2008

Tvífarar dagsins

Ég er að horfa á Boston Legal sem mér finnst alveg æðislegur þáttur. Það er samt eitt sem fer alltaf svolítið í mig, og það er að mér finnst Jerry "Hands" Espenson ekkert smá líkur Hr. Ólafi Ragnari forseta. Mér finnst þetta alltaf verið forsetinn þarna að vera hallærislegur með hoppin og hendurnar á lærunum og það, og er alltaf jafn hissa að sjá forsetann í þættinum. Ég hef samt spurt marga hvort þeir sjái sömu líkindin og ég með þessum mönnum, en ég virðist vera sú eina.

Góðri helgi er að ljúka, lagningardagar í MH voru í síðustu viku og á föstudaginn fór ég til Keflavíkur. Ég þurfti að fá góðar leiðbeiningar, þar sem ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvernig maður kæmist út úr Reykjavík. Rataði þó loksins, þó ég hefði næstum endað í Sandgerði, sem er víst ekki það sama og Keflavík. Vottevah.
Eyddi semsagt helginni hjá Vigga, við kíktum á alvöru keflavíkurdjamm sem var þónokkuð gott; í partí og í bæinn á skemmtistaðina, hitti frændur á Paddy's. Verð algjörlega að endurtaka þetta við tækifæri.

Svo er bara venjulegur skóladagur á morgun, sem mér finnst ekki alveg nógu spennandi, en það er víst lítið í því að gera. Og ég er ennþá alveg jafn lost yfir hvað ég eigi að gera af mér eftir útskriftina. Hugmyndir óskast, sérstaklega ef þær fela í sér dvöl í landi þar sem er gott úrval af sólbrúnum strákum.

Fanney

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha mér finnst þeir líka líkir :P

28/2/08 00:17  

Skrifa ummæli

<< Home